Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1926, Blaðsíða 27

Sameiningin - 01.02.1926, Blaðsíða 27
57 j)a5 komiiS, a5 svo sterk trúartilfinning hafi gert vart viö sig hjá íibúum skóganna og svo sterk þrá eftir ihreinna siöferði, að hún hafi knúö þá til aö ieita einverunnar úti á sléttum og með ströndum fram og flýja hinn mittisskýlulausa óaldalýð skóganna. Slíkt skiftir ekki miklu máli í þessu samibandi. Aöalatriöiö er þetta, aö í syndafalls- sögunni er þetta tvent sett í samiband1 hvort viö annaö: Þroski mannsins inn á siðgæðisstigið og burtför hans úr skógunum. Eitt atriði vil eg minnast á, — atriði sem eg get hugsað, að menn hiklaust álíti, að sé alveg út í bláinn. Það er hegningin, sem Jahve leggur á konuna, ■—■ að hún skuli með þraut fæða börn sín. Það hefir verið leitað orsaka fyrir ýmsu ómerkilegra en þvi, að einu dýri jarð- arinnar er erfiðara en öörum að fæða afkvæmi sitt. Eg hefi aðeins eina skýingu heyrt við þetta efni, hví manninum framar öörum ver- um er lagður þessi ,kross á herðar. Og skýringin er þessi: Maður- inn er upphaflega klifurdýr. Þunginn af líikamanum og átakið við að færa hann úr stað, lendir á öllum fjórum, útlimum og þó meir á1 framlimunum, enda eru þeir sterkari. Síðan hættir hann að lifa í skógunum og verður sléttudýr. En limir hans eru lítt til þess fallnir að bera hann yfir slétturnar, þar sem ihvergi er hægt að grípa. Og afturlimirnir einir eru æfðir til gangþjónustunnar, en framlimirnir látnir vera lausirl til gripátaka. En þá er allur þungi líkamans og alt átak við að færa hann úr stað, komið á afturlimina. Við það verða þeir, ásamt með allri mjaðmábyggingunni, beinagildari og vöðvastæltari, sterkari og seinni til að gefa eftir fyrir hvaða átaki sem er. Og þá er skýringin fengin. Og þá getur það staðið heima við frásögn s}'ndafalls,sögunnar: Um leið og maðurinn er rekinn úr Paradís og seldur undir þá nayðsyn að neyta sín's brauðs í sveita sins andlitis. þá er ikonunni lagður þessi kross á her"ðar, að fæða börn sín með þrautum. Þaði er vert að geta þess í þessu sambandi, að það er eitt dýr annað, sem mönnum er kunnugt um að gengur erfiðlega að fæða afkvæmi sín. Það er selur. Orsök þess mætti einnig rekja til breyttra lifnaðarhátta. Hann var landdýr og gekk á fjórum fótum. Siðan legsti hann í sjó, og alt átak við að færa líkamann áfram lendir á afturlimunum1. Þá hefi eg, sýnt fram á það, frá hvaða stórviðburði syndafalls- sagan segir, og hvernig einstök atriði hermar koma heim við það, sem nútímavísindin myndu segja urri isama efni. Nú vil eg að síð- ustu reyna að gera grein fyrir því, á hvern hátt syndafallssagan verður til og af hvaða forsendum þær ályktanir eru dregnar, sem hún setur fram. Eg ætla mér ekki þá dul’ að fara að geta neins til um aldur hennar og ekki heldur hvar hún verður til og því sízt, hver 'hefir samið hana. Það verður ekkf einuj sinni neinum getum að því leitt, hve margir hafa lagt skerf til hennar. Hugsanlegt er, að hún sé frá einhverjum spámanni komin, sem hefir viljað leita raka um þau efni sem sagan fjallar um, og hún síðan gengið mann frá manni, minkuð og aukin, endurbætt og| úr lagií færð á ýmsa vegu, þar til hún var

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.