Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1926, Blaðsíða 28

Sameiningin - 01.02.1926, Blaðsíða 28
58 skráö í þaS form, sem viö þekkjum hana nú í. Vera má líka, a5 upptök sin, vöxtj og viSgang eigi hún réttum og sléttum almúganum aS þakka, þar til sá miklj maSur kom fram, er gat skrá'S hana og látiS hana berast til óborinna kynslóða. ÞaS verSur ókleift aS rekja uppruna hennar, þótt mestu vísindamenn heimsins í þeim efnum legSu sig alla fram. Svo er unr allar helgi'sögur og þjóSsagnir En hvort sem höfundurinn er einn spámaSur eSa margar kyn- slóSir heillar þjóSar, þá tala, eg hér um höfund sögunnar, svo sem væri hann einn, reyni aS skygnast inn í huga hans og athuga, hvernig þessi saga er orSin til. Undiraldan í sögunni er meSvitund um ónáS og reiSi guSs, sem hvílir yfir mönnunum. Höfundurinn sá reiSi guSs 'birtast i öllu mótlæti þessa lífs. TilbeiSslan á guSi er meSal til aS mýkja reiSi hans og afla sér hollustu hans og liSveizlu til aS verjast óhöpp- um og koma málum sínum fram til sigurs. Og í sigrum og vel- gengni birtist hylli guSs og vinátta, en óhöpp öll og ósigrar eru vitnisburSur um rei'Si guSs yfir þeim, sem fyrir því verSur. Og höfundurinn er næmur fyrir böli lífsins. Hann hefir augun opin fyrir því, aS þótt sumir megi heita hamingjunnar börn, miSaS viS þá, sem eru settir hjá lífsgæSunum, þá er enginn alsæll og sér- hver á viS sitt böl aS búa. Þar af dregurj hann þá ályktun, aS yfir öllu mannkyninu hvíli reiSii guSs. í hans augum .er höfuS'böliS fólgiS í baráttunni fyrir lífinu. Honum ógna allir svitadroparnir, isem falla í þeirri baráttu. JörSin ber manninum þyrna og þistla og baráttunni lýkur ekki fyr en maS- urinn hverfur aftur til jarSarinnar. En hann grunar, aS eitt sinn hafi hagur mannanna veriö annar. Þá lifSu mennirnir áhyggjulausir í trjám skóganna. ÞaS var dýr- legt líf íi hans augum. Þeir þurftu ekkert annaö fyrir lífinu aS íhafa en aS rétta út hönd) sína eftir ávöxtum trjánna. Þa'S var glæsilegt í samanburöi viS hitt, aS> þurfa aS eltast út um allar sléttur eftir dýrum til aS nærast af, eSa reika um eySimerkur í leit eftir gras- bletti eSa klöngrast upp um fjöll og reika meS sjó fram til aS leita sér aS björg. Og verSa þó marga stundina, þrátt fyrir alt erfiSiS, aS þola hungur og af völdum þes,s aS horfast i augu viS sjálfan dauSan. Og þessi mikla velliSan forfeSranna var honum sönnun þess, aS á þeim tímum hvíldi reiSi guSs ekki yfir mönnunum. ÞaS verSur honumi brennandi spurning, hver hafi veriS ástæSan til þess, aS rriannkyniö varS fyrir reiSi guSs. Hann hefir gert sér grein fyrir því, aS mennirnir voru aSrir nú, en þeir voru þá. Hann hefir þekkingu á þvi, aS sú breyting hefir orSiS á manninum, sem viS nefnum siSferSislegan þroska. Og hann rekur saman þessa breytingu á manninum og burtför ihans úr skógunum og útlegö hans til erfiöari lífslbaráttu. Og skýring hans verSur þessi, aS þetta þróunarspor, sem maöurinn steig, hafi veiS andstætt vilja Guös og erfiöi lífsbaráttunnar síSan hegning frá guSi. ÞaS er ekki einstætt i þessari sögu þaS álit, aö reiöi guSs hvíli yfir þróunarsporum

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.