Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.02.1926, Page 30

Sameiningin - 01.02.1926, Page 30
60 Fullkomnuninni fylgja nasmari tilfinningar |og méiri viS'kvæmni. Jafnhliða því aS hin fullkomnari vera nýtur dýpri <sælu, þá er hún ofurseld þeirri áhættu aö þola sárari kvalir. Og höfundur synda- fallssögunnar er bölsýnn. Hann er næmari fyrir böli lífsins en iblessun þess, — næmari fyrir því, sem tapasjt en hinu, sem vinst. Og bölsýni hefir veriÖ einkenni á trúarhugmyndum liöinna alda um Vðsturlönd með tilliti til lífsins hér á jöröu. Þessvegna hafa.kyn- slóðirnar fæöst og fallið í valinn hver af annari, án þess að þær gerðu sér nokkru sinni grein fyrir því, að syndameðvitund mannsins væri annað en böl, og aö mönnunum hefði verið það ávinningur, að etið var af skilningstré góös og ills. En nú er að fæðast nýr tími t þeim efnum. Og einkenni þess tíma er meðal annars bjartsýni á til- gangi jarðlífsins og gildi baráttunnar fyrir líf okkar og hamingju þess. Þessvegna ætti það ekki síöur aS vera stórt spor í okkar aug- um, en í augum liðinna kynslóöa, þegar maðurinnl stígur inn, á sið- gæðissviðiö og fleygir sér út í baráttuna fyrir þroska sínum. Og sú saga ætti ekki að vera síöur fyrir okkur en þeim merkileg og helgidómur, sem segir okkur frá þvi á likingamáli, þegar það spor er stígið, þótt viið lítum öðrum augum á atburSinn en sá, sem frá honurn sagði og skráði hann. Eg hefi viljað vinna að því, að þessi saga hreyfði lotning og djúpu þakklæti til þeirra foreldra okkar, sem fyrst urðu til að >stíga sporið inn á siðgæðisbraultina, — og þá auð- vitað fyrst og fremst til hinnar margumtöluðu Evu. — Skirnir. Ur heimahögum, Þau tíðindi má nú segja, að söfnuðirnir í Gardar-bygð í N.- Dakota, Gardar-söfnuður og Lúters-söfnuður, hafa sameinast í einn söfnuð með góðu samþykki allra. Gardar-söfnuður er einhver elzti söfnuður íslendinga hér í landi. Hefir verið til með því nafni síðan 1885, en áður var þar í bygðinni söfnuður sá, er Park-söfnuður hét og var stofnaður 24. nóv. 1880. Er Gardar-söfnuður runninn af þeirri rót. í kirkjufélaginu stóð Gardar-söfnuður svo að segja frá upphafi þess, en sagði sig úr því 1909, vegna óánægju út af aðgerð- um kirkjuþingsins það ár í trúmáladeilunni. Sögðu þá all-margir sig úr Gardar-söfnuði og stofnuðu Lúters-söfnuð. Reisti sá söfn- uður sér veglega kirkju, er nú verður notuð af hinum sameiginlega söfnuði. Gardar-söfnuður gekk aftur í kirkjufélagið 1924. Sam- einast nú Lúters-söfnuður Gardar-söfnuði og lýkur þar með ófriðar- sögu þessa gamla og söguríka bygðarlags.. Vér samgleðjumst. Þá má það og til tíðinda telja,' að allir söfnuðirnir í Dakota, er þeir hafa þjónað séra Kristinn K. Ólafsson og séra Páll Sigurðs- son, hafa komið sér saman um að vera eitt prestakall og hafa allir sama prest. Fór fram prestskosning í söfnuðunum laugardaginn

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.