Sameiningin - 01.03.1927, Page 9
71
hefir í sjálfum sér, er auðvelt aS ná þegar athygli allrar þjóðar-
innar, safna henni til uppreistar gegn útlendingunum, leiða hana
til sigurs í hverjum bardaga, fara með valdi til annara landa, rífa
rómvers'ka örninn niður af kapítólium og setjast sjálfur í hásæti
Tíberíusar í Róm..
Hin leiðin hlaut að verða erfið og upp á móti. Fáir sem engir
myndu skilja hann. Hvergi yrði honum fagnað. Hvarvetna yrði
hann að fara einn eða með fáum öðrum. Flestir myndu snúast á
móti honum. Kennilýður og stjórnendur landsins myndu ofsækja
hann. Hungur myndi hann líða og miklar sorgir. Leiðin sú gæti
ekki orðið löng. Hún hlyti að enda í smán og kvalafullum dauða.
Allar þessar myndir svífa fyrir augum hans, og allar þessar
hugsanir og ótal fleiri hertaka huga hans. Hann er aleinn með
þessar hugsanir daga og nætur. Hungur og þreyta sýkja líkama
hans, og kvalir hungursins og þreytunnar bætast við þjáningar
sálarinnar. Þannig er ástand hans og líðan, er freistingarnar taka
að ásækja hann. Með því að athuga nákvæmlega eðli freisting-
anna eins og þeim er lýst, fáum við séð, að raunar ganga þær allar
í sömu átt. Það eru freistingar til þess, að fara veginn slétta og
greiðfæra; nota vald sitt sjálfum sér í hag; komast sjálfur á hæstu
tinda, enda þótt í sölurnar verði að leggja skylduna og samvizk-
una. Við getum raunar sagt, að það sé freistingarnar almennu og
illu, sem ásækja alla okkur mennina og tæla okkur tif þess að elska
okkur sjálfa og leita eigin hæginda og vellíðunar, en fótumtroða
hinar æðri hugsjónir, hugsjónir hins guðlega og eilífa, hugsjónir
kærleikans og sannleikans, — hugsjónir göfugrar þjónustusemi í
þarfir GuSs og alheimsins.
Þar sem Jesús dvelur í einverunni og virðir fyrir sér þær
brautir, sem1 hann í anda sér að legið geta framundan, taka að
striða á hann þessar freistingar. Það eru nefndar þrjár freisting-
ar, sem hver eftir aðra sækja á hann. Allar miða þær í eina átt,
þá átt að svíkja háleita köllun sína og þjóna sjálfum sér. Fyrsta
freistingin er hin alkunna ástríöa, er ásækir flesta menn meira eða
minna, og við nefnum gróðfffýsn, fýsnin að breyta öllu í brauð og
auð. Náttúrleg þörf hans og allra manna á lífsviðurværi, er not-
uð af Satan til þess að koma i huga hans löngun til þess, að nota
afl sitt og yfirburði til þess að 'breyta steinum í brauð, brjóta
náttúrlegt lögmál vinnunnar og, slíta sambandið milli andlits-sveit-
ans og daglega brauðsins, græða án tilverknaðar. Auðveldlega
gat hann þetta, auðveldlega gat hann gert brauð úr steinum, gull
úr grjóti. Auðveldlega gat hann beitt hæfileikum sínum og valdi
til þess að verða auðmaður, ríkari en Salomó, ríkari en Henry