Sameiningin - 01.03.1927, Blaðsíða 11
73
Dálætinu yrÖu engin takmörk sett, og frægÖ hans bærist út um
allar sveitir.
Hvort hégómasemin hefir fleiri felt en fégirndin, skal ósagt,
en víst er þaÖ, aí5 þeirri ástríðu verða menn aS bráð unnvörpum,
svo aS segja í hverri stétt og stöðu. Það er hégómagirnin, daBrið
við dálæti almennings. sem veldur öllum andlitsfarfa stázzmeyj-
anna, pilsvíðum -buxum piltanna. geðvonzku dutlungum kvenn-
anna og innbyrðis öfund og illindum mannanna Sennilega skemt-
ir enginn hlutur skrattanum jafn-mi'kið eins og hégómaskapur
okkar mannanna. Honum er víst dillað, þegar viS rífumst út af
hégómanum tómum; þegar við öfundum hver annan og getum
hvern annan ekki réttum augum litið; þegar maður fær í hvorug-
an fótinn stigiö nema með hliðsjón af því, hve vel maSur líti út í
augum annara ; og þegar maður situr sig aldrei úr færi um að láta
tómahljóðið í tunnu sinni hafa semi hæst.
Þess'a ástríðu rak Jesús' frá sér í eitt sldfti fyrir öll. Sigur
hans var svo algjör, aS aldrei framar leitaði myrkraliðið á hann úr
þeirri átt. Hann vissi aldrei annað en hógværðina. Enda varð
það síðar, er fáir menn lærðu að þekkja hann og skilja, að þeir
elskuðu hann ekki fyrir annað meir, en það hve yndislega hógvær
hann hafði verið. Um það hljóða, auk annars, ummælin fögru í
FilippÍHbréfinu, þar sem viS erum ámint um að vera með sama
hugarfari og Kristur Jesú, sem ekki miklaðist af því að vera í
Guös mynd, heldur afklæddist henni og varð mönnum líkur og
hugsaði um það eitt fram í dauða, að þjóna og hlýSa.
Síðasta freistingin, sem á Jesú stríddi í eySimörkinni, var
valdafýknin. Þar fær hinn illi andi því til leiðar komið, að hugur
hans svífur yfir heim allan, og við honum blasir sú mynd, að hann
situr sjálfur á glæstum veldisstóli og honum lúta allar heimsins
þjóðir. Leið hans í þann tignarsess er greiðfær. Það var vanda-
laust fyrir Krist að leggja allan heiminn undir sig og gerast glæsi-
legasti höfðingi veraldar. Hann gat það með valdi. En að nota
valdiS til þess, var sama sem að falla fram fyrir óvin Guðs, því
með því að hafna þeim konungdómi, sem Guð hafði gefið honum,
konungdæmi sannleikans og elskunnar, hefði hann hafið uppreist
móti Guði og gengið í lið með þeim illu öndum, sem stríða gegn
Guði.
Jesús hratt freistingunni frá sér.
En mennrnir hafa fallið fyrir þessari djöfullegu freistingu á
öllum öldum. Mann hryllir næstum viS aö lesa mannkynssöguna,
svo stór hluti hennar sem ekki er annað en frásaga þess, hvernig
menn og þjó'Sir berjast um völd. Og enn þá eru þeir kaflarnir oft