Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1927, Blaðsíða 10

Sameiningin - 01.05.1927, Blaðsíða 10
i36 margra þjóða, rannsakað ópíumssölnna illræmdu, og tek- ið að sér heilbrigðismál, mentamál og verndun kvenna og bama.l Mestu varðar þó það almenningsálit, sem Banda- lagið hefir skapað. Með hverju ári vex óbeit manna á ófriði, og svo fer, að þjóðirnar geta ekki ætt út í stríð, vegna þess, að þá eiga þær það víst, að verða fyrir ónáð og viðskiftasliti annara þjóða. Kristnir menn, sem unna friðarstefnu Meistarans, hljóta að láta sér ant um viðgang þeirra mála allra, sem í friðaráttina stefna. Þeim ætti að vera hlýtt til Þjóð- bandalagsins. —B. B. J. Kaþólska kirkjan og borgaralegt frelsi. 1 tilefni áf því, að líklegt er talið, að ríkisstjórinn í New York, sem er kaþólskur maður, sæki um forseta- kosningu í Bandaríkjunum á næsta ári, hafa orðið um- í-æður um það um þvera og endilanga Yesturálfu, hvort ríkinu geti stafað liætta af því, að maður, sem gefinn er undir vald páfans í Róm og kirkjustjórnarinnar róm- versku, hafi æðsta vald ríkisins með höndum. Ekki er nema rétt að taka það fram, að þeir, sem hrundið hafa þessu umtali á stað, eru miklu 'fremur stjórnmálamenn, en kirkjumenn. Enn sem komið er að minsta kosti, er ekki um trúarbragðalega æsingu að ræða í þessu vandamáli. Hætt er þó við, að blásið verði að þeim kolum, og er þá illa farið. í rauninni leikur málið á engu öðru en því, hvort kaþólskir menn sé svo háðir kirkjulegum yfirboðurum sínum í veraldlegmn efnum, að þeir ekki geti talist sjálfstæðir borgarar. Ef til vill hafa athafnir kaþólsku kirkjunnar í Mexico, undir leið- sögn páfans, aukið ýmugust þann, sem menn hafa á af- ski'ftum páfavaldsins af ríkismálum, hvar sem það nær að beita sér. 'Sömuleiðis gengur mönnum nokkuð erfitt að gleyma því langa stríði, sem margar Norðurálfu- þjóðir hafa orðið að heyja, til þess að losa sig við ver- aldleg yfirráð páfans. Deilan er alls ekki um það, hvort trúarbrögð kaþ-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.