Sameiningin - 01.05.1927, Blaðsíða 20
146
allir biÖjum meÖ þeim: “Herra, sýn þú oss föSurinn.” Jesús
mun sýna okkur föSurinn, þegar viÖ komum þangaÖ sem við för-
um “innan skamms.” Hann mun taka á móti okkur og leiÖa okkur
um þá miklu sali, frá dýrÖ til dýrÖar, unz við sjáum GuÖ og lif-
um.
1 þriðja lagi er þaö í textanum sagt með hverjum hœtti það
verður, að við stígum inn í föðurhúsin himnesku, þar sem við fá-
um að sjá Jesú. Það verður á þann undursamlega hátt, að það
sem er mesta hrygðin okkar mannanna, breytist í okkar lang-
mesta fögnuð. “Þér munuS verða hryggir, en hrygð yðar mun
snúast í fögnuð,” segir Drottinn. Það er skilnaðurinn við jarð-
neskt líf, sem hér er haft í huga. Jesús vissi dauðastund sína
komna þegar hann talaði þetta. Það myndi verða vinum hans og
lærisveinum sárgrætilegt hrygðar-efni. Fyrir þeim á það einnig
að liggja, innan skamms, að skilja við heiminn og þetta lif. Það
á fyrir oss öllum að liggja. Hrygð dauðans er fyr eða síðar í
hverju húsi. Dauðinn finst mörgum vera sú hrygð, sem engu tali
og engum tárum tekur.
En nú segir Drottinn Jesús frá því, að einmitt þessi óviðráð-
anlega hrygð okkar mannanna eigi að umbreytast svo algjörlega,
að úr henni verði langmesti fögnuður lífsins. Til þess að gera
okkur þetta ljóst, notar hann dæmi,—dæmi af hrygð og sælu kon-
unnar, þegar hún svo að segja í sömu andránni stígur neðst niður í
dal hrygSarinnar og hæst upp í hæð gleðinnar og fæðir mannslif
inn í 'heim þenna. Eg get trúað því, að mikilleiki þessarar samlík-
ingar hafi farið fram hjá mörgum,sem þó oft hafa heyrt þessi orð
úr guðspjallinu. Eg get ímyndað mér, að viö höfum lítið veitt
því eftirtekt, hve dýrlegan Drottinn hefir gert dauðann meS þess-
um orðum sínum. Mörgum sinnum hefir það verið sagt með
þeim fegurstu orðum, sem finnast í tungumálum mannanna, og
mörgum sinnum hefir það verið táknað meS fegurstu málverkum
heimsins, að hreinasta,- yndislegasta og fullkomnasta sæla, sem
komið hafi í mannlegt hjarta, hún spegli sig í ásjónu móðurinnar,
þegar hún eftir sársauka og angist fæðingarinnar, fær að sjá ný-
fætt barnið sitt lagt við barm sinn. Að þvi lúta allar madonna-
myndir. Eins og öll skáld vildu Lilju-kvæðið kveðið hafa, svo
vildu allir listmálarar hafa málað móðurina og barnið.
Þetta á eftir orðum frelsarans að vera okkur öllum mynd af
dauðanum. Hann er svona fagur, þegar hann er séður allur. En
við vanrækjum einatt að líta á nema aðra hlið hans, þá hlið, sem
um fáeinar stundir, til þess að gera, snýr að hrygðinni og þraut-
unurn. Það er að sinu leyti eins og að minnast ekki annars en