Sameiningin - 01.05.1927, Blaðsíða 29
iS5
ur helgisöngur. Hin hátíðlega, klassíska kirkju-músík situr í
öndvegi. Vert er þess og að geta, að aðrar kirkjur i borginni
hafa veitt kirkjusöngnum lúterska athygli og söngstjórar sumra
annara kirkna hafa lagt sig meir eftir klassiska kirkjusöngnum
gamla, fyrir viðkynningu við söngflokkana í Fyrstu lútersku
kirkju og vegna áhrifa söngstjórans og organistans þar.
Frá þessu er hér sagt, ekki til þes's að miklast af því, heldur
til aS vekja athygli safnaSarlýðsins í öllum bygSum á nauSsyn og
nytsemd kirkjusöngsins og hvetja alla til þess aS leggja rækt viS
hann.
Söngflokkarnir í Fyrsta lút. söfn. hafa í huga aS efla til
hljómleika um kirkjuþings-leytiS, gestum til góSs og glaSværSar.
Séra Jón J. Clemens, S.T.M.
ViS uppsögn guSfræðaskólans lúterska í Maywood, 111., n.
maí, var fyrverandi starfsbróSir vor, séra Jón Jónsson Clemens,
gerSur magister í guðfræSi fmaster of sacred theology). Séra
Jón J. Clemens er nii prestur í bænum Aurora í Illinois-ríkinu í
Bandarikjum. “Sameiningin” samgleSst séra Jóni J. Clemens út
af þessari sæmd, er honum hefir veitt veriS.
Til safnaða Hins ev. liit. kirkjufélags fsl. í Vesturheiir.i:
Vegna þess aS nú er orSiS kunnugt aS fylkiskosningar, fara
fram í Manitoba þann 28. júní næstk., en áSur auglýst aS kirkju-
þing vort, hiS fertugasta og þriSja ársþing félagskapar vors, yrSi
sett i kirkju Fyrsta lút. safnaSar í Winnipeg, kl. 8 aS kveldi þess
24 júní 1927. Vil eg tilkynna aS þessari ráSstöfun er breytt, til
aS foröast árekstur, þannig aS kirkjuþíngiS verSur sett miSviku-
daginn þann 22. júní, kl. 8 aS kvöldinu á ofangreindum staS.
Þetta eru hlutaSeigendur beSnir aS athuga.
Glenboro, Man. 23. maí, 1927.
K. K. Ólafson, forseti kirkjufél.