Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1927, Blaðsíða 26

Sameiningin - 01.05.1927, Blaðsíða 26
152 þegar í greipum heljarkvala. En hann tók trú á þann, sem meS honum var krossfestur, og trúin opnaði honum greiÖan veg til Paradísar. A8 öðlast fyrirgefningu á öllum syndum fortíÖarinnar, og vera óhultur í allri komandi tíÖ, er það ekki nóg til a8 gleÖja hvern mann? Hví er þessi kristni öldungur svo rólegur og friö- sæll? Ástvinir hans hvíla flestir i kirkjugarðinum. Heilsan er farin. Hóstinn rænir hann svefni á nóttunni. Alt frá því er hann fyrst kom í þorpið og var skrifstofuþjónn, og fram á þenn- an dag, hefir hann átt erfitt uppdráttar. Og þó skín út úr hon- um gleÖin. Hvernig víkur því viÖ ? ÞaÖ er af því að hann finn- ur til þess, að sanú skaparinn sem vakti yfir honum í móðurörm- um, vakir enn yfir honum í ellinni. 'Guði hefir hann falið alla ás'tvini sína, í þeirri öruggu von, að eftir skamma stund muni hann sjá þá aftur. Hann hefir engar áhyggjur út af því, hvort hann muni verða kvaddur burt í sumar eða að sumri. Eins og tryggur hundur bíður byrginn nístandi vetrarvindum, stendur vörð yfir vegviltu og króknandi barni, og ýlfrar aumkunarlega eftir hjálp, en yfirgefur þó ekki skjólstæðing sinn, svo bíður heiðvirð ellin, með andlitið bert fyrir stormum heimsins; hún bregður ekki trygð við skapara sinn en heldur áfram að aumka sig yfir vilta syndarana. Fyrir fimtíu árum fékk öldungur þessi lært þann sannleika, að það er aska tóm, sem heimurinn hefir að bjóða, og rétti upp hönd sína og tók sér aldini eilífs lífs. Andlit hans er nú oröið hvítt, eins og þið getið séð. Það er eins og hárauðir straum- ar lífsins renni þar ekki lengur um,; en undir þeim bleika hör- undslit er dögunarbjarminn sjáanlegur í auga öldungsins. Það er ekki til nema eitt orð á tungu vorri, sem lýst getur tilfinningum hans—orðið, sem hljómaði forðum í englasöng við himneskan hörpuhreim yfir Betlehem—orðið friður. Og aðrar sálir í hundraðatali hafa orðið þessarar sterku huggunar aönjót- andi. Mannorð þeirra var lagt í einelti; heilsan bilaði, heimilið liðaðist sundur, að mestu leyti ef ekki algjörlega, eigurnar gengu til þurðar. Hví setjast þeir ekki niður og láta hugfallast? Þeim kemur ekki slíkt til hugar. Á meðan eg rita línur þessar, eru þeir að segja: “Þaö er faðir minn, sem hefir skenkt mér þennan beiska drykk, og eg drekk hann með gleði. Alt verður mér bráðum skiljanlegt. Eg verð ekki alt af undir herfinu; eitthvert hugboð segir mér, að skamt sé nú heim. Guð mun þerra hvert tár af aug- um mínum.” Svo segja yfirgefin foreldri. Svo segja munaðar- laus börn. Svo segja ótal margir aðrir.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.