Fréttablaðið - 16.03.2011, Qupperneq 2
16. mars 2011 MIÐVIKUDAGUR2
SKÓLAMÁL Sjálfstæðismenn í borgarstjórn Reykja-
víkur kölluðu eftir því, á borgarstjórnarfundi í gær,
að fyrirhugaðar sameiningar skóla yrðu dregnar til
baka. Tillagan var felld með atkvæðum meirihlutans.
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fulltrúi sjálfstæðis-
manna í menntaráði, sagði í samtali við Fréttablaðið
að þar sem áætlanir meirihlutans gerðu einungis ráð
fyrir 14 milljóna króna sparnaði á þessu ári, væri allt
eins hægt að fresta sameiningum um eitt ár og ná
almennri sátt.
„Foreldrar skilja vel að það þarf að spara og eru til-
búin til að ræða þessar hugmyndir, en þau vilja betri
rökstuðning og meiri umræðu.“
Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir
í samtali við Fréttablaðið að þar sem tillögurnar séu
enn í umsagnarferli sé óeðlilegt að draga þær nú til
baka.
„Þótt sparnaðurinn á þessu ári sé lítill, skiptir hann
hundruðum milljóna á því næsta.“
Spurður að því hvort mögulegt sé að sameining-
artillögum verði breytt, verði umsagnir neikvæðar
segir Dagur að umsagnaferlið sé til þess að fá fram
sem flest sjónarmið.
LÖGREGLUMÁL „Adrenalínið tók
völdin,“ segir Lúðvík Kjartan
Kristjánsson, sem um þarsíðustu
helgi elti tvo innbrotsþjófa frá
Veiðiportinu á Grandagarði.
Lúðvík segir að hann hafi lagt
sig á vinnustofu sinni fyrir ofan
Veiðiportið þegar hann heyrði
mikla háreysti milli klukkan þrjú
og fjögur aðfaranótt sunnudags.
„Það var eins og verið væri að
berja járni í gler við hurðina að
stigaganginum hjá mér en ég sá
ekkert þegar ég gáði fram. Um leið
og ég kom aftur inn til mín heyrði
ég brothljóð og viðvörunarkerfið
fór í gang í búðinni. Ég stökk þá
í skó, kippti með mér exi úr verk-
færakassanum og tók Rottweiler-
hundinn minn með hér. Þegar ég
kom út sá ég tvo innbrotsþjófa á
flótta,“ lýsir Lúðvík atburðarás-
inni.
Hundur Lúðvíks er fjögurra
ára gömul verðlaunatík sem gegn-
ir nafninu París og er tæp sextíu
kíló. Óárennilegur gripur en vel
þjálfaður af eigandanum. Lúðvík
sigaði París á þann þjófinn sem
nær honum var.
„Hundurinn náði þjófnum upp
við vegg og urraði á hann til að
passa að hann færi ekki neitt
enda hallaði hann sér bara upp
að veggnum og lyfti upp höndum.
Þá gekk ég með hann upp í 10-11
á Seljavegi og bað öryggisvörð að
taka við honum og hringja á lög-
regluna. Síðan hljóp ég út til að ná
hinum þjófinum en hann var þá
horfinn með vöðlur úttroðnar af
þýfi,“ segir Lúðvík.
Þegar Lúðvík og París komu
aftur í 10-11 var fyrri þjófurinn
að ganga þaðan út. „Ég fór með
hann aftur inn í búðina en þá gerði
öryggisvörðurinn bara athuga-
semd við að ég væri með exi inni
í búðinni. Ég var ekki að fara að
hlaupa út án þess að vera með neitt
í höndunum gegn svona mönnum
og útskýrði það fyrir honum áður
en ég bað hann aftur um að gjöra
svo vel að hringja á lögregluna og
leyfa ekki manninum að fara.“
Lúðvík fór við svo búið aftur
að Veiðiportinu. Þar var mætt-
ur öryggisvörður sem hringdi
í lögregluna. „Þegar lögreglan
kom í 10-11 var þar enginn inn-
brotsþjófur. Öryggisvörðurinn
þar kvartaði bara undan manni
sem hefði verið þar inni með
exi,“ segir Lúðvík. Þegar lög-
reglan kom í Veiðiportið og Lúð-
vík heyrði lýsinguna á mannin-
um úr 10-11 sagði hann þeim að
þeir þyrftu ekki að leita langt því
hann stæði fyrir framan þá. „Þeir
hlógu að þessu en þökkuðu mér
og París fyrir því þeir gátu þekkt
manninn af eftirlitsmyndavélum
í 10-11. Þetta er maður sem þeir
kannast vel við.“
Lúðvík segir adrenalínið ein-
faldlega hafa rekið hann áfram til
að elta þjófana. „Svo fær maður
dálítinn aukakraft af því að vera
með Rottweiler við hliðina á sér.“
gar@frettabladid.is
Elti innbrotsþjóf með
öxi og Rottweiler-tík
Tíkin París lék aðalhlutverk er Lúðvík K. Kristjánsson handsamaði innbrotsþjóf
sem lét greipar sópa í Veiðiportinu. Þjófurinn slapp þó aftur fyrir vangá örygg-
isvarðar sem beindi athygli lögreglu að Lúðvíki, sem bar öxi í eltingarleiknum.
LÚÐVÍK OG PARÍS Lúðvík Kjartan Kristjánsson og tíkin París náðu innbrotsþjófi sem
reyndi að komast undan úr Veiðiportinu. Tómas Skúlason, eigandi verslunarinnar,
hugar að skemmdum. Tómas segir hinn þjófinn hafa komist undan með hnífa og
veiðihjól sem ekki séu komin í leitirnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Enn er deilt um tillögur um sameiningar í skólakerfi Reykjavíkurborgar:
Höfnuðu tillögu um að hætta við
SAMEININGAR Fulltrúar meirihlutans í borgarstjórn höfnuðu
því að draga til baka umdeildar sameiningartillögur í skólakerfi
borgarinnar.
„En við munum láta rökin ráða og fjárhagslegi
ávinningurinn liggur fyrir. Faglegi ávinningurinn er
umdeildari, en það hefur sýnt sig að margar umdeild-
ar breytingar í skólamálum hafa reynst vel.“ - þj
SKÁK Sex skákmenn eru efstir
fyrir lokaumferð MP-Reykjavík-
urmótsins. Úkraínumennirnir
Yuriy Kuzubov, Vladmir Baklan
og yngsti stórmeistari heims, hinn
14 ára Ilya Nyzhnik, norski stór-
meistarinn Jon Ludvig Hammer
og Bosníumaðurinn Ivan Sokolov.
Þegar Fréttablaðið fór í prentun
sátu Pólverjinn Kamil Miton og
Englendingurinn Luke McShane
enn að tafli en sigurvegarinn úr
þeirri skák fer einnig í efsta sætið.
Lokaumferðin hefst klukkan
13.00 í dag.
Gríðarleg spenna í skákinni:
Sex efstir fyrir
lokaumferðina
ALÞINGIS Jóhanna Sigurðardóttir
forsætisráðherra segir vel koma
til greina að lækka atvinnutrygg-
ingargjald-
ið, sem kæmi
litlum og með-
alstórum fyrir-
tækjum vel, en
leggja í staðinn
háa skatta á
bankastarfsemi
og ofurlaun.
Þetta kom fram
í máli henn-
ar á Alþingi í
gær, þar sem rætt var um stöðu
atvinnumála.
Jóhanna sagði auk þess rangt
að staða atvinnumála væri jafn-
slæm og stjórnarandstaðan léti
í veðri vaka. Viðbúið væri að
fljótlega myndu skapast 2.200 til
2.300 ársverk, og í framhaldinu
500 til 600 varanleg störf. - sh
Jóhanna skoðar skattheimtu:
Ofurskatta til
að mæta lægra
tryggingargjaldi
JÓHANNA
SIGURÐARDÓTTIR
SELTJARNARNES Bæjarstjórn Sel-
tjarnarness segist ekki geta
tekið afstöðu til eineltisásakana
Ólafs Melsted, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóra tækni- og umhverf-
issviðs bæjarins, á hendur Ásgerði
Halldórsdóttur bæjarstjóra, þar
sem gögn liggi ekki öll fyrir.
Þetta kemur fram í tilkynningu
sem bæjarstjórnin sendi út eftir
fund sinn í gær.
Bæjarstjórnin óskaði eftir að sjá
matsskýrslu sem Ólafur lét vinna,
þar sem hegðun bæjarstjóra í garð
Ólafs er gagnrýnd, en fékk ekki.
„Þrátt fyrir ítrekaðar óskir,
hefur matsgerðin ekki fengist
afhent,“ segir í tilkynningunni.
„[E]n þess í stað hefur bæjar-
fulltrúum verið boðið upp á að fá
aðgang að matsgerðinni á skrif-
stofu lögmanns viðkomandi starfs-
manns undir sérstöku eftirliti full-
trúa á viðkomandi lögmannsstofu.“
Það segist bæjarstjórn ekki geta
sætt sig við og muni taka afstöðu
þegar hún fái skýrsluna afhenta.
Þá harmar bæjarstjórn að málið
sé rekið í fjölmiðlum án þess að öll
gögn málsins liggi fyrir.
Ólafur hefur verið í veikinda-
fríi, að læknisráði, í rúmt ár. Hann
krefst bóta og að bæjarstjóri víki
ur starfi. - þj
Bæjarstjórn Seltjarnarness segjast ekki geta tekið afstöðu til eineltisásakana:
Vilja sjá gögn um meint einelti
ÓSÆTTI Á NESINU Bæjarstjórn Sel-
tjarnarness segist ekki geta tekið
afstöðu til eineltisásakana fyrr en hún
fái að sjá öll gögn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
SPURNING DAGSINS
fyrir 12 mánaða og eldrihipp.is
Við lífrænt
Magnús, eru þeir þá ekki bara
með baunabyssur Danirnir?
„Óskandi væri að þeir skiptu út
öllum skotvopnum á götum borgar-
innar fyrir baunabyssur, nú eða bara
vatnsbyssur. Það væri öllum til góðs.“
Magnús Sveinn Jónsson er námsmaður í
Kaupmannahöfn. Þrír íbúar í borginni voru
drepnir í skotárásum á innan við viku.
HELGUÐ EYJAFJALLAJÖKLI Gestastofan
verður opnuð 14. apríl, á ársafmæli
gossins. MYND/ÓLAFUR EGGERTSSON
FÓLK Gestastofa með minjum
og myndum tengdum gosinu í
Eyjafjallajökli verður opnuð 14.
apríl þegar ár er liðið frá því
gosið hófst. Stofan er við þjóð-
veg 1, skammt frá vegamótunum
að Þorvaldseyri og það er fjöl-
skyldan þar sem að framtakinu
stendur.
Húsið hefur verið málað við-
eigandi litum og gólfefni úr ösku
og Kötlusteini lagt á gólf. Helsta
fræðsluefnið sem þar verður er
heimildarmynd eftir Svein M.
Sveinsson en hann byrjaði að
filma gosið á fyrsta degi.
gun / sjá allt í miðju blaðsins
Eyjafjallajökulsgosi gerð skil:
Gestastofa við
Þorvaldseyri
KJARAMÁL Lítið þokast í viðræð-
um aðila vinnumarkaðarins við
stjórnvöld í tengslum við gerð
kjarasamninga. Forystumenn
Alþýðusambandsins og Samtaka
atvinnulífsins funda með stjórn-
völdum á morgun.
Fjármálaráðherra sagði að
loknum ríkisstjórnarfundi í gær
að vinnuhópar væru að störfum
og ríkisstjórnin fundi reglulega
með viðræðuaðilum. Þeir muni
hitta þá alla í dag á stórum fundi.
Forystufólk SA og ASÍ fundaði
síðdegis í gær hjá Ríkissáttasemj-
ara til undirbúnings fundarins á
morgun. Forseti ASÍ segir mest
liggja á niðurstöðum varðandi
atvinnu og framkvæmdamál. - jmg
Fundað áfram í dag:
Lítið þokast í
kjaraviðræðum
LÖGREGLUMÁL Tvær tilkynningar
hafa borist lögreglu um að tveir
menn á svörtum bíl reyni að lokka
ókunnug börn upp í bílinn með
leikföngum og sælgæti. Alls hafa
fimm tilkynningar borist síðasta
hálfa mánuðinn um að börnum
undir tíu ára aldri hafi verið boðið
bílfar með ókunnugum. Þetta kom
fram í fréttum RÚV í gær.
Björgvin Björgvinsson, yfir-
maður kynferðisbrotadeildar lög-
reglunnar, telur að í tveimur af
þessum fimm tilfellum geti verið
um sama bílinn að ræða, svartan
fólksbíl sem í voru tveir menn
undir þrítugu.
Eðlileg skýring hefur fengist
á einu málinu. Lögreglan hefur
ekki sérstakan viðbúnað vegna
málanna. - sh
Grunsamlegir á svörtum bíl:
Reyna að lokka
börn upp í bíla