Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.03.2011, Qupperneq 23

Fréttablaðið - 16.03.2011, Qupperneq 23
H A U S MARKAÐURINN Ú T T E K T 5MIÐVIKUDAGUR 16. MARS 2011 tók yfir Vestia. Þar er um að ræða sjóð með mjög mikla fjárfestinga- getu og mikilvægt að á grunni hans rísi ekki blokk sem hindri samkeppni. Við horfum líka á sambúð hans við Landsbankann, sem er þátttakandi í þeim sjóði. Svo horfum við á áhrif sjóðsins á samkeppni á fjármálamarkaði, með Landsbankann sér við hlið. Þá horfum við á það hvaða áhrif samstarf Framtakssjóðsins hafi á starfsemi lífeyrissjóða að öðru leyti,“ segir Páll. Forstjóri Samkeppniseftirlits- ins bendir á að bankarnir eigi að hafa á sínum snærum óháðan eft- irlitsaðila til að fylgja því eftir að unnið sé eftir skilyrðum eftirlits- ins. Þessir starfsmenn skila reglu- legri skýrslu til Samkeppniseftir- litsins um gang mála sem tryggja eiga að farið sé eftir settum skil- yrðum. Samkeppniseftirlitið fundar auk þess reglulega með eftirlits- aðilum bankanna og forstjórum þeirra auk þess að safna sjálf upp- lýsingum til að ganga úr skugga um að skilyrðunum sé fylgt. Brjóti bankarnir skilyrðin getur Samkeppniseftirlitið beitt stjórn- valdssektum. Slíkum úrræð- um hefur verið beitt í sambæri- legum tilvikum. Dæmi um það eru brot Teymis á skilyrðum sem sett voru vegna yfirtöku fyrirtækisins á fjarskiptafyrirtækinu Tali árið 2008. Fyrirtækið braut skilyrði sem sett voru fyrir yfirtökunni og gerði Samkeppniseftirlitið húsleit hjá Teymi. Teymi var í kjölfarinu gert að greiða 70 milljóna króna stjórnvaldssekt og skuldbatt sig til að selja Tal frá sér. KANNA EIGNARHALDIÐ Um síðustu áramót hóf Samkeppn- iseftirlitið að kanna stöðu um 120 fyrirtækja á mikilvægum sam- keppnismörkuðum. Páll Gunn- ar segir þetta viðamikla athugun og snýr meðal annars að því að kanna hvort eignarhald á fyrir- tækjum sé á einhvern hátt dulið. „Þetta er býsna viðamikið verkefni. Við öflum upplýsinga um stöðu fyrirtækjanna, hvar þau standa í fjárhagslegri endur- skipulagningu, samskipti þeirra við bankana. Þá er reynt að varpa ljósi á hver fari með eignarhald á viðkomandi fyrirtækjum. Við erum að freista þess að fá góða yfirsýn yfir stöðu þessara mála á mikilvægum samkeppnismörk- uðum, hvernig þau eru stödd, hvort þau þurfa á hjálp að halda eða ekki og hver eru tengsl þeirra við bankana,“ segir Páll Gunnar. Páll segir of snemmt að segja til um niðurstöður athugunar- innar, en niðurstöðu er að vænta síðar á árinu. MARGIR KVARTA Samkeppniseftirlitinu berast um 85 til 100 óformlegar ábending- ar um samkeppnismál almennt á hverju ári auk fjölda erinda og kvartana frá forsvarsmönnum fyr- irtækja sem telja keppinauta í eigu bankanna brjóta á sér. Páll Gunnar segir allar ábend- ingar vel þegnar og þær séu allar skoðaðar. Þegar tilefni þykir til er brugðist við með athugunum, stundum með stjórnvaldssektum líkt og í tilviki Teymis. Í öðrum tilvikum leiðir rannsókn í ljós að ekki sé ástæða til að aðhafast. „Við erum nú með til skoðunar um 15 athuganir sem varða ábend- ingar og kvartanir sem varða eignarhald banka á atvinnufyrir- tækjum. Í sumum tilvikum kann að vera ástæða til íhlutunar, en í öðrum reynast ekki forsendur til þess. Þessar kvartanir lýsa hins vegar vel stöðunni, mörg fyrirtæki telja hagsmunum sínum ógnað af bönkunum. Það ber að taka þessar ábendingar alvarlega, en það þarf að skoða þær vandlega,“ segir for- stjóri Samkeppniseftirlitsins og bendir á að fjallað hafi verið ítar- lega um þessa sambúð banka og fyrirtækja í umræðuskjali í lok árs 2009. Páll Gunnar og bendir á að í mörgum tilvikum, ekki síst skömmu eftir hrunið hafi mörg fyrirtækið talið að beita ætti sam- keppnislögum til að passa upp á að keppinautar þeirra á markaði fengju ekki of miklar afskriftir af skuldbindingum sínum hjá bönk- unum. Rökin voru þau að skulda- aðlögun gæti skekkt samkeppnis- stöðuna. Samkeppniseftirlitið var hins vegar á öðru máli. „Við töldum ekki að það ætti að beita sam- keppnislögum á þann hátt. Þvert á móti er það mikilvægt að taka til. Það er mikilvægt að það eigi sér stað hreinsun svo fyrirtæki eigi sér lífsvon og að hjól atvinnu- lífsins fari að snúast aftur. En það er engum til góða að fyrir- tæki séu rekin án þess að þau eigi sér rekstrarforsendur,“ segir Páll Gunnar og áréttar mikilvægi þess að hlusta á sjónarmið neytenda ekki síður en eigenda fyrirtækja á samkeppnismarkaði. „Samkeppniseftirlitið á að stuðla að samkeppni á markaði og vernda hagsmuni neytenda umfram hag einstakra fyrirtækja. Það er leið- arstef í okkar starfi. Fyrirtæki koma og fara. Það er ekki hlut- verk Samkeppniseftirlitsins að halda í höndina á þeim öllum og passa að ekkert komi fyrir. Með aðgerðum okkar verðum við hins vegar oft fyrirtækjum að liði, ekki síst smærri fyrirtækjum sem eru að hefja samkeppni eða reyna að vaxa við hlið stærri fyrirtækja,“ segir Páll Gunnar. Fjöldi Ákvörðun 1. Samruni Íslandsbanka (ÍSB) og Icelandair Group (ákv. nr. 33/2009) 2. Yfirtaka Glitnis banka á Íslandsbanka (ákv. nr. 48/2009) 3. Samruni Kaupþings banka og Arion banka (ákv. nr. 49/2009) 4. Yfirtaka Arion banka á Högum (1998 ehf.) (ákv. nr. 6/2010) 5. Yfirtaka Íslandsbanka á B&L og Ingvari Helgasyni (ákv. nr. 8/2010) 6. Yfirtaka Arion, NBI, ÍSB, Haf funding og Glitnis á Reitum fasteignafélagi (áður Landic Properties) (ákv. nr. 15/2010) 7. Yfirtaka Regins á Fasteignafélagi Íslands (ákv. nr. 19/2010) 8. Yfirtaka Arion banka á Þyrpingu (ákv. nr. 21/2010) 9. Yfirtaka Íslandsbanka á Eik Properties (ákv. nr. 22/2010) 10. Yfirtaka Arion banka á B.M. Vallá (ákv. nr. 31/2010) 11. Yfirtaka Byrs sparisjóðs á Byr hf. (ákv. nr. 36/2010) 12. Kaup Framtakssjóðs Íslands á Eignarhaldsfélaginu Vestia (ákv. nr. 1/2011) 13. Yfirtaka NBI á Björgun (5/2011) 14. Yfirtaka Arion banka á eignum þrotabús Sigurplasts (ákv. nr. 7/2011) 15. Yfirtaka Íslandsbanka og Glitnis á Bláfugli (ákv. nr. 8/2011) * 14. mars 2011 Í byrjun febrúar á síðasta ári birti Fréttablaðið gróft yfirlit yfir eign- arhald á 45 stærstu fyrirtækjum landsins í úttekt í Markaðnum. Á þeim þrettán mánuðum sem liðnir eru frá því úttektin birt- ist hafa átján þeirra ýmist skipt um hendur eða eru á mismunandi stigum söluferlis. Þetta jafngildir því að slétt fjörutíu prósent fyrir- tækja hafi skipt um hendur. Á meðal fyrirtækjanna átján eru sex sparisjóðir sem eru í fjár- hagslegri endurskipulagningu og hefur Bankasýsla ríkisins eign- ast misstóran eignarhlut í sumum þeirra. Þá eru á meðal fyrirtækj- anna tryggingafélagið Sjóvá, sem unnið er að því að selja til fagfjár- festasjóðs á vegum Stefnis, dótt- urfélags Arion banka, og Hagar, sem hópur fjárfesta samdi á dög- unum um að kaupa rúman þriðj- ungshlut í. Þá hefur sjóður Auðar Capital keypt fjarskiptafyrirtæk- ið Tal og lífeyrissjóðirnir eignast beint og óbeint meirihluta í Ice- landair Group. Á þeim þrettán mánuðum sem liðnir eru frá því úttektin birtist hafa átján fyrirtækjanna ýmist skipt um hendur eða eru á mis- munandi stigum söluferlis. Þetta jafngildir því að eigendaskipti eigi sér stað hjá um fjörutíu pró- sentum fyrirtækjanna. 40 prósent fyrirtækja til nýrra eigenda „Almennt held ég að bankarnir vilji ekki eignast hlut í fyrirtækjum og þeir eru ekki góðir eigend- ur, að mínu mati,“ segir Kristín Pétursdóttir, for- stjóri Auðar Capital. Hún hefur gagnrýnt eignar- hald banka í fyrirtækjum í fjárhagsvanda eftir efnahagshrunið og vill hraða fjárhagslegri endur- skipulagningu og aðkomu fjárfesta að þeim. Kristín telur eignarhald banka á fyrirtækjum í rekstri geta skekkt samkeppnisstöðu atvinnulífs- ins. „Ég tel að bankarnir séu að reyna að vinna eins hratt og vel og mögulegt er úr flóknum málum. En það gengur því miður allt of hægt. Það stend- ur kannski ekki bara á bönkunum að hraða fjár- hagslegri endurskipulagningu fyrirtækja. Óvissa er um lögmæti gengistryggðra lána fyrirtækja og eigendur þeirra fyrirtækja sem eigi við vanda að etja eru ekki endilega að ýta á lausn. Sumir eigend- ur fyrirtækja í vanda vilja ekki semja um skuldir sínar núna þar sem þeir vonast til að geta fengið hagstæðari lausn mála sinna en núverandi úrræði bjóða upp á,“ segir hún. Eigendur fyrirtækja bíða betri tíðar Forstjóri Auðar Capital vill að bankarnir hraði því að koma fyrirtækjum í hendur einkaaðilum. KRISTÍN PÉTURSDÓTTIR Eigendur fyrirtækja í vanda eygja von um að þau fái hagstæðari úrlausn mála sinna en núverandi úrræði bjóða upp á ef gengisdómar falla þeim í vil, að sögn forstjóra Auðar Capital. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Frá hruni hefur Samkeppniseftirlitið haft til umfjöllunar allmörg mál er varða yfirtökur banka á atvinnufyrirtækjum. Það hefur tekið 21 ákvörðun um mál þar sem ítarleg skilyrði hafa verið sett fyrir yfirtök- um banka og Framtakssjóðsins (FSÍ) á atvinnufyrirtækjum. Þar undir eru jafnframt yfirtökur skilanefnda gömlu bankanna á þeim nýju. Tæp- lega tíu sambærileg mál eru nú til meðferðar hjá Samkeppniseftirlitinu. Af þessari 21 ákvörðun eru fimmtán undir virku eftirliti og bönkun- um sett ákveðin skilyrði í þeim málum. Í sex tilvikum eru yfirráð við- komandi banka á atvinnufyrirtæki ekki lengur til staðar. Þar á meðal eru yfirtökur Landsbankans (NBI) á þremur fyrirtækjum sem fóru yfir til Framtakssjóðsins síðastliðið haust. Málin undir eftirliti Frá 1957 Elsta starfandi fasteignasala landsins S í m i : 5 8 8 9 0 9 0 • S í ð u m ú l a 2 1 • 1 0 8 R e y k j a v í k • w w w . e i g n a m i d l u n . i s Reykjavík Sverrir Kristinssonlögg. fasteignasali BREGÐAST VIÐ KVÖRTUNUM Samkeppniseftirlitinu berast í kringum hundrað kvartanir á ári frá forsvarsmönnum fyrirtækja sem telja að fyrirtæki í eigu bankanna séu að brjóta á sér. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Á K V A R Ð A N I R U N D I R V I R K U E F T I R L I T I S A M K E P P N I S E F T I R L I T S I N S *

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.