Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.03.2011, Qupperneq 31

Fréttablaðið - 16.03.2011, Qupperneq 31
MIÐVIKUDAGUR 16. mars 2011 19 Tónlist ★★★★ Sinfóníutónleikar í Háskóla- bíói Verk eftir Schnittke og Sjostakóvitsj Gennadíj Rosdestvenskíj hefur staðið í fremstu víglínu rússneskra tónlistarmanna um árabil. Tón- skáld hafa tileinkað honum verk og hann hefur frumflutt nokkrar helstu tónsmíðar 20. aldarinnar. Hann er núna aðalgestastjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, sem er enginn smávegis hvalreki fyrir íslenskt tónlistarlíf. Rosdestvenskíj stjórnaði tveim- ur rússneskum verkum á tónleik- um Sinfóníunnar á fimmtudags- kvöldið. Hið fyrra var fiðlukonsert nr. 4 eftir Alfred Schnittke og þar var sonur stjórnandans, Alexander Rosd estvenskíj, í einleikshlutverk- inu. Schnittke lést fyrir rúmum ára- tug og tónlist hans er sérkennileg. Hún er oft fremur innhverf og í henni er að finna bergmál margra ólíkra stíla. Allt frá torkennilegustu framúrstefnu yfir í dægurmúsík. Samt er heildarmyndin sterk og sannfærandi, það er einhver stemn- ing, einhver dýpt og andakt sem er svo heillandi – ef maður nennir að einbeita sér að henni. Schnittke er einn af höfuðsnill- ingum aldarinnar sem leið, og hann var náinn vinur Rosdestvensk- íj-fjölskyldunnar. Að sjá feðgana flytja konsertinn eftir Schnittke var undarleg upplifun. Það var eins og að tónlistarsagan væri að gerast beint fyrir framan mann. Ef hægt er að orða það þannig. Fiðlukonsertinn er skemmtilega byggður upp, samspil einleikshljóð- færis og hljómsveitar er spennu- þrungið og fjölbreytt. Stundum er einleiksröddin ekkert annað en langir tónar, á meðan allt mögu- legt á sér stað í hljómsveitinni. Það er meira að segja spilað á semb- al! Litirnir sem svo óvanalegar hljóðfærasam- setningar skapa eru magnaðir. Þetta var líka frábær túlkun. Alls konar til- vísanir í hina og þessa tónlistar- strauma voru snilldarlega útfærðar, fágaðar og vandlega sam- settar. Schnittke var háspekilega sinnaður og það er dulúð í tónlist hans. Hún skilaði sér ákaflega vel í nákvæmum og öguðum, en einnig tilfinningaþrungnum flutningnum. Gaman var að aukalaginu, sem var polki eftir Schnittke. Þar lék Viktoría Postnikova með á píanó, en hún er mamma Alexanders. Og polkinn var afmælisgjöf Schnittkes til fiðluleikarans! Hitt stóra verkið á dagskránni var áttunda sinfónía Sjostakóvitsj. Hún er með innhverfustu sinfóní- um tónskáldsins og er alls ekki aðgengileg. Það má sjálfsagt lesa alls konar innri upplifanir úr tón- málinu, sem hér er ekki pláss til að útlista. Því voru líka gerð ítar- leg skil í tónleikaskránni. Stund- um er reyndar gengið svo langt í að útskýra tónlist í tónleikaskrám að það hálfpartinn skemmir upplif- unina. En það er önnur saga og efni í sérstaka grein. Í öllu falli var flutningurinn á sinfóníu Sjostakóvitsj mergjaður. Rosdestvenskíj stjórnaði af yfir- vegun, en samt var krafturinn í túlkuninni gífurlegur. Margir hljóð- færaleikararnir áttu flotta spretti, helst mátti finna að örlítið óhrein- um tónum frá málmblásurunum. En í það heila var hljómsveitin í bana- stuði. Ég hlakka til að sjá og heyra Rosdestvenskíj stjórna aftur! Jónas Sen Niðurstaða: Glæsilegir tónleikar með stórfenglegum verkum eftir Schnittke og Sjostakóvitsj. Á sýningunni Marglaga í Kling og Bang fjalla mynd- listarmenn um skynjun, innsæi og tilfinningar. Í galleríinu Kling og Bang hefur mikið verið um að vera undan- farnar vikur. Þar hefur hópur nýútskrifaðra myndlistarmanna tekið yfir; sýning þeirra Marg- laga gengur út á að skoða og rann- saka skynjun, innsæi og tilfinning- ar. Í tengslum við sýninguna hefur verið settur á laggirnar skynjunar- skóli. Ingibjörg Sigurjónsdóttir, einn aðstandenda sýningarinnar, segir hugmyndina að inntaki sýningar- innar hafa kviknað hjá nemend- unum í framhaldi af vangaveltum þeirra um framhaldsnám og skóla. „Við vorum mikið að velta okkur upp úr veruleikanum okkar, námi og skóla og þá hvernig maður vill hafa skóla. Í framhaldinu fórum við að velta fyrir okkur því hvort maður lærði alltaf mest í skólum og hvað fælist eiginlega í því að læra.“ Eftir nokkurra ára vist í Listaháskóla Íslands höfðu Ingi- björg og félagar hennar lært ýmis- legt en hún segir að þegar þau fóru að velta fyrir sér hvað var mikil- vægast af því sem þau tóku með sér í veganesti úr skólanum hafi þau komist að því að einna dýr- mætast væru öll tengslin sem þau mynduðu þar. „Okkur langaði til að búa til vettvang þar sem hin óáþreifanlegu tengsl sem mynd- ast á milli fólks eru efniviðurinn, langaði til að vinna með innsæi og skynjun sem oft þarf að víkja fyrir skynsemi og rökvísi.“ Þannig varð skynjunarskólinn til; Ingibjörg og félagar hennar höfðu samband við myndlistar- menn sem hafa unnið mikið með innsæi og fengu þá í lið með sér til að leiða uppákomur þar sem skynj- un og innsæi ráða ferðinni. Á morgun klukkan 16 fjallar Katrín I. J. H. Hirt um viðhorf listamanna til þess að útskýra listaverk sín og annað kvöld verða myndlistar- og tónlistarmenn með skynjunarleikhús. „Við erum afar ánægð með við- brögðin sem við höfum fengið,“ segir Ingibjörg, en auk hennar standa að sýningunni þau Anna Hrund Másdóttir, Lilja Birgisdótt- ir, Katla Rós, Ragnar Már Nikulás- son, Selma Hreggviðsdóttir og Þórgunnur Oddsdóttir. Sýningin er opin frá 14 til 18 en henni lýkur um helgina. sigridur@frettabladid.is SKYNJUNARSKÓLI Í KLING OG BANG TENGSL Margar uppákomur hafa verið í skynjunarskólanum á sýningunni Marglaga í Kling og Bang. Erum flutt að Laugavegi 178 (næsta húsi við frægustu bensínstöð landsins) L A U G A V E G I 1 7 8 AFSLÁTTAR DAGAR Miðvikudag - mánudags Sími: 568 9955 - www.tk.is Opið: mánud-föstud. 12-18 laugard.12-16 sunnud. LOKAÐ AFSLÁTTUR KAST LAUGAVEGI 178 AF ÖLLUM MATAR & KAFFISTELLUM HNÍFAPÖRUM SÖFNUNAR- GLÖSUM IITTALA VÖRUM RÚMTEPPUM RÚMFÖTUM RCR KRISTAL HITAFÖTUM O.FL. O.FL. landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Komdu við í næsta útibúi, hringdu í 410 4000 eða stofnaðu til reglubundins sparnaðar í Einkabankanum á landsbankinn.is. „ Ég held að maður verði bara að byrja einhvers staðar, byrja á þúsundkallinum.“ Reglubundinn sparnaður er ein besta leiðin til að spara. Þú setur þér skýr markmið og ákveður hve háa upphæð þú vilt spara mánaðarlega. Byrjaðu að spara strax í dag. J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA N B I H F . ( L A N D S B A N K I N N ) , K T . 4 7 1 0 0 8 - 0 2 8 0 Dulúð á Sinfóníutónleikum GENNADÍJ ROS- DESTVENSKÍJ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.