Fréttablaðið - 16.03.2011, Page 34
16. mars 2011 MIÐVIKUDAGUR
sport@frettabladid.is
MARGRÉT KARA STURLUDÓTTIR hjá KR missir af tveim-
ur fyrstu leikjum KR og Keflavíkur í undanúrslitum úrslitakeppni
kvennakörfunnar eftir að hún var dæmd í tveggja leikja bann í
gær fyrir að slá Maríu Lind Sigurðardóttur, leikmann Hauka.
Sérframleiðum
bursta eftir þínum
þörfum.
• •B
U R
S TA G E R Ð I N
ÍS
L
E N S K U R I Ð N
A Ð
U
R
Vesturhrauni 3 · 210 Garðabæ.
Sími 480-0030 · www.burstagerdin.is
Barnavettlingar. 3 pör í pakka.
Kuldagalli með 5.000 mm vatnsheldni og góðri öndun. Styrkingar
á rassi og hnjám. Litir: Svartur, blár, bleikur. Stærðir: 80-120.
Flísbuxur. Stærðir: 80-160.
FÓTBOLTI Ólafur Jóhannesson,
þjálfari karlalandsliðsins,
tilkynnti í gær hópinn sinn
fyrir leik á móti Kýpur í
undankeppni EM sem fer
fram á Kýpur 26. mars
næstkomandi.
Ísland hefur tapað
fyrstu þremur leikj-
um sínum í undan-
keppninni og er á
botninum í riðlin-
um, einu stigi á eftir
Kýpur.
Ól a fu r velu r
hvorki Eið Smára
Guðjohnsen né Veigar
Pál Gunnarsson í liðið
en þetta er annar
landsleikurinn í röð
þar sem þeir eru
ekki valdir. Ólafur hefur líka
endurnýjað markvarðahóp-
inn en Árni Gautur Ara-
son er ekki valinn að þessu
sinni. Í stað hans eru Stefán
Logi Magnússon og Ingvar
Þór Kale báðir í hópnum. Tíu
af 22 leikmönnum eru
gjaldgengir í 21 árs
liðið sem er að spila
vináttulandsleiki á
sama tíma.
Einhverjir þeirra
gætu verið með á
móti Englending-
um en sá leikur
fer fram tveimur
dögum eftir leik-
inn á Kýpur. Allan
hópinn má finna á
Vísir.is. - óój
Landsliðshópur Ólafs Jóhannessonar á móti Kýpur:
Enginn Eiður Smári
og enginn Veigar Páll
FÓTBOLTI Guðjón Baldvinsson er
búinn að fá sig lausan frá sænska
liðinu GAIS og skrifaði í gær
undir þriggja ára samning við KR.
„Þetta er svakalegur léttir enda
búið að vera óvissuástand í langan
tíma. Það er mjög góð tilfinning að
þetta sé búið. Ég var ekki spennt-
ur fyrir því að fara aftur á láni.
Ég er með fjölskyldu og vil fá smá
festu í þetta núna,“ sagði Guðjón
sem skoraði 10 mörk í 13 leikjum
með KR í fyrra.
„Ég er farinn að einbeita mér
að öðru núna en að komast út í
atvinnumennsku og er ekkert að
fara á taugum þótt ekkert gerist.
Ég ætla að bara að einbeita mér að
því að standa mig hjá KR og reyna
að vinna einhverjar dollur. Ég er
með fjölskyldu og okkur líður vel í
KR,“ segir Guðjón. „Ég sagði ein-
hvern tímann þegar ég kom fyrst
út í KR að mig langaði að vinna
Íslandsmeistaratitilinn með þeim
og það er markmið sem ég á eftir
að ná. Ég stefni á það að klára það
núna,“ sagði Guðjón að lokum. - óój
Guðjón Baldvinsson laus frá GAIS og búinn að semja til þriggja ára við KR:
Ætlar að vinna dollur með KR
GUÐJÓN BALDVINSSON Í leik með KR í
bikarúrslitunum í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
FÓTBOLTI Javier Hernández hjá Manchester United
og Goran Pandev hjá Inter Milan skutu liðum sínum
áfram í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Hernán-
dez skoraði tvennu í 2-1 sigri United á Marseille og
Pandev tryggði Inter 3-2 sigur tveimur mínútum
fyrir leikslok eftir að Evrópumeistaranir gátu þakk-
að að ganga til leikhlés aðeins 1-2 undir.
Manchester United hafði leikið 24 heimaleiki í
röð án taps og hafði heldur ekki tapað fyrir frönsku
liði á Old Trafford. Það breyttist heldur ekki þótt að
United hafði spilað án beggja aðalmiðvarða sinna og
misst báða bakverði sína meidda af velli.
Javier Hernández fékk stóra tækifærið hjá Alex
Ferguson og var búinn að koma Manchester United í
1-0 eftir fimm mínútur. Markið kom eftir undirbún-
ing Ryans Giggs og sendingu frá Wayne Rooney en
Hernández þurfti bara að setja boltann í tómt mark.
Marseille fékk fín færi áður en Hernández bætti
við öðru marki á 75. mínútu þegar hann var aftur
réttur maður á réttum stað í markteignum og skor-
aði eftir flotta sendingu frá Ryan Giggs.
Marseille fékk síðan góða hjálp á 82. mínútu
þegar Wes Brown varð fyrir því óláni að skora
sjálfsmark eftir hornspyrnu frá Matthieu Valbuena.
Þetta voru því taugatrekkjandi lokamínútur fyrir
United-menn því Frakkarnir þurftu bara að skora
eitt mark. Manchester United liðið hélt hinsvegar út
og tryggði sér sigurinn.
Inter Milan komst áfram í átta liða úrslit Meist-
aradeildarinnar eftir ótrúlegan 3-2 sigur á Bayern
München á Allianz Arena í München í kvöld. Bayern
fékk fjölda færa til þess að gulltryggja sigur sinn á
Evrópumeisturum en Inter-menn gáfust ekki upp
og tryggðu sér 3-2 sigur með því að skora tvisvar í
seinni hálfleiknum.
Samuel Eto‘o kom Inter í 1-0 eftir aðeins rúmar
þrjár mínútur en Bayern svaraði með mörkum frá
Mario Gomez og Thomas Müller. Mario Gomez
skoraði eftir mistök Júlio César í marki Inter en
Júlio César átti eftir að bæta fyrir þau mistök með
frábærri markvörslu.
Inter-menn gáfustu ekki upp og á meðan Bayern
nýtti ekki færin sín þá var enn möguleiki. Hollend-
ingurinn Wesley Sneijder náði að jafna leikinn með
þrumuskoti á 63. mínútu eftir að hafa fengið send-
ingu frá Samuel Eto‘o. Það var síðan Goran Pandev
sem kom Inter í 3-2 á 88. mínútu með flottu skoti
eftir frábæran undirbúning frá Samuel Eto‘o sem
átti þátt í öllum þremur mörkum Inter.
Það virtist fátt benda til þess að Inter væri að
fara áfram eftir að liðið slapp inn í hálfleik, 1-2
undir, en í seinni hálfleiknum tókst liðinu að vinna
sig inn í leikinn og skora mörkin tvö sem dugðu til
að tryggja liðinu sætið í átta liða úrslitunum.
ooj@frettabladid.is
HERNÁNDEZ VAR HETJAN
Manchester United og Evrópumeistarar Inter Milan tryggðu sér sæti í átta liða
úrslitum Meistaradeildarinnar eftir dramatíska seinni leiki í gærkvöldi. Inter
kom til baka eftir að útlitið var orðið mjög svart í München.
TVENNA FRÁ CHICHARITO Javier Hernández fagnar hér öðru
marka sinna á Old Trafford í gærkvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP