Fréttablaðið - 30.03.2011, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 30. mars 2011 11
DÓMSMÁL Karlmaður á þrítugs-
aldri hefur verið ákærður fyrir
líkamsárás í október 2009. Mann-
inum er gefið að sök að hafa fyrir
utan skemmtistaðinn Lukku-Láka
í Grindavík, ráðist á annan mann
með hnefahöggi í andlit. Hinn
síðarnefndi rotaðist og féll í jörð-
ina. Við árásina hlaut hann skurð
á höku og sár innan á vör, auk þess
sem tönn í efri gómi losnaði.
Sá sem fyrir árásinni varð gerir
einkaréttarkröfu í málinu. Hann
krefst rúmlega hálfrar milljónar
króna í miskabætur. - jss
Ákærður fyrir líkamsárás:
Rotaði mann
við Lukku-Láka
STJÓRNIN Þrír karlar eru í stjórn SVÞ á
móti fjórum konum.
VIÐSKIPTI Tímamót urðu á aðal-
fundi Samtaka verslunar og
þjónustu (SVÞ) fimmtudaginn
17. mars þegar fleiri konur voru
kosnar í stjórn samtakanna en
nokkru sinni. Þetta er fyrsta
aðildarfélag Samtaka atvinnu-
lífsins þar sem konur eru í
meirihluta stjórnar.
Margrét Kristmannsdóttir,
framkvæmdastjóri Pfaff, var
endurkjörin formaður. Aðrar
konur í stjórninni eru Guðrún
Jóhannesdóttir, framkvæmda-
stjóri Kokku, Heiðrún Jónsdóttir,
framkvæmdastjóri lögfræðisviðs
Eimskips, og Sigríður Margrét
Oddsdóttir, forstjóri Já. - jab
Margrét aftur formaður SVÞ:
Konur í meiri-
hluta stjórnar
DÓMSMÁL Tæplega tvítugt par
hefur verið ákært fyrir Héraðs-
dómi Reykjaness fyrir ýmis
brot.
Maðurinn er ákærður fyrir
þjófnað og fjársvik. Honum
er gefið að sök að hafa stolið
greiðslukorti manns í búnings-
klefa Sundmiðstöðvar Keflavík-
ur í mars 2009. Sama dag sveik
hann út vörur í viðskiptum á
þremur stöðum í Reykjanesbæ.
Hjúin eru síðan ákærð fyrir
að stela tölvubúnaði frá Hótel
Keflavík.
Konan stal síðan Regatta-vind-
jakka úr verslun og maðurinn
var tekinn með fíkniefni í fórum
sínum. - jss
Par um tvítugt ákært:
Vörur sviknar
út á stolið kort
DÓMSMÁL Tæplega þrítugur karl-
maður hefur verið ákærður fyrir
eignaspjöll.
Honum er gefið að sök að hafa
sparkað í og spennt upp bílskúrs-
hurð á baklóð forsætisráðuneyt-
isins, Stjórnarráðshúsinu við
Lækjartorg, og sparkað í göngu-
hurð inn í bílskúrinn. Bílskúrs-
hurðin skemmdist og gönguhurð-
in eyðilagðist.
Atvikið átti sér stað aðfaranótt
sunnudagsins 7. febrúar 2010.
Í málinu gerir Steingrímur
J. Sigfússon fjármálaráðherra,
fyrir hönd íslenska ríkisins,
kröfu um að maðurinn verði
dæmdur til greiðslu skaðabóta
að fjárhæð tæplega 300 þúsund
krónur. - jss
Ákærður fyrir eignaspjöll:
Skemmdarvarg-
ur greiði bætur
LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð-
borgarsvæðinu hefur í vörslu sinni
talsvert af munum sem haldlagðir
voru við húsleit hjá Geirmundi Vil-
hjálmssyni, fyrrverandi fangelsis-
stjóra á Kvíabryggju, fyrr í þess-
um mánuði. Talið er að greitt hafi
verið fyrir munina með fjármun-
um sem ætlaðir voru til reksturs
fangelsisins á Kvíabryggju.
Samkvæmt upplýsingum Frétta-
blaðsins er stór hluti munanna verk-
færi, en einnig heimilistæki og hús-
búnaður.
Rannsókn lögreglu á málinu
hefur miðað vel og gert er ráð fyrir
að henni ljúki í næsta mánuði.
Fangelsisstjórinn var leystur
frá störfum í nóvember á síðasta
ári eftir að upp kom rökstuddur
grunur um að hann hefði misnot-
að aðstöðu sína með því að taka út
ýmsan varning í nafni fangelsisins
til eigin nota, auk annars misferlis.
Fangelsismálayfirvöld kærðu
fangelsisstjórann til Ríkissaksókn-
ara, sem fól Lögreglustjóra höfuð-
borgarsvæðisins frekari meðferð
málsins.
Í skýrslu sem Ríkisendurskoðun
skilaði eftir að grunsemdir vökn-
uðu um misferli Geirmundar
kemur meðal annars fram að hann
hafi keypt vörur sem ekki verði
séð að hafi tengst rekstri fangels-
isins fyrir 1,7 milljónir króna á tíu
mánaða tímabili á síðasta ári. Kaup
á eldsneyti fyrir rúmlega 750 þús-
und krónur eru þar á meðal. Þá var
vörubíll seldur en ekkert var bók-
fært um söluna. Jafnframt voru
kaup á hjólbörðum, rafgeymum,
farsímum og fleiru meðal þess sem
Ríkisendurskoðun gerði athuga-
semdir við.
Rannsókn lögreglu á fjárreiðum fyrrverandi fangelsisstjóra á Kvíabryggju á lokastigi:
Lögreglan tók heimilisbúnað og verkfæri
KVÍABRYGGJA Lögregla fór meðal annars
með fangelsisstjórann fyrrverandi að
Kvíabryggju og lét hann vísa á muni
sem hann sagði vera þar.
Grunnur að góðri máltíð
www.holta.is
Gullverðlaun
Starfsmenn Holtakjúklinga mega vera stoltir, því á dögunum hlaut
léttreykta kjúklingabringuáleggið frá Holtakjúklingum gullverðlaun
í fagkeppni kjötiðnaðarmeistara. Þeir eru vel að þessum
gullverðlaunum komnir enda er áleggið framleitt af mikilli
fagmennsku úr besta hráefni sem völ er á.