Fréttablaðið - 30.03.2011, Blaðsíða 20
30. MARS 2011 MIÐVIKUDAGUR2 ● pústþjónusta
„Við smíðum það sem ekki er
hægt að kaupa og ef okkur finnst
dýrt það sem fæst tilbúið þá bara
búum við það til,“ segir Björgvin
Elísson, framkvæmdastjóri Bón
og pústþjónustunnar á Egilsstöð-
um sem er eina verkstæðið á
svæðinu frá Djúpavogi til Þórs-
hafnar sem smíðar pústkerfi. „Við
höfum vél sem beygir rörin og
eigum að geta bjargað pústkerf-
um undir hvaða bíl sem er,“ segir
Björgvin sem sinnir meðal annars
jeppakörlunum á breyttu bílunum.
„Þeir vilja náttúrulega hafa púst-
kerfin sver. Maður fær bara eitt-
hvert pláss sem er skorið við nögl
og verður að koma kerfinu fyrir.
Það er einna stærsti parturinn í
smíðinni.“
Björgvin er búinn að reka verk-
stæði á Egilsstöðum frá 1997 og
kveðst núna á besta stað í bænum.
„Ég var búinn að kaupa húsið á
uppsprengdu verði fyrir kreppu.
Rétt við Fagradalsbraut,“ segir
hann glaðlega.
Björgvin er maður ekki einham-
ur því hann rekur líka dekkja-
verkstæði og sölu, er með skilta-
gerð og sér um merkingar á bíla,
auk þess að setja sólarfilmur í bíl-
rúður sem hann segir ævintýra-
lega nákvæmnisvinnu. „Svo erum
við að þrífa bíla. Bónið í nafninu
segir kannski svolítið til um það.
Tökum líka að okkur léttari við-
gerðir, næstum því hvað sem er,“
lýsir hann. „Það er svo lítið um að
púströr ryðgi í sundur hér fyrir
austan.
Það vantar Reykjavíkursaltið til
að ég hefði meira að gera,“ segir
Björgvin skellihlæjandi. „Púströr
geta orðið alveg ömurlega gömul
hérna.“
Púströr geta orðið
ömurlega gömul
„Við smíðum það sem ekki er hægt að
kaupa,” segir Björgvin í Bón-og pús-
þjónustunni.
● ÞEGAR KEYPTUR ER NOTAÐUR BÍLL er vert að athuga vel
nokkur atriði. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur útbúið gátlista vegna
bílakaupa. Hér má sjá hluta hans.
- Er lakk skemmt eða sést ryð?
- Athugið með segli hvort gert hafi verið við með plastfylliefnum.
Segullinn dregst aðeins að járni.
- Móða innan á bílrúðum í þurrviðri getur verið vísbending um ryð.
- Athugið hvort yfirbygging hafi skekkst.
- Falla hurðir vel að?
- Lyftið gólfmottum til að kanna hugsanlega ryðmyndun. Athugið einnig
undir mottu í farangursgeymslu
og undir varadekkið.
- Skrúfið rúðurnar upp og niður,
athugið slit í lömum með því að
lyfta undir hurðir.
- Athugið kælivatn á vél – engin
olía má vera í vatninu. Olía í
kælivatni gæti bent til þess að
„head-pakkning“ sé léleg eða að
blokkin sprungin.
- Eru óhreinindi eða olía utan á
vélinni?
- Athugið hvort dropar séu undir
bifreiðinni. Kanna þarf hvort um
sé að ræða vélarolíu, bensín,
bremsuvökva, kælivatn eða
annað.
- Athugið rafgeymi, er útfelling við pólana?
- Mælið olíu á vélinni. Lítil eða óeðlilega þykk olía bendir til að vélin sé
mjög slitin.
- Athugið smurþjónustubók.
- Athugið hjólbarða. Raufar í mynstri skulu vera a.m.k. 1,6 mm á dýpt þar
sem þeir eru mest slitnir. Hjólbarðar eiga allir að vera af sömu gerð.
- Ræsið vélina. Hlustið eftir óeðlilegum hljóðum.
- Stígið fast á hemlafetil. Fótstig á ekki að fara alveg í botn, heldur á að
vera gott bil niður að gólfi.
- Athugið kílómetramæli. Berið álestur saman við almennt útlit og aldur
bifreiðarinnar. Reikna má með að meðalakstur sé frá 15.000-18.000 km
á ári.
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000
Umsjónarmenn auglýsinga: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is s. 512 5462
og Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is s. 512 5429.
Fyrirtækið Kvikk þjónustan
sérhæfir sig í pústþjónustu
fyrir flestar gerðir bifreiða.
„Við sinnum viðgerðum og smíði
og flytjum að auki inn pústkerfi á
mjög góðu verði,“ segir Sigurður
Halldórsson, en hann og sonur
hans Arnar eiga Kvikk þjón-
ustuna ehf., sem sinnir almennri
pústþjónustu fyrir flestar gerð-
ir bíla, þó aðallega fólksbifreiðar
og jeppa.
Sigurður stofnaði Kvikk þjón-
ustuna við Sóltún 3 í nóvember
1992 og lagði þá áherslu á bremsu-
viðgerðir. Pústþjónustan bætt-
ist við sex árum síðar og var þá
hugsuð sem aukabúgrein en er í
dag orðin meginstoð fyrirtækis-
ins. „Það varð strax allt brjálað að
gera þannig að ég ákvað að breyta
um áherslu og hef síðan varla upp-
lifað rólegan dag í starfi.“
Kvikk þjónustan rekur nú tvö
verkstæði, eitt að Bíldshöfða 18
í Reykjavík og annað að Dranga-
hrauni 1 í Hafnarfirði. „Á hvorum
stað erum við með góðan lager af
pústkerfum, sem við hófum inn-
flutning á fyrir átta árum til að
auka samkeppni á þeim markaði,
og pöntum við eftir þörfum,“ út-
skýrir hann og segir starfsmenn
taka vel á móti viðskiptavinum.
„Við leggjum metnað í þjónustu
og bjóðum til dæmis yfirleitt upp
á pústþjónustu samdægurs. Einn-
ig bjóðum við þá þjónustu að við-
skiptavinurinn geti bókað tíma
fyrir pústþjónustu sjálfur á net-
inu á heimasíðunni www.kvikk.is.“
Ýmislegt fleira stendur við-
skiptavinum Kvikk þjónustunnar
til boða. „Við sinnum líka bremsu-
viðgerðum, demparaskiptum og í
raun öllu því helsta sem tilheyr-
ir skoðunarmálum,“ segir hann
og hvetur sem flesta að kynna sér
betur þjónustuna.
Bjóðum góða þjónustu
á sanngjörnu verði
Vel er tekið á móti viðskiptavinum Kvikk þjónustunnar. MYND/GVA
Smiðjuvegur 50 (rauð gata)
200 Kópavogur
pustehf@gmail.com
www.pustkerfi.is
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
MEIRI
FRÉTTIR