Fréttablaðið - 30.03.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 30.03.2011, Blaðsíða 12
30. mars 2011 MIÐVIKUDAGUR12 N otkun á Íslandi, 100 M B innan dagsins. Þú greiðir f. símanr. og a ðra no tku n s kv . v er ðs kr á á si m in n. is Netið í símanum á 0 kr. fyrir viðskiptavini Símans í dag. Magnaðir miðvikudagar! Nýttu tækifærið og prófaðu! Icesave, sem byrjaði sem saklaus leið Landsbankans til að fjármagna sig, snerist við hrunið upp í andhverfu sína og er eitt flóknasta og erfiðasta viðfangsefni sem þjóðin hefur tekist á við. Þetta hófst allt með því að stjórn- endur Landsbankans töldu á árinu 2006 mikilvægt að breikka fjár- mögnun bankans. Hún hafði fram til þess tíma einkum farið fram með lántökum á alþjóðlegum fjár- málamörkuðum, sem voru kvikir og háðir margs konar dyntum. „Við duttum því niður á þá hugmynd að búa til netreikning sem ber hærri innlánsvexti en gengur og gerist og auglýsir sig þannig sjálfur því það er svo dýrt að auglýsa,“ sagði Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri í samtali við Markaðinn, viðskipta- blað Fréttablaðsins, í febrúar 2007. Sigurjón var hinn hróðugasti; Ice- save hafði gengið feikilega vel í þá fjóra mánuði sem liðnir voru frá stofnun og ekkert benti til annars en að þetta yrði í alla staði farsælt. Í áðurnefndu viðtali lýsti Sigurjón einfaldleika Icesave. „„Það eina sem ég þarf að gera er að kíkja í lok dags hvað er kominn mikill peningur inn,“ segir Sigur- jón hlæjandi, tekur upp símann og segir skömmu síðar: „Það bættust við fimmtíu milljónir punda bara á föstudaginn!““ 50 milljónir punda voru þá 6,6 milljarðar króna. Blikur á lofti Icesave gekk vel allt árið 2007 en í ársbyrjun 2008 voru blikur á lofti. Vísbendingar voru uppi um veik- ari stöðu Lands- bank- ans og íslenska efnahagskerfis- ins en almennt var talið og af látið og höfðu bresk yfirvöld áhyggjur. Þau óttuðust um hag breskra borg- ara sem áttu peninga á Icesave og vildu að bankinn flytti reikningana úr útibúi sínu í London í dóttur- félag. Með því færðust þeir úr umsjá íslenska Fjármálaeftirlits- ins til þess breska og hægt yrði að gera kröfur um að nægir peningar yrðu nærtækir ef fólk vildi taka pundin sín út úr bankanum. Í rannsóknarskýrslu Alþing- is er rakið hvernig Bretar þrýstu á Landsbankamenn og íslensk stjórnvöld um yfirfærsluna lung- ann úr árinu 2008 en án nokkurs árangurs. Og þrátt fyrir þrýstinginn og þrátt fyrir aðvörunarljósin um að bankinn og efnahagskerfið á Íslandi stæðu á brauðfótum opn- uðu Landsbankamenn Icesave í Hollandi í lok maí 2008. Fallist á meginkröfuna Þegar bankarnir hrundu í byrjun október 2008, neyðarlögin höfðu verið sett og ljóst var að Lands- bankinn gat ekki staðið við skuld- bindingar sínar gagnvart inn- stæðueigendum í Bretlandi og Hollandi höfðu þarlend stjórnvöld hraðar hendur. Þau hófu viðræður við Íslendinga um hvernig vand- anum yrði mætt. Vitað var að í Tryggingarsjóði innstæðueigenda og fjárfesta var aðeins brot af þeim peningum sem þar áttu að vera og að fjárhæðin dygði hvergi nærri til að bæta tjónið. Því þyrfti sértækar lausnir. Bretar og Hollendingar beittu fyrir sig Evróputilskipun um inn- lánatryggingakerfi en hún kveð- ur á um ábyrgð á innstæðum að hámarki rúmlega 20 þúsund evrur á reikning. Í fyrstu féllust íslensk stjórnvöld á það sjónarmið. Til að byrja með var rætt við ríkin í tvennu lagi og strax 11. október var ritað undir yfirlýsingu þess efnis að Hollendingar veittu íslenska tryggingarsjóðnum lán með ríkis- ábyrgð til að standa undir trygg- ingunni. Um leið var skýrt frá því að hliðstæðar viðræður við Breta stæðu yfir og gengju vel en þær stöðvuðust tveimur vikum síðar. Samið Örskömmu eftir undirritun yfirlýs- ingarinnar gagnvart Hollending- um breyttu íslensk stjórnvöld um kúrs. Þau voru ekki lengur þeirr- ar skoðunar að ríkissjóði bæri að ábyrgjast greiðslur til innstæðu- eigenda umfram það sem Trygg- ingasjóðurinn gæti staðið straum af. Evróputilskipunin næði ekki til aðstæðna á Íslandi þar sem hér hefði orðið kerfishrun en ekki hefð- bundið bankagjaldþrot. Um það leyti greiddu Bretar og Hollendingar reikningshöfum út og sóttu á Íslendinga um endur- greiðslur. Í kjölfarið hófust nýjar viðræð- ur og nú fyrir tilstilli Evrópu- sambandsins. Til urðu svonefnd Brussel-viðmið og samþykkti Alþingi í byrjun desember 2008 að ríkisstjórnin skyldi leiða til lykta samninga um Icesave á grundvelli þeirra. Í þeim var afstöðu Íslend- inga til gildisleysis Evróputilskip- unarinnar haldið til haga. Þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sig- urðardóttur tók við völdum í febrú- ar 2009 lagði Steingrímur J. Sig- fússon fjármálaráðherra mikla áherslu á lausn Icesave-málsins. Hann fól Svavari Gestssyni að leiða viðræður við Breta og Hollendinga og úr urðu samningar sem kynntir voru í byrjun júní og Steingrímur taldi viðunandi. Alþingi leist hins vegar ekki betur á en svo að það taldi ógjörning að samþykkja þá og eftir mikið pex gerði þingið marg- víslega fyrirvara við heimild til fjármálaráðherra um að staðfesta samningana. Bretar og Hollendingar gátu ekki fallist á þá fyrirvara og samið var að nýju. Enn fór málið fyrir Alþingi og til urðu önnur Icesave- lög í árslok 2009. Þeim synjaði for- setinn staðfestingar og svo þjóðin í atkvæðagreiðslu 6. mars 2010. Samið aftur Við synjun forsetans, og þegar ljóst var að allt stefndi í að málið yrði fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu, var skipuð ný samninganefnd, nú með aðkomu allra flokka og bandarísk- an samningalögfræðing í fyrir- svari. Viðræðunum í þeirri lotu lauk í byrjun desember síðastliðins. Eðli samninganna nú er annað en áður. Er um að ræða svokallaða endur- greiðslu- og skaðleysissamninga en ekki hefðbundna lánasamninga. Munurinn felst í grófum dráttum í því að ekki er samið um endur- greiðslu á láni breskra og hol- lenskra stjórnvalda til íslenska tryggingasjóðsins heldur að sjóð- urinn endurgreiði breskum og hol- lenskum stjórnvöldum þær fjár- hæðir sem þau hafa lagt út en fái í staðinn framseldan samsvarandi hluta krafna þeirra í bú Lands- bankans og annist um að inn- heimta þær. Vissulega líkt en nálg- unin er önnur. Fjármálaráðherra lagði málið fyrir Alþingi um miðjan desember og tóku þingmenn sér almennt tíma að móta sér afstöðu. Nokkur straumhvörf urðu þegar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins, lýsti því yfir í byrjun árs að hann og fulltrúar flokksins í fjárlaganefnd hefðu afráðið að samþykkja málið. Fór svo við atkvæðagreiðslu að 44 þingmenn voru hlynntir en sext- án andvígir og enn ein Icesave- lögin urðu til. Forsetinn ákvað 20. febrúar að synja þeim staðfesting- ar og fer þjóðaratkvæðagreiðsla um gildi þeirra fram 9. apríl. Björn Þór Sigbjörnsson bjorn@frettabladid.is Svo einfalt í fyrstu MÓTMÆLT Hollenskir sparifjáreigendur sýndu hug sinn til Icesave þegar landslið Íslands og Hollands í fótbolta mættust í Rotter- dam 11. október 2008. Þann dag undirrituðu stjórnvöld ríkjanna samkomulag um að Ísland ábyrgðist Icesave-reikningana en frá því var horfið fáum vikum síðar. Hollendingar unnu leikinn 2-0. NORDICHPOTOS/AFP 10. október 2006 Icesave opnað í Bretlandi. 29. maí 2008 Icesave opnað í Hollandi. 6. október 2008 Hrunið. 11. október 2008 Íslensk og hollensk stjórnvöld undirrita viljayfir- lýsingu um lausn Icesave. 14. nóvember 2008 Samið um Brussel-viðmiðin. 5. desember 2009 Alþingi sam- þykkir að stjórnvöld leiti lausna á Icesave-deilunni á grundvelli Brussel- viðmiðanna. 5. júní 2009 Svavars-samningarnir kynntir. 30. júní 2009 Frumvarp á grundvelli Svavars-samninganna lagt fram. 28. ágúst 2009 Frumvarpið sam- þykkt mikið breytt. 19. október 2009 Nýtt frumvarp lagt fram eftir samningaviðræður við Breta og Hollendinga. 30. desember 2009 Frumvarpið samþykkt. 5. janúar 2010 Forsetinn synjar Icesave-lögunum staðfestingar. 6. mars 2010 Þjóðin hafnar Icesave- lögunum. 9. desember 2010 Buchheit-samn- ingarnir kynntir. 15. desember 2010 Frumvarp á grundvelli Buchheit-samninganna lagt fram. 16. febrúar 2011 Frumvarpið sam- þykkt. 20. febrúar 2011 Forsetinn synjar Icesave-lögunum staðfestingar. 9. apríl 2011 Þjóðin greiðir atkvæði um Icesave-lögin. Helstu atburðir ■ Þingumræður um Icesave-frumvörpin þrjú stóðu samtals í rúmlega níu sólarhringa. Lengst var rætt um Icesave II en skemmst um Icesave III. ■ Um Icesave I var rætt í samtals 45 klukkustundir, rétt tæplega tvo sólarhringa. Fyrsta umræða tók 13 klukkustundir, önnur 25 klukkustundir og sú þriðja 7 klukkustundir. Málið var til meðferðar fjárlaganefndar í þrjár vikur. ■ Um Icesave II var rætt í 144 klukkustundir, samtals sex sólarhringa. Fyrsta umræðan varði í 11 klukkustundir, önnur í 107 klukkustundir og sú þriðja í 26 klukkustundir. Fjárlaganefnd hafði Icesave II til meðferðar í 19 daga. ■ Umræður um Icesave III stóðu í 32 klukkustundir. Fyrsta umræðan tók sjö klukku- stundir, önnur tólf og sú þriðja þrettán. Málið var í fjárlaganefnd í átján daga. ■ Fyrir utan þetta hefur Icesave margoft og lengi verið rætt í þinginu; utan dagskrár, í fyrirspurnatímum og við önnur tækifæri. Til dæmis var þingsályktunin 5. desember 2008 rædd í rúmar sjö klukkustundir. Rætt um Icesave í yfir níu sólarhringa Um 350 þúsund manns áttu Icesave- reikninga. Núvirt nemur fjárhæðin sem samist hefur um að endurgreiða breskum og hollenskum stjórnvöldum 646 milljörðum króna. 430 milljarðar eru í pundum og 216 milljarðar í evrum. Innstæðurnar voru talsvert hærri við hrunið haustið 2008, en á grundvelli Evróputilskipunar var samið um greiðslu upp að 20 þúsund evra hámarki á reikning. Landsbankinn tók einnig við inn- lánum frá fyrirtækjum, félagasamtökum, líknarfélögum og stofnunum. Þeir reikningar njóta lágmarkstryggingarinnar og eru forgangskröfur í bú Landsbank- ans. Með þá verður farið í samræmi við gjaldþrotarétt og fá eigendur þeirra greitt eftir því sem skiptum vindur fram. Fjárhæðirnar FRÉTTASKÝRING: Hvernig kom Icesave-málið til? 1. hluti Þegar þú vilt fá það besta út úr lífinu! Faxafeni 14 www.heilsuborg.is Ofþyngd / Offita Heilsulausn 3 - Hentar einstaklingum sem glíma við offitu, hjartasjúkdóma og/eða sykursýki Hefst 4. apríl Tólf vikur, árs eftirlit Verð kr. 13.900 á mán. m.v. árs skuldbindingu Að námskeiðinu standa læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfari, næringarfræðingur íþróttafræðingar og sál- fræðingar! Skráðu þig núna í síma 560 1010 eða á heilsuborg@heilsuborg.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.