Fréttablaðið - 30.03.2011, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 30.03.2011, Blaðsíða 32
24 30. mars 2011 MIÐVIKUDAGUR Tónlistarmaðurinn Jóhann G. Jóhannsson hefur ákveðið að afnema bann sem hann setti við flutningi laga sinna á Bylgjunni. Þetta gerði hann eftir viðræður við Pálma Guðmundsson, fram- kvæmdastjóra dagskrársviðs 365 miðla, og Eirík Tómasson, fram- kvæmdastjóra STEFs. Þrátt fyrir bannið, sem Jóhann setti 22. febrúar, hélt Bylgjan áfram að spila lögin hans, þar á meðal Don’t Try to Fool Me, Eina ósk, Hvers vegna varst’ ekki kyrr og Traustur vinur. Ástæðan er sú að engar lagalegar heimildir voru fyrir því að banna lög hans á einni útvarpsstöð. „Það er bara til ein tegund af banni við tónlist, sem heitir alls- herjarbann, og það gildir fyrir allar stöðvar. Það átti ekki við í þessu tilfelli. Við tókum lögin ekki úr spilun en hófum strax viðræð- ur við Jóhann,“ segir Pálmi, sem er ánægður með lendinguna í mál- inu. „Við viljum starfa í sátt og samlyndi við tónlistarfólk og hags- munaaðila og að sjálfsögðu erum við glöð með þessa niðurstöðu.“ Í yfirlýsingu sem send var út til fjölmiðla segir Jóhann: „Í ljósi nýlegs samkomulags milli FTT (Félag tónskálda og textahöfunda) og Bylgjunnar, sem gert var í kjöl- far bannsins, og góðra undirtekta sem hugmyndir mínar varðandi flutning íslenskrar tónlistar hafa fengið í nefndum viðræðum, þá tel ég að bannið hafi skilað viðunandi árangri.“ - fb Tekur Bylgjuna í sátt AFNEMUR BANN Tónlistarmaðurinn Jóhann G. Jóhannsson hefur afnumið bann við flutningi laga sinna. Bíó ★★ The Adjustment Bureau Leikstjóri: George Nolfi Leikarar: Matt Damon, Emily Blunt, Anthony Mackie, John Slattery, Terence Stamp David Norris (Matt Damon) er pipar sveinn í framboði til banda- ríska öldungadeildarþingsins. Hann nær ekki kjöri en þegar hann bregður sér á snyrtinguna til að æfa tapræðuna sína rekst hann á hina undurfögru Elise (Emily Blunt). Þau eiga saman rómantíska stund á snyrtingunni og verða ást- fangin, en áður en langt um líður er Norris klófestur af einhvers konar leyniþjónustu, sem sér til þess að aðdragandi heimsviðburða gangi samkvæmt fyrirfram ákveðinni forskrift. Leyniþjónustumennirnir vara Norris við og segja honum að honum sé ekki ætlað að vera með Elise og að mikilvægir atburðir framtíðarinnar velti á því að hann virði þau tilmæli. Sögufléttan hljómar eflaust kjánalega í ykkar eyrum, og vissu- lega er hún það, en framan af er hægt að fyrirgefa það í þágu afþreyingarinnar. Myndin nær upp sæmilegri spennu og óvenju- legt er að fylgjast með hasar þar sem aðalpersónan berst fyrir ást- inni en ekki til að halda lífi og limum. Eina ógnin við Norris er í raun sú að vera sviptur frelsi til að elska manneskjuna sem hann þráir. Leyniþjónustan hótar að vísu að „núllstilla“ í honum heilann, sem yrði til þess að minningar hans myndu þurrkast út og hann yrði slefandi kálhaus, en örlagalögg- urnar vilja þó ekki grípa til þess ráðs nema þær hreinlega neyðist til þess. Það háir myndinni töluvert hversu alvarlega hún tekur sjálfa sig. Jafn vitfirrtur söguþráður og þessi hefði haft gott af léttara andrúmslofti og jafnvel nokkr- um bröndurum á eigin kostnað. Sem ævintýramynd er hún nokk- uð spennandi, en dramatíkin ristir ekki djúpt og sennilega er það vegna þess hversu ótrúverðug myndin er. Það er hægt að fá áhorfendur til þess að trúa hverju sem er ef for- sendur sögunnar eru matreiddar rétt. Það kvartaði til dæmis eng- inn undan ótrúverðugleika Juras- sic Park vegna þess að formálinn var fullkominn. En hér hefði mátt gera betur og verður óvandvirknin eiginlega til þess að myndin riðar hægt og rólega til falls eftir því sem lengra á hana líður. Ég vil þó ekki vera óþarflega nei- kvæður. The Adjustment Bureau er vel nothæf til þess að maula popp yfir á sunnudagseftirmiðdegi. En lengra nær notagildið ekki. Haukur Viðar Alfreðsson Niðurstaða: Furðuleg froða sem hefði getað verið miklu betri. Núll- stilling á heila áhorfandans gerir mögulega gæfumuninn. Götótt saga riðar til falls Ellefu hljómsveitir hafa verið valdar til þátttöku í úrslitum Músíktilrauna sem verða haldin í Íslensku óperunni á laugardaginn. „Það eru rosalega flottar hljóm- sveitir komnar. Þetta eru mjög fjölbreytt bönd, dálítið rokkuð en inni á milli er smá raftónlist, þungarokk og eitístónlist,“ segir Einar Rafn Þórhallsson, skipu- leggjandi Músíktilrauna. Fjórða og síðasta undanúr- slitakvöldinu lauk í Tjarnarbíói á mánudagskvöld. Salurinn kaus áfram hljómsveitina Primavera, sem er skipuð fimm ungmennum úr Kópavogi sem spila klassískt rokk. Dómnefndin valdi rokkband- ið My Final Warning. Áður höfðu tryggt sér sæti í úrslitunum rokk- bandið Postartica, sem er meðal annars skipað Minnu Rún Pálma- dóttur, dóttur söngvarans Pálma Gunnarssonar, djass-fusion-fönk- bandið Virtual Times, hljómsveit- irnar Murrk og Súr, rafpoppararn- ir í Samaris og prog-rokkararnir í For the Sun Is Red. Í gær valdi dómefndin svo aukalega hljóm- sveitirnar The Wicked Strangers, Askur Yggdrasils og Joe and the Dragon. Einar Rafn býst við skemmti- legu úrslitakvöldi. „Hljómsveit- irnar hafa núna viku til að undir- búa sig fyrir kvöldið og koma með eitt nýtt lag en þau eru með þrjú á úrslitakvöldinu,“ segir hann. Úrslitin hefjast klukkan 16 á laugardaginn og mun sigursveit- in frá því í fyrra, Of Monsters and Men, hefja kvöldið. - fb Ellefu hljómsveitir í úrslitum PRIMAVERA Melkorka Sjöfn Magnús- dóttir, söngkona Primavera, sem keppir í úrslitunum á laugardaginn. SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5% 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS -K.S.B., MONITOR LIMITLESS KL. 5.40 - 8 - 10.20 14 LOVE AND OTHER DRUGS KL. 8 – 10.30 7 BIUTIFUL KL. 6 – 9 12 OKKAR EIGIN OSLÓ KL. 5.45 - 8 - 10.10 L BLACK SWAN KL. 5.30 16 ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ GILDA EKKI Í BORGARBÍÓI LIMITLESS KL. 8 - 10 14 NO STRINGS ATTACHED KL. 8 - 10 12 RANGO MEÐ ÍSLENSKU TALI KL. 6 L BLACK SWAN KL. 6 16 -H.S., MBL -Þ.Þ., FT -T.V. - KVIKMYNDIR.IS LIMITLESS KL. 5.40 - 8 - 10.20 14 LIMITLESS SÝND Í LÚXUS KL. 5.40 - 8 - 10.20 14 NO STRINGS ATTACHED KL. 5.40 - 8 - 10.25 12 SEASON OF THE WITCH KL. 10.15 14 BATTLE: LOS ANGELES KL. 8 - 10.30 12 OKKAR EIGIN OSLÓ KL. 3.30 - 5.45 - 8 L RANGO MEÐ ÍSLENSKU TALI KL. 3.30 L RANGO MEÐ ENSKU TALI KL. 3.30 L JUST GO WITH IT KL. 5.30 L -H.S., MBL -T.V. - KVIKMYNDIR.IS NO STRINGS ATTACHED 5.50 og 10.10 RANGO - ENS TAL 10.10 RANGO - ISL TAL 5.50 OKKAR EIGIN OSLÓ 6 og 10 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar www.laugarasbio.is -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar STÓRKOSTLEG NÝ ÞRÍVÍDDAR TEIKNIMYND FRÁ DISNEY HARÐJAXLINN LIAM NEESON ER MÆTTUR Í MAGNAÐRI HASARMYN- DMYND SISTIBLY ENTERTAINING. Y AND HEARTBREAKING” BLOOMBERG NEWS, RICK WARNER “THE KING’S SPEECH ON STAGE ON OS THE WALL STREET JOURNAL, JO ST, LOU LUMENICK NY OBSERVER, REX REED NY DAILY NEWS, JOE NEUMAIER UAÐ NNAKS V I P ÁLFABAKKA EGILSHÖLL KRINGLUNNI AKUREYRI THE ADJUSTMENT BUREAU kl. 5:40 - 8 - 10:20 THE ADJUSTMENT BUREAU kl. 8 - 10:20 UNKNOWN kl. 8 - 10:20 MÖMMUR VANTAR Á MARS-3D M/ ísl. Tali kl. 6 HALL PASS kl. 5:50 - 8 - 10:20 THE WAY BACK kl. 8 THE WAY BACK kl. 5:20 RANGO M/ ísl. Tali kl. 5:50 JUSTIN BIEBER MOVIE Með texta kl. 5:50 - 8 THE RITE kl. 10:40 TRUE GRIT kl. 10:20 ADJUSTMENT BUREAU Númeruð sæti 6 - 8:20 - 10:30 UNKNOWN Númeruð sæti kl. 8:10 - 10:30 MÖMMUR VANTAR Á MARS-3D M/ ísl. Tali kl. 6:10 THE KING´S SPEECH Númeruð sæti kl. 5:40 - 8 - 10:30 LIMITLESS kl. 5.30 - 8 - 10.30 UNKNOWN kl. 5.30 - 8 - 10.30 ADJUSTMENT BUREU kl. 8 - 10.30 MARS NEEDS MOMS-3D M/ ísl. Tali kl. 5.30 BATTLE: LOS ANGELES kl. 10.30 HALL PASS kl. 8 JUSTIN BIEBER-3D textalaus kl. 5.45 MÖMMUR VANTAR Á MARS-3D M/ ísl. Tali kl. 6 THE ADJUSTMENT BUREAU kl. 8 UNKNOWN kl. 10:10 GEIMAPARNIR 2 M/ ísl. Tali kl. 6 HALL PASS kl. 8 - 10:10 10 10 10 10 V I P 16 16 16 16 16 16 L L L L L 12 12 14 12 12 12 L L L L MATT DAMON EMILY BLUNT FRÁ PHILIP K.DICK, HÖFUNDI BLADE RUNNER, TOTAL RECALL OG MINORITY REPORT MATT DAMON OG EMILY BLUNT ERU MÆTT Í MYND SEM ER BYGGÐ Á MAGNAÐRI VÍSINDASKÁLDSÖGU BOX OFFICE MAGAZINE EMPIRE SKANNAÐU “Dúndurskemmtilegt tripp sem heldur athygli þinni frá byrjun til enda” MUNIÐ AÐGANGSKORTIN! Allt að 37% afsláttur ROKLAND THE FIGHTER (14) FOUR LIONS (L) ANNAÐ ÁR (ANOTHER YEAR) (L) INSIDE JOB 17:40, 22:00 17;40, 20:00, 22:20 18:00, 20:00, 22:00 17:40, 22:10 22:40 MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS BAR& CAFÉ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.