Fréttablaðið - 30.03.2011, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 30. mars 2011 15
Icesave-samningurinn felur í sér greiðslur til Breta og Hol-
lendinga í erlendri mynt en krafa
Tryggingarsjóðs á Landsbank-
ann er í krónum. Samningurinn
felur því í sér áhættu sem stafar
af óvissu um gengi krónunnar. En
hve mikil er þessi áhætta?
Gengisáhætta í samningnum
Kröfur Breta og Hollendinga á
Tryggingarsjóð innstæðueigenda
og fjárfesta (TIF) eru í pundum og
evrum. Krafa TIF á Landsbank-
ann er leidd af kröfum Breta og
Hollendinga en er gerð í íslensk-
um krónum, miðuð við gengi 22.
apríl 2009 og nemur allt að 677
milljörðum króna að meðtöld-
um vaxtakröfum. Krónan hefur
styrkst frá apríl 2009 og því hefur
krafa Breta og Hollendinga á
TIF lækkað í krónum og nemur
höfuðstóllinn allt að 625 milljörð-
um, miðað við gengi krónunnar við
síðustu áramót. (Tölur úr greinar-
gerð fjármálaráðuneytisins.)
Skilanefnd Landsbankans áætl-
ar að greiða 89% af forgangskröf-
um. TIF fær því 602 milljarða upp
í kröfu sína á bankann (89% af 677
milljörðum). Áætlunin miðast við
gengi sl. áramót. Ef gengi krónunn-
ar veikist þá hækkar greiðsla TIF
til Breta og Hollendinga hlutfalls-
lega í krónum talið. En eignir bús
Landsbankans eru að mestu leyti í
erlendri mynt og því skilar veiking-
in einnig hærri greiðslum úr búinu.
Breyting á inn- og útgreiðslum
TIF verður því nokkurn veginn
samsvarandi. Þetta samhengi
gildir þar til kröfufjárhæðinni,
677 milljörðum, er náð. Að öðru
óbreyttu má gengi krónunnar því
vera um 12% veikara en gengið sl.
áramót á þeim degi sem greitt er úr
þrotabúi Landsbankans án þess að
það hafi verulegan umframkostnað
í för með sér fyrir TIF. Meiri veik-
ing gengisins en þetta kemur hins
vegar fram í meiri kostnaði sjóðs-
ins við þá greiðslu sem um ræðir
sem nemur gengislækkun umfram
12%.
Heimtur úr eignum Lands-
bankans er annar áhættuþáttur
tengdur samningnum. Skilanefnd
Landsbankans áætlar að um 40%
af eignum verði greiddar úr búi
Landsbankans á árinu 2011; þar
af eru 30% eigna þegar til staðar
í reiðufé. Önnur 13% eigna verða
greiddar út á árinu 2012. Eftir-
stöðvarnar verða síðan greiddar
út árin 2013-2016. Nefndin hefur
hingað til verið varfærin í áætl-
unum sínum enda vandséð hvaða
hagsmuni hún hefur af því að gera
meira úr virði eignanna en efni
standa til.
Gengi krónunnar
Eins og að framan greinir þá hefur
veiking gengisins sem nemur innan
við 12% frá síðustu áramótum lítil
áhrif á kostnað vegna Icesave.
Veiking umfram það hefur aukinn
kostnað í för með sér. Því er mikil-
vægt að reyna að meta líkurnar á
miklum sveiflum í gengi krónunnar
á næstu árum.
Krónan hefur veikst um ca 4%
gagnvart pundi/evru frá áramót-
um. Þessi veiking stafar sennilega
af gjaldeyriskaupum Seðlabank-
ans, sem hefur keypt um þrjá millj-
arða króna á gjaldeyrismarkaði frá
áramótum. Við fyrstu sýn kann það
að virka ósannfærandi að svo lítil
kaup hafi áhrif á gengið, en heild-
arvelta á millibankamarkaði með
gjaldeyri á sama tíma var aðeins
um 12 milljarðar svo þessi inngrip
eru fjórðungur af heildarviðskipt-
um og nægja til að veikja gengið.
Að sama skapi getur Seðlabankinn
stutt við gengið með því að selja
tiltölulega lítið magn gjaldeyris.
Ástæða þessa er að gjaldeyrishöft
takmarka flæði fjármagns milli
Íslands og annarra landa og Seðla-
bankinn getur haft mikil áhrif á
gengið meðan þau eru við lýði.
Flestir eru sammála um að gjald-
eyrishöftin séu skaðleg og að nauð-
synlegt sé að vinna að því að aflétta
þeim. Höftin voru sett á vegna
hættu á að flótti meira en 400 millj-
arða eftirhreytna af jöklabréfum
myndi tæma gjaldeyrisforðann
og kolfella gengi krónunnar. Þetta
er enn meginorsökin fyrir höftun-
um og ný áætlun um afnám þeirra
gengur út á að koma í veg fyrir
skaðlegan fjármagnsflótta af þessu
tagi. Af þessari áætlun má ráða að
höftum verður ekki aflétt meðan
hætta er á miklum sviptingum í
gengi krónunnar.
Raungengi krónunar er 20-30%
fyrir neðan meðaltal síðustu ára-
tuga að þenslutímanum 2004-2007
slepptum. Verðbólga er mjög lág.
Undirliggjandi viðskiptajöfnuður
er um 7% af landsframleiðslu og
12-13% ef Actavis er tekið út fyrir
sviga eins og er rökrétt að gera.
Það er auðvitað ekki hægt að úti-
loka að sveiflur verði á gengi krón-
unnar vegna breytinga á viðskipta-
kjörum eða vegna annarra þátta
sem hafa áhrif á fjárflæði til og
frá landinu, en ekki virðast efna-
hagslegar forsendur fyrir mikilli
varanlegri veikingu frá því sem
nú er – efni standa fremur til þess
að krónan ætti að geta styrkst ef
stjórnvöld halda rétt á spilunum.
Að lokum má benda á að bein-
ir hagsmunir ríkisins af því að
gengi krónunnar haldist stöðugt
eru verulegir að Icesave slepptu:
Hreinar erlendar skuldir opin-
berra aðila eru nú um 380 millj-
arðar króna. Ríkissjóður er einnig
í ábyrgð fyrir erlendum skuldum
Landsvirkjunar sem nema um 3,2
milljörðum dollara eða nálægt
370 milljörðum króna á núverandi
gengi.
Lokaorð
Það felst nokkur gengisáhætta í
Icesave-samningnum sem kemur
fram ef gengi krónunnar veik-
ist umfram tiltekin mörk. Ekki
má gleyma því að það fylgir því
margs konar áhætta, m.a. geng-
isáhætta, að hafna samningnum.
Þau atriði sem ég hef nefnt hér að
framan valda því að gengisáhætta
sem tengist Icesave-samningnum
virðist ásættanleg þegar litið er til
þeirra hagsmuna sem Ísland hefur
af því að ljúka þessu máli.
Gengisáhætta af Icesave
Icesave
Friðrik Már
Baldursson
prófessor í hagfræði
við HR
Ekki virðast efnahagslegar forsendur fyrir
mikilli varanlegri veikingu frá því sem nú
er – efni standa fremur til þess að krónan
ætti að geta styrkst ef stjórnvöld halda
rétt á spilunum.
Því er haldið fram að þeir sem hafni Icesave-lögunum taki
miklar áhættur og sýni sama stæri-
læti og tíðkaðist á hátímum útrásar.
Þetta stenst enga skoðun. Þvert á
móti má halda hinu gagnstæða fram.
Þeir sem vilja samþykkja Icesave-
lögin telja að með því kaupi Íslend-
ingar sér mikil óáþreifanleg verð-
mæti í formi trausts og aðgangs að
lánsfé. Þetta minnir á útrásartím-
ana þegar fjárfestar fóru með him-
inskautum og keyptu óáþreifanleg
verðmæti í stórum stíl; viðskiptavild
voru þau verðmæti kölluð.
Allir vita nú í dag hvað varð um
þessi óáþreifanlegu verðmæti þegar
á móti blés. Þau hurfu eins og dögg
fyrir sólu. Má ekki alveg eins búast
við því að verðmætin sem menn
ætla sér að kaupa með Icesave-
samningnum hverfi með sama
hætti? Auðvitað.
Það er mikil ábyrgð sem felst í
því að ætla að láta þjóð sína kaupa
óáþreifanleg verðmæti með því að
taka hundruð milljarða ótakmark-
aða áhættu af þróun á verði íslensku
krónunnar og eignaverði almennt.
Stærilætið er einnig mikið og felst
í því, að þeir hinir sömu og þetta
vilja, telja sig geta stýrt þessari
áhættu með öðrum og betri hætti
en hingað til hefur tíðkast. Ekk-
ert bendir til að það sé rétt. Fellum
Icesave-lögin.
Brynjar Níelsson hrl.
Björgvin Þorsteinsson hrl.
Haukur Örn Birgisson hrl.
Jón Jónsson hrl.
Reimar Pétursson hrl.
Sveinn Snorrason hrl
Tómas Jónsson hrl.
Þorsteinn Einarsson hrl.
Stærilæti
Icesave
Átta hæstaréttarlögmenn
skrifa um Iesave-lögin
Hátíðarsalur Tónlistarskóla FÍH Rauðagerði 27. Aðgangur ókeypis
Tónleikar Söngdeildar 31. mars og 1. apríl kl. 20:00
Flutt verður fjölbreytt tónlist eftir útskrifaða nemendur og kennara sem hafa kennt við skólann þau 30 ár sem hann hefur verið starfræktur.
Námið í Tónlistarskóla FÍH lagði grunninn að atvinnu
minni sem tónlistarmaður. Þar kynntist ég bæði frábær-
um kennurum og samnemendum sem eru samstarfs-
menn mínir í dag. - Samúel Samúelsson
Sú góða og sértæka tónlistarmenntun sem ég hlaut
í Tónlistarskóla FÍH á sannarlega sinn þátt í því að
ég lifi eingöngu á tónlistarsköpun og tónlistarflutn-
ingi í dag. - Ragnheiður Gröndal
Í Tónlistarskóla FÍH fékk ég góðan grunn til
að byggja á og hvatningu til að fara eigin
leiðir í listinni. - Jóel Pálsson
Í Tónlistarskóla FÍH lenti ég í þeirri hringiðu sem
ég er svo heppinn að hafa ekki komist út úr enn
þá. - Óskar Guðjónsson
TÓNLISTARSKÓLI FÍH 30 ÁRA
Samspilstónleikar 2. apríl kl. 16:00