Fréttablaðið - 30.03.2011, Blaðsíða 38
30. mars 2011 MIÐVIKUDAGUR30
BESTI BITINN Í BÆNUM
„Það myndi vera taílenski
skyndibitastaðurinn Yummy
Yummy á Hlemmi. Þar er
hægt að fá mjög vel kryddaðar
núðlur.“
Margrét Björnsdóttir, fyndnasti
Verslingurinn.
„Þessi mynd leynir alveg ótrúlega
á sér. Það er ekki hægt að fá leiða
á henni,“ segir Davíð Þorsteinsson,
eðlisfræðikennari í Menntaskólan-
um í Reykjavík og aðdáandi banda-
rísku gamanmyndarinnar The Big
Lebowski eftir Coen-bræður.
Löng grein sem Davíð skrifaði
um hin ýmsu tákn sem liggja undir
yfirborðinu í The Big Lebowski
birtist nýverið á bandarísku vef-
síðunni Dudespaper.com sem er
helguð aðalpersónunni The Dude.
Davíð til halds og trausts við
vinnslu greinarinnar var vinkona
hans Sigríður Björnsdóttir og voru
þau nokkrar vikur að fullvinna
hana. Þar fjalla þau um tengsl
myndarinnar við trúarbrögð,
heimspeki og Tarot-spil.
„Við erum miklir aðdáendur
myndarinnar og höfum horft á
hana í tugi skipta. Við höfum rætt
um hana heima hjá okkur og í
heitum pottum í sumarbústöðum
og okkur fannst kominn tími til að
ljúka þessu með þessum hætti,“
segir Davíð, sem rakst á síðuna
þegar hann var að leita að upp-
lýsingum um myndina. „Það er
gaman að greinin skyldi vera birt
og þeir voru ánægðir með hana
„dúdarnir“ sem sjá um síðuna.“
The Big Lebowski gerist í Los
Angeles og fjallar um atvinnulausa
keiluspilarann The Dude og vini
hans. Frá því að myndin var frum-
sýnd 1998 hefur hún smám saman
öðlast költ-stöðu bæði hér heima og
erlendis. Í Reykjavík hefur verið
haldin árleg Lebowski-hátíð og í
Bandaríkjunum hafa verið haldnar
ráðstefnur þar sem leikarar mynd-
arinnar, þar á meðal aðalleikarinn
Jeff Bridges, hafa látið sjá sig.
Davíð segir að myndin sé marg-
slungnari en margir halda, eins og
kemur berlega í ljós þegar grein
hans er lesin. „Mikið af tarot-
hugleiðingunum er frá Siggu en
ég hafði mestan áhuga á því sem
mér sýndist vera Biblíutilvitnan-
ir og heimspekitilvitnanir, sem
eru þarna, engin spurning,“ segir
hann.
Davíð, sem verður 63 ára á
þessu ári, viðurkennir að marg-
ir í kringum hann séu undrandi á
þessu óvenjulega áhugamáli hans.
„Ég held að fólki finnist allur
áhugi sem skilar sér ekki í bein-
hörðum peningum frekar undar-
legur. En ég hef alltaf fengið sterk
áhugamál. Ég var einu sinni með
áhuga á Passíusálmunum og það
fannst fólki algjörlega óþolandi
en á meðan maður er með áhuga-
mál er maður í einhverjum skiln-
ingi lifandi.“
Davíð er einnig með ljósmynda-
bók í smíðum sem hann vonast til
að gefa út síðar á þessu ári.
freyr@frettabladid.is
DAVÍÐ ÞORSTEINSSON: ÞESSI MYND LEYNIR ÓTRÚLEGA Á SÉR
Eðlisfræðikennari skrifaði
lærða grein um Lebowski
LEBOWSKI-ÁHUGAMAÐUR Davíð Þorsteinsson hefur skrifað lærða grein um The Big
Lebowski á síðunni Dudespaper.com. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
„Það er komin rosaleg spenna í
mannskapinn hér á Akureyri,“
segir Óli Dagur Valtýsson, for-
maður skólafélags Menntaskólans
á Akureyri.
Hinn 9. apríl fer Söngkeppni
framhaldsskólanna fram á Akur-
eyri. Forsvarsmenn keppninn-
ar reikna með því að gríðarlegur
fjöldi framhaldsskólanema haldi
norður til að hvetja sinn skóla og
því ljóst að bærinn verður fullur
af lífi. „Það verður allt að gerast á
Akureyri þessa helgi,“ segir Tind-
ur Óli Jensson, verkefnastjóri AM
Events, en fyrirtækið skipuleggur
söngkeppnina. Tindur segir að um
2000 nemendur fari á sjálfa söng-
keppnina, en að þessa sömu helgi
fari einnig fram snjóbretta- og tón-
listarhátíðin AK Extreme og því
verði enn þá meira um að vera norð-
an heiða. Margir af bestu tónlistar-
mönnum landsins verða í Akureyr-
arbæ umrædda helgi. „Við hjá AM
Events verðum með áfengislaust
ball fyrir 16 ára og eldri, en þar
spila Agent Fresco, Danni Deluxe
og Skítamórall,“ segir Tindur. Á
Græna hattinum verður heljarinnar
tónleikadagskrá á vegum AK Ext-
reme og eins koma tónlistarmenn-
irnir Blaz Roca og Friðrik Dór fram
í Sjallanum á föstudagskvöldinu.
Það verður hins vegar ekki auð-
velt að fá gistingu í bænum þessa
helgi, en rúmur mánuður er síðan
öll gistiheimili og hótel voru full-
bókuð. „Þetta er í fyrsta skipti í
þau fimm ár sem við höfum séð um
keppnina, að hvert einasta gisti-
pláss á Akureyri er uppbókað. Við
vorum meira að segja í vandræð-
um með að redda gistingu fyrir
starfsmennina okkar,“ segir Tind-
ur í léttum dúr. Þeir sem ekki fara
norður til að fylgjast með söng-
keppninni þurfa ekki að örvænta,
því keppnin verður í beinni útsend-
ingu og í opinni dagskrá á Stöð 2.
- ka
Framhaldsskólanemar flykkjast norður
KRISTMUNDUR SLÓ Í GEGN Kristmundur
Axel vann söngkeppnina í fyrra með
lagið „Komdu til baka“, en lagið sló í
gegn í kjölfarið og fékk mikla spilun á
útvarpsrásunum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Bandaríski rapparinn Busta
Rhymes stígur á svið í Vodafone-
höllini 18. maí.
Í desember ætlaði Arnviður
Snorrason, annar af skipuleggj-
endum tónleikanna, að flytja inn
annan rappara, The Game, en
hann hætti við með örstuttum
fyrirvara. „Það voru tvær ástæð-
ur fyrir því að hann kom ekki.
Það var veðrið sem var hérna og
hann hafði lent í flughremming-
um sem ollu þessari flughræðslu
hjá honum. Ég hef ekki lent í flug-
hremmingum sjálfur en ég hef
heyrt af fólki sem hefur lent í
slíku. Það hefur verið mjög lengi
að jafna sig en ég held að Busta
Rhymes sé ekki hræddur við
neitt,“ segir Arnviður.
Rapparinn flýgur hingað til
lands ásamt sjö manna hópi og
ætla þeir að dvelja hérna í tvo
daga. Aðspurður segir Arnviður
að erfitt hafi verið að ná Rhymes
til landsins. „Ég er búinn að vera
að vinna að því í fjóra mánuði. Ég
þurfti að fara nokkrar krókaleiðir
til að ná honum og það er búin að
vera svolítil óvissa en svo loksins
náði ég honum.“ - fb
Busta kemur óhræddur til Íslands
TIL ÍSLANDS Rapparinn Busta Rhymes er
á leiðinni til Íslands í maí.
Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði
á 120 stöðum um land allt.
Nánari upplýsingar á
visir.is/dreifing
Tilboð
Kæli- og frystiskápar sem hafa innbyggða klakavél
með mulningi og ísköldu íslensku vatni. Þeir eru
öflugir, endingargóðir og glæsilega innréttaðir.
kr. 369.000 stgr.
Verðlistaverð kr. 461.250