Fréttablaðið - 30.03.2011, Blaðsíða 30
30. mars 2011 MIÐVIKUDAGUR22
BAKÞANKAR
Sifjar
Sigmars-
dóttur
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
krossgáta
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
LÁRÉTT
2. margskonar, 6. komast, 8.
smáskilaboð, 9. egna, 11. hæð, 12.
brotthlaup, 14. glingur, 16. kveðja, 17.
útsæði, 18. angan, 20. 950, 21. krafs.
LÓÐRÉTT
1. hvæs, 3. fyrirtæki, 4. lítilmenni, 5.
suss, 7. vinsæll, 10. ról, 13. heyskap-
aramboð, 15. viðkvæmni, 16. töf, 19.
eldsneyti.
LAUSN
Alveg róleg
sæta mín, þú
færð vörtur
fyrr en síðar...
Úff!
Afsakaðu
hvað ég er
sein Pondus!
Ég kom
vespunni
ekki í gang!
Allt í
góðu!
Þú ert
sérstaklega
glæsileg í
dag Sara.
Takk!
Þú líka.
Ég vakti
fram eftir til að
ákveða í hverju
ég ætti að vera.
Ég er í sömu
fötum og í gær.
Heyrðu! Ég sem
ekki reglurnar!
Hvenær
verður
maturinn
til?
Bráðum. Veistu hvenær
maturinn
verður til?
Bráðum.
Hvað eru
margar mín-
útur í bráðum?
LÁRÉTT: 2. ýmsu, 6. ná, 8. sms, 9.
æsa, 11. ás, 12. strok, 14. skran, 16.
hæ, 17. fræ, 18. ilm, 20. lm, 21. klór.
LÓÐRÉTT: 1. fnæs, 3. ms, 4. smákarl,
5. uss, 7. ástsæll, 10. ark, 13. orf, 15.
næmi, 16. hik, 19. mó.
Þá byrjar það enn á ný, rammfalskt og taktlaust gólið í afsagnarkór stjórnar-
andstöðunnar. Um er að ræða endurflutning
á verkinu „Jóhanna Sig. á að segja af sér“.
Ég tel að ég sé ekki sú eina sem kysi heldur
að sitja í gegnumtrekk í hálfkláraðri Hörp-
unni undir Niflungahring Wagners í flutn-
ingi skólahljómsveitar leikskólans Grænu-
borgar.
ÞÓTT ég hafi á mínum yngri árum skráð
mig í stjórnmálaflokk, sem ég valdi – eins
og skynsömum aktivista ber – eftir því hvar
bestu partíin var að finna, er atkvæði mitt
allra flokkanna að keppa um. Fyrir mér er
pólitík ekki eins og fótbolti þar sem áhang-
endur styðja lið sitt óháð frammistöðu. Sem
gegnheill tækifærissinni krossa ég einfald-
lega við þann sem býður best.
ÞVÍ FÆ ég með engu móti skilið
strategíu stjórnarandstöðunnar. Eins
áfjáð og hún virðist í völd gerir hún
ekkert til að sýna fram á að hún
sé mögulegur staðgengill þeirrar
ríkisstjórnar sem nú starfar. Í
stað heildstæðrar og ígrundaðrar
stefnu miðlar hún litlu öðru til
kjósenda en ósk sinni um að kom-
ast til valda með upphrópunum
um að núverandi stjórn beri að
víkja. Ríkisstjórnin á að segja af
sér vegna Icesave, aðgerðaleysis,
góðs gengis Sjálfstæðisflokksins
í einni skoðanakönnun, efnahagsástandsins,
af „ýmsum ástæðum“ (skv. Sigmundi Davíð
Gunnlaugssyni) og nú síðast vegna þess
að Jóhanna Sigurðardóttir réði í starf hjá
forsætisráðuneytinu aðila sem ráðgjafar
töldu hæfastan til að gegna stöðunni. Hefur
stjórnarandstaðan aldrei heyrt dæmisög-
una um drenginn sem hrópaði úlfur, úlfur?
VISSULEGA er miður að betur hefði mátt
standa að ráðningunni í forsætisráðu-
neytinu. Það að halda því fram að málið
beri vott um að forsætisráðherra, kona sem
áratugum saman hefur verið einn ötulasti
baráttumaður fyrir jafnrétti kynjanna, láti
sig skyndilega jafnréttismál engu varða
og eigi að segja af sér er firra. Það þýðir
þó ekki að stjórnarandstaðan megi ekki
gera sér mat úr uppákomunni. Hvers vegna
útlistar hún ekki fyrir okkur kjósendum
hvernig hún myndi betrumbæta ráðningar-
ferli innan stjórnsýslunnar kæmist hún til
valda?
INNANTÓM köll stjórnarandstöðunnar
um afsögn ríkisstjórnarinnar og forsætis-
ráðherra hennar misbjóða vitsmunum
kjósenda. Þar að auki gera þau ekkert til að
afla henni atkvæða. Í stað þess að stagast á
framgöngu núverandi stjórnar og kröfum
um að hún víki væri ráð að stjórnarandstað-
an tæki að greina kjósendum frá því hvaða
aðrir kostir eru í boði. Kjörtímabilið er jú
að verða hálfnað.
Gólið í afsagnarkórnum
Afsláttar-
dagur
Rauðarárstígur 10
105 Reykjavík
Sími: 562 4082
Yggdrasill verslun
er staðsett við Hlemm
www.yggdrasill.is
Landsins mesta úrval
af lífrænum vörum 10%
AFSLÁTTUR AF
ÖLLUM VÖRUM
J.S.Bach BWV 245
Sunnudaginn 3. apríl 2011 kl. 17
Minningartónleikar um Áskel Jónsson
söngstjóra f. 5. apríl 1911.
Hallgrímskirkja
Reykjavík
Menningarhúsið Hof
Akureyri
Laugardaginn 2. apríl 2011 kl. 17
Föstudaginn 1. apríl 2011 kl. 20
Jóhannesarpassía