Sameiningin - 01.08.1919, Side 2
158
hlusta á mig, — myndi fæla ykkur. En nú sé eg, að það
hefir ekki verið.. Enda skal eg fullvissa ykkur um það, að
það er fjarri mér, að vilja gera út af við ykkur. Vildi miklu
heldur, að mál mitt hefði áhrif í hina áttina. Og ef þið sitjið
hjá mér þolinmóðir ofur-litla stund, þótt erfitt sé í þessum
mikla hita, — skal reyna að verða ekki fram úr öllu hófi
langorður, — þá vona eg að þið komist að raun um það.
Eg stend hér undir ljósi. pað minnir á Ijósið að ofan,
sem mig langar til þess að standa undir og vera ávalt í, og
fái að varpa ögn af birtu sinni á okkur þessa stund hér í
kirkjunni.
Eg lít í anda Pál postula á Miðjarðarhafinú, á sigling
meðfram suðurströnd Kríteyjar fyrir hægum byr. Alt í
einu sést bliku draga upp í norð-austri. Og eftir litla stund
er skollið á óveður, svo kallaður Evrakvíló, ógurlegur Öldu-
æsir. Æðandi, ógnandi vinduf. Ólgandi, hamstola haf,
sem hótar að færa far og farþega alla í kaf. Mannlegur
máttur má sín nú lítið. Skipið hrekur. Og hættan suð-
urundan ægileg, sem öllum sjómönnum stóð af ógn hin
mesta: Syrtan, sandrifin, sandbleytan, kviksyndið, botn-
laust vítið.
Óveðrinu heldur áfram marga daga. Hræðilegir, sól-
arlausir dagar. Allir æðrast, nema Páll og þeir, sem með
honum treysta Drotni. Hann er með. Hann hefir ekki
yfirgefið þá. Evrakvíló tók hann ekki á burt. Ekkert er
því að óttast. pótt farið farist, bjargast þó fárþegar allir.
petta er Páli birt. Harin treystir orði Drottins. Enda
verður honum að því.
Ölduæsirinn þessi á Miðjarðarhafinu, sem postulirin Páll
var úti í, rtiinnir mig á óveðrið voðalega, sem skall á fyrir
fimm árum, ölduæsirinn ógurlegasta, sem nokkurn tíma
hefir ætt yfir heiminn, heimsstríðið ægilega, nýafstaðna.
Nýafstaðna, segi eg. Er það úti? Já, friðarsamn-
ingar voru undirritaðir í gær. Og Guði sé lof fyrir það.
En—er stormurinn allur úti, óveðrinu slotað, er orðið logn?
Er ekki ólgan enn í hafinu, brimið enn við strendurnar,
ókyrðin enn eftir óveðrið? Og er ekki eins og gnýhljóð að-
dynjanda stormviðris, æst upp af heimsstríðinu, heyrist í
loftinu ?
En Páll postuli í storminu er mér ímynd safnaðar
Drottins í heiminum, þegar heimsstríðið skall á.
pað virtist að koma eins og skrugga úr heiðskíru lofti.
Rétt áður virtist gengi heimsins vera hið glæsilegasta.