Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.08.1919, Qupperneq 5

Sameiningin - 01.08.1919, Qupperneq 5
161 skilja svo hlutverk sitt, að við það mætti hún ekki hlífa sér. Óhlífni Guðs við sjálfan sig var fólgin í sjálfsfórninni hans. Óhlífni kirkjunnar við sjálfa sig þarf þá líka að vera fólgin í sjálfsfórn hennar. Og eins og hann með fórn sinni hefir sýnt, að í augum hans var um líf eða dauða að ræða, eins þarf kirkjan við verkið sitt með fórn sinni að sýna, að í aug- um hennar er einnig um Iíf eða dauða að ræða. Fyrirmyndir .þurfum vér. Lærum af þeim. Ef til vill bezt. Börn læra af foreldrunum, og sjálfsagt mest og bezt af fyrirmyndinni, sem þau gefa. Unglingarnir vita- skuld líka, og af félagsskapnum, sem þeir eru í. Vér öll meira og minna af manneskjunum, sem vér kynnumst. Gegn um augað lærum vér öll, ung og gömul, miklu meir, en vér ef til vill gerum oss grein fyrir. Stríðið hefir gefið miklar fyrirmyndir. Ógurlega ljót- ar sumar, svo að hryllingur hefir farið um mann, eða maður hefir staðið eins og steini lostinn og ekki vitað, hverju trúa skyldi. En spilling manneðlisins birtist þarna nakin, af- hjúpuð allri ytri siðfágun. Dýrið hjá manninum ótamið kom í ljós. pað sannaðist, sem Guðmundur heitinn skáld Guðmundsson segir á einum stað: “Vér, æðstu dýrin,—villidýrin verst vér verðum einatt.” Og augun lukust upp á mörgum; því, eins og kunnugt er, voru margir farnir að líta hornauga til kenningar biblíunn- ar um spilling mannsins. Sumir álitu hana heiðinglegt böl- sýni. Aftur aðrir, að manninum væri sýnd óvirðing með henni. Enn aðrir, að hún væri hlekkur um fót mannsins á framfaraleið hans. Á því riði, að losna við kenninguna sem fyrst. Á sama tíma var þá farið að draga úr syndinni. Hún var ekki lengur ákaflega syndug, eins og Páll postuli kemst að orði um hana. Hún væri að eins ofur-lítill veik- leiki eða ófullkomleiki hjá manninum, — raunar bara þátt- ur í þroska hans til þess að verða eins og Guð. En nú fóru margir að skilja þetta betur. Sáu, að þessi afneitun var tilraun mannsins til þess að afsaka sig, eða fela sjálfan sig bæði fyrir sjáfum sér og Guði. Sáu þá, að myndin, sem heilög ritning kemur með af eðli mannsins, væri sönn mynd, og betra hefði verið, ef eftir því hefði verið farið og leitað hefði verið til læknisins eina, sem einn getur læknað mann- inn, og lagar hann ekki að eins hið ytra, heldur fyrst og fremst hið innra.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.