Sameiningin - 01.08.1919, Side 6
162
Nú sáu þeir þá líka, að menningin marglofaða og há-
lofaða, goðið, sem tilbeðið hafði verið í stað Guðs, var aðal-
lega gljái, gylling, glit glæsilegt að sjá, en innri maðurinn ó-
snortinn, eðlið sama og áður óbreytt, dýrið að eins tamið og
glitklætt.
En stríðið hefir líka gefið dýrlega fyrirmynd til eftir-
breytni. Líknarstarfsemin öll er dæmi þess, og fórnfýsin
mikla bæði á fé og fjör. Menn lærðu að fórna. Drottinn
hefir einmitt verið að kenna mönnum að fórna. Vinur minn
einn, sem nú er dáinn og fúsastur manna var til þess að
styrkja söfnuð sinn, sagði einu sinni við mig, þegar samtal-
ið var um peningagjafir til hjálpar í stríðinu: “Eg hefi lært
að sjá það, að eg hefði getað gefið miklu meira til safnaðar.”
En hvað er að fórna fé hjá því að fórna fjöri! Og því
var fórnað, ekki að eins af þeim, sem út í stríðið fóru, held-
ur líka af þeim, sem gáfu sína.
Vor þjóð, Canadaþjóðin, var með öllu óviðbúin, þegar
stríðið skall á, eins og brezzka veldið alt, að undanteknum
herflota viðbúnaði þess. En aðal-óvinurinn afar vel undir-
búin hernaðarþjóð. Oss íslendinga hafði ekki einu sinni
dreymt um hernað. pað eins fjarri oss og nokkuð.
Sízt dottið í hug, að flutningur vor hingað mundi hafa í för
með sér hluttöku í stríði af hálfu vorri.
En þegar friður var rofinn og stríðið var hafið, var kall-
að á alþjóð að hefjast handa gegn friðrofanum. Tókum
vér íslendingar eftir því? Já. Og hvernig? Öllum er það
kunnugt. En var það vegna þess, að hernaðarandinn væri
svo sterkur í oss og að vér værum að eðlisfari svo herskáir ?
Hefðum löngun til þess að berjast? pætti vænt um stríð
og að fá tækifæri til þess að sýna, hvaða menn vér værum
og til þess að geta oss orðstírs. Var það vegna þess, að
víkingslund feðranna frægu vaknaði hjá oss og risi upp úr
dvala eftir alda svefn? Nei! púsund sinnum nei!
Hugprýði dýrleg kom í Ijós. Ekki heiðin, heldur krist-
in. Hún hlýddi röddinni helgu, að ganga á móti ofbeldinu
og ofmetnaðinum og ósvífninni og óréttlætinu og sigrast á
því. Til þess var fundið, að friður sá er ekki friður, sem
friðar vegna og til þess að komast hjá fórn fargar frelsi og
réttlæti. Til þess var fundið, að til er það, sem meira virði
er en ytri friður, — meira virði en það, að komast hjá stríði
og óþægindum og fórnum. Til þess var fundið, að sannur
friður verður heldur ekki keyptur með flótta þrælslundar-
innar, sem engu vill fórna. Til þess var líka fundið, að
heimsfriðurinn var lævíslega rofinn, þrátt fyrir öll hátíðleg