Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1919, Síða 7

Sameiningin - 01.08.1919, Síða 7
163 heitorð um, að herbúnaður allur af hálfu óvinanna væri til þess að tryggja friðinn. Og til þess var fundið, að ekki væri unt að komast hjá því að fara út í stríð, til þess að heim- urinn gæti eignast frið, sem betur væri trygður. Og svo gáfu menn sig fram vegna hugsjóna, sem voru þeim svo mikils virði. Ekki svo að skilja, að allir hafi fundið jafn-sterklega til þess, eða séð jafn-glögt það, sem í húfi var. pað er aldrei svo. Alt er fyrir oss á mismun- andi stigi. En litli tré-anginn er eins lifandi eins og tréið stóra, þótt minna beri á honum og minna sé fundið til hans. En það, sem þeir sáu og fundu til, var nógu mikið og tók þá nógu sterkum tökum til þess, að þeir vildu gefa sig. Og eins fyrir það, þótt til væru menn, sem virtust hugsa mest um það, að njóta lífsins á sinni eigin heima-þúfu eða í sín- um eigin heimahögum, en funuu ekki til tengslanna, sem binda alla saman, svo að enginn geti lifað sjálfum sér ein- göngu, og reyndu því að telja það úr þeim, að þeir gerðu það. Já, eins fyrir það, þó til væru menn sem hrópuðu, að verið væri að kalla þá út í helvíti, og þóttust með því vera að forða þeim frá því. Satt er það, að slíkt er ekki of svört lýsing á stríði og allra síst á síðasta stríði, þótt sumir haldi og segi, að of svört geti lýsingin orðið af helvíti sjálfu, eins og hún líka verði hjá sumum prestum, og vilja helzt að því sé betur lýst og það gert meir aðlaðandi, svo að fleiri — fari þang- að, vitaskuld. En stríði má nú lýsa þannig, eins og bent var á, og þó ekki segja nema hálfan sannleikann,. En hálf- ur sannleiki er æfinlega verri en heil lýgi; því þá felur lýgin sig bak við sannleikann, og við henni er gleypt í þeirri trú, að við sannleika sé tekið. pví var sem sé stungið undir stól, um hvað væri að tefla og hvað í húfi væri. pví var gleymt, að til er óðal það, sem svo mikils virði er, að fórna verður lífinu, til þess að það glatist ekki. Kristnir menn ættu að skilja það, sem trúa á hann, er gekk í gegn um hel- víti til þess að frelsa oss frá því. Vér vorum honum svona mikils virði, og hann fórnaði svona miklu, ekki vegna þess að engu skifti, eins og sumir vilja ætla, heldur vegna þess, að um líf eða dauða var að ræða að því er oss mennina snertir. Áhuginn mikli og fúsleikinn til að fórna, sem kom fram í sambandi við stríðið, lýsti því greinilega, að fundið var til þess, að um mikið var að ræða, — um líf eða dauða. Og hefði ekki áhuginn verið eins mikill og alt hefði ekki verið látið sitja á hakanum eða víkja úr sæti fyrir þessu eina,

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.