Sameiningin - 01.08.1919, Qupperneq 8
164
svo að flokkar, sem áður börðust hvor á móti öðrum, létu
ágreiningsmál sín víkja og tóku höndum saman, — þá hefðu
úrslit orðið önnur, — um engan sigur orðið að ræða.
Hér hefir nú verið gefin fyrirmynd að breyta eftir. Á
hana bendir Drottinn oss. Hún er letruð svo skýrt. Stíll-
inn er svo stór, að vér getum lesið, þótt á hlaupum séum. En
hvað vill hann að vér lærum? Og hvað þurfum vér að læra?
Að líta stórt á sjálfa oss og miklast af því, hve miklir menn
vér séum og hvílíkan drengskap, dáð og dug vér höfum sýnt ?
Að læra að finna til sjálfra vor? Að finna til þess að vér
erum eiginlega meiri en aðrir? Að gáfum og öllu atgerfi
öllum fremri. Nei, eg held vér þurfum ekki að læra þetta.
Hygg, að vér kunnum það eins vel og pjóðverjar.*)
En það, sem Drottinn vill vekja oss, sem kristnir erum
og tilheyrum kirkju hans og játum að málefni hans sé vort,
til að sjá og finna til, er þetta, að í verki hans, sem hann er
að vinna að í heiminum og Drottinn vor Jesús Kristur
fórnaði sér fyrir, hefir kallað oss til þess að vinna ~að
með sér, er miklu fremur um líf eða dauða að ræða. pað
er mesta mál heimsins. par er um mesta verkið í heim-
inum að ræða. Og þar ætti þá að sjást hjá oss, kristnu fólki,
mestur áhuginn og mesta fórnfýsin.
Er það svo ? pegar vér berum saman áhugann og fórn-
fýsina, sem kom í ljós í sambandi við stríðið, við áhugann
og fórnfýsina, sem vér sýnum í sambandi við kristindóms-
mál vor og kirkju, — er það þá svo? Kemur fram meiri
áhugi og meiri fórnfýsi hér, af því um meira mál er að
ræða? Eða er jafnt um það? Eða er áhuginn og fórnfýsin
minni ?
Oss furðar á, hve seint gengur. Oss furðar á, hve lítill
hefir verið sigurinn í öllu starfinu og stríðinu. Oss furðar
á, að kristindómslíf vort skuli ekki vera með meiri blóma.
Er nokkuð að furða sig á því?
Ef menn hefðu ekki viljað gefa sig fram, þegar á þá
var kallað til stríðsins, en þózt hafa nóg að hugsa um og að
gera við sín eigin hversdags verk og ekki hafa tóm til að
sinna slíku, — og ef menn hefðu ekki viljað gefa nema hið
allra minsta og ekki leggja neitt á sig, þegar á þá var skorað
að hjálpa, því að þeir hefðu í nóg horn að líta heima fyrir
og nóg að brúka peninga sína til, þó þeir færu ekki að
fleygja þeim í stríðið, — hver hefði þá árangurinn orðið?
l) Bg minnist í þessu sambandi þess, hvernig- talaö er um “hina
Bláklæddu” i ferSasögu “hins gáfaSasta Vestur-lslendings”!