Sameiningin - 01.08.1919, Síða 9
165
Og hefðum vér þá nokkuð þurft að furða oss á því, að hann
varð ekki annar? Allir finna til þess, hvert svarið yrði.
Nú hefir Drottinn kallað á unga námsmenn vora að gefa
sig fram til prestlegs starfs hjá oss, að gerast undirforingj-
ar í hersveit hans, til þess að berjast fyrir málefni hans til
eflingar ríkis hans. Um undirtektir er oss öllum kunnugt.
En hví ? Er minna varið í það, að gerast fyrirliði í hersveit
konungs heimsins, Drottins vors Jesú Krists, heldur en að
vera hermaður í liði konungs Breta, eða í liði Bandaríkj-
anna? Erþaðverra? Er um minna að ræða? Nei. Hvern-
ig stendur þá á þessu ? Hvernig stendur á því að kall kon-
ungsins Krists hrífur ekki eins hinar ungu sálir og kall
George konungs 5. eða Bandaríkjanna? Skyldi það ekki að
einhverju leyti orsakast af því, að boð Drottins hefir verið
ver flutt heldur en boð hinna ? Og líka vegna þess, að í liði
Drottins, í söfnuði hans, hefir verið farið ver með liðsfor-
ingja hans og ver talað um þá heldur en að því er snertir
liðsforingja hinna? Eg hygg svo sé.
Ennfremur hefir Drottinn kvatt alla, sem kristnir vilja
vera til fylgdar við sig sem hermenn sína, til þess að berj-
ast með liði sínu gegn öllum óvinum hans. Hann hefir ekki
kvatt þá til þess að standa og horfa á og finna að því, sem
aðrir gera, heldur til þess alla að vinna og vera með og líta
á málið hans sem þeirra eigið hjartans mál. Hvernig hafa
þeir tekið undir það ? Hafa þeir boðið sig fram ? Hafa þeir
sagt: “Hér er eg; hvað get eg gert?” Eða hafa þeir sagt:
“Eg hefi engan tíma til að sinna þessu. Hefi um nóg annað
að hugsa og nóg að gera. peir, sem komnir hafa verið til
þess að hugsa um safnaðarmálin, þeir geta gert það. peir
eru ekki of góðir til þess, ef þeim er þá nokkuð ant um það.
Eg skal styrkja söfnuðinn eitthvað, ef eg hef nokkurn af-
gang”?
Er nokkur furða þó seint gangi, þegar undirtektir eru
oft svipaðar þessu? Ekkert áhugamál, enginn áhugi, ekki
fundið neitt til þess að hér sé um líf eða dauða að ræða?
Stríðið hefir líka sýnt oss sterklega nauðsyn þess og
blessun að standa saman, standa þétt saman, vera eitt 1 trú,
vilja og verki. pað hefir flutt þennan sannleika heim til vor
allra með svo miklu sannfæringar afli, og lagt hann eins og
á oss, svo að oss skyldi eigi vera unt að smeygja oss undan
því að hugsa um hann og finna til hans. pað er eins og
Drottinn hafi með þessari ógurlegu rödd verið að kalla sam-
an hjörð sína, dreifða og dáðlitla, í þétta fylking til stríðs