Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.08.1919, Side 10

Sameiningin - 01.08.1919, Side 10
166 upp á líf og dauða gegn öllu valdi og vélráðum hins illa, og til atorkusams starfs fyrir sigur málefnis hans 1 heiminum. Og það hefir haft svipuð áhrif eins og þegar dreifo hjörð sér óvin sinn: — hún hleypur öll saman í þéttan hnapp. Sameiningar-þráin hjá ýmsum pörtum kirkjunnar hefir auk- ist stórum. Og tilraunir til þess að láta hana verða að framkvæmd er einlægt að koma betur í ljós. Kirkjan hefir fundið til þess, hve sundrungin og skiftingin hefir veikt hana, — en aldrei eins og nú. Umbrotin skelfilegu virðast ætla að mynda ný tímamót, ekki aðeins í veraldarsögunni, heldur líka í kirkjusögunni. Enda ekki undarlegt né nýtt; því báðum stjórnar hinn sami Herra, hann, sem ekki er að eins Herra kirkjunnar, heldur líka Herra heimsins, þótt heimurinn sem heimur vilji enn ekki lúta honum sem Herra sínum. Fyrir samtökin miklu hjá samherjum vorum í eining anda og atorku undir einni sterkri og viturri stjórn komn þeir því til leiðar, sem þeir komu, og náðu sigri. Fyrir sam- tök hjá kirkju Krists í eining anda og atorku undir stjórn hans getur hún komið miklu meiru til leiðar, unnið rneiri sigra, orðið heiminum til meiri blessunar en hingað til, — já, birt heiminum óendanlega miklu betur dýrð og dáðir Drottins vors Jesú Krists. Og samtök dýrleg ættu að geta orðið eins og á stendur, þótt úr engri allsherjar samsteypu geti orðið né ætti að verða, að minni hyggju, á voru núver- andi þroskastigi. Samtök með samherjum gátu orðið og þau góð án samsteypu, eins og oss er kunnugt. pví þá ekki eins samtök hjá kirkjunni án samsteypu, eins og eg áður í öðru erindi benti á? En lítum nú nær, og látum hreyfinguna ná til vor. Eða ættum vér að láta alla kirkjulega vakning fara fram hjá oss, hreyfinguna þessa ekki koma við oss, eða koma oss við? Ekkert að taka eftir því eða taka til greina það, sem Drottinn hefir viljað kalla inn í sálir vorar og samvizkur með heims- rótinu mikla ? Eigum vér enn, eins og svo margoft áður, að þruma fram af oss þessa sterku vakningarrödd Drottins ? Vér þrumuðum ekki fram af oss röddina, sem kallaði á oss til hluttöku í stríðinu og til fórnar málefninu til sigurs, sem um var barist. Vér gáfum dýrlegt svar. Vér sýndum að vér skildum og líka hvað vér vildum, og stóðum ekki á baki neinum. pað er sá heiður, sem aldrei verður tekinn frá oss. Hví ekki að taka eins vel undir, þegar Drottinn kallar á oss til stríðs og starfs fyrir málefni hans í heim- inum? Hví ekki að vakna og sjá, hvað hann vill að vér

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.