Sameiningin - 01.08.1919, Qupperneq 11
167
gerum? Sjá, hvílík nauðsyn er á, að það sé gert og að vér
einmitt séum þar með að fórna sjálfum oss og voru því til
sigurs? Hví ekki að svara honum eins, og segja: Sjá, hér
em eg, sjálfboðinn þinn, Drottinn, og sjálfvilja fórnin mín
þér til handa? Hví ekki að sýna hér eins dýrlega, að vér
skiljum og líka hvað vér viljum? Hví ekki að taka höndum
saman, allir kristnir íslendingar hér vestanhafs, við lúterska
bræður vora hér, til þess að byggja upp sterka, áhrifamikla
og blessunarríka lúterska kirkju, sem unnið gæti í samein-
ing við aðrar kristnar kirkjur Guði til dýrðar í heiminum?
Hví ekki að verða sterkari sjálfir líka við það að taka hönd-
um saman við bræður, sem sterkari eru en vér? Hví ekki
að taka höndum saman allir vér kristnir Vestur-fslendingar
í stríði og starfi hjá oss sjálfum, að því að efla ríki það, sem
vér biðjum um að komi til vor, hvert sinn sem vér biðjum
Faðir-vor, og sem kom í heiminn með Jesú Kristi og hann
lifði og fórnaði sjálfum sér fyrir? Hví ekki allir að vera
eitt, hrifnir af að fórna oss fyrir hið sama og Jesús Kristur
fórnaði sjálfum sér fyrir?
Enginn fórnar sér fyrir það, sem honum sýnist vera
smámunir. Stórt og heilagt er það í augum hans, sem hann
fórnar sér fyrir. Ekki hefir Jesús þá fórnað sér fyrir það,
sem í augum hans voru smámunir. pað var honum einmitt
hið stærsta og dýrlegasta. Og ætti þá ekki það, sem hann
fórnaði lífi sínu fyrir, að vera í augum vorum hið stærsta,
mesta, dýrlegasta, sem nokkrum manni er unt að fórna sér
og sínu fyrir? Og ætti ekki áhugi vor hér að vera miklu
meiri en fyrir nokkru öðru málefni?
Já, ætti ekki? En er það? —
Gáum að: — Skólamentunarlöngun hjá oss yfirleitt
töluverð. Ekki minni, ef ekki meiri en hjá öðrum. Og
leggjum í sölurnar talsvert. Gerum það æfinlega, ef oss
þykir eitthvað mikið um vert. Sýnum þá áhuga. Og með
fórninni einmitt nú erum vér að koma á fót skóla hjá oss.
Erfiðlega hefir gengið. Samtök hjá kristna fólkinu hefir
vantað. Sjónin óskýr á nauðsyninni. — Sterkast virðist
það að hafa gripið hugina, að það er íslenzk mentastofnun,
þar sem íslenzka er kend auk almennra fræðigreina. En
minna virðist hafa verið fundið til þess, að skólinn er kristi-
legur skóli, þar sem kristindómur er kendur auk hins. Óvinir
kristindómsins virðast finna betur til þess. Eins og forðum
að óvinir Jesú Krists mundu betur eftir orðum hans um
upprisu hans heldur en lærisveinarnir.