Sameiningin - 01.08.1919, Side 13
169
þeirra og lífið í Guði. pví eins og ekki sint, að kristlaus
mentun dregur burt frá honum og bannar leið til hans.
Hvað hafa svo börnin vor grætt, ef þau hafa mentast,
en mist sinn Drottinn? Svo verður líf þeirra kristlaust
líf og guðlaust. Berum vér svo enga ábyrgð á því, ef vér
hugsum ekkert um að veita þeim kristilega mentun?
Mentun og menning pjóðverja, þótt mikil væri — álitu
sjálfa sig standa þar framar öllum —, dugði ekki til þess
að temja þá og aftra þeim frá því að æða út í stríð og rjúfa
helga samninga eins og væru tóm pappírs-snipsi. peirra
feykna fræðimenska hafði farið yfir trúarsvæðin eins og
logi yfir akur. Afneitun og eyðing skildi þau eftir hálf-
sviðin. Salt kristindómsins var búið að missa kraft sinn.
Til var og til er þar samt mikið af sönnum kristindómi; en
of kyrlátum. Vonandi verður hann þó súrdeigið, sem frels-
ar þjóðina — krafturinn, sem reisir hana við sterkari og
betri en áður.
En þetta um mentun og menning, sem holuð er innan,
af því Jesú Kristi í lausnar-dýrð hans og dýrð máttar hans
til að umsteypa menn og mannfélag hefir verið bolað út, —
það nær ekki aðeins til pjóðverja, heldur til heimsmentun-
arinnar. Hún er öll rotin. Hún flytur öll lík í lestinni. Og
þess vegna stendur eins á með alt viðskiftalíf og hefir stað-
ið, bæði manna á milli og þjóða. Eins að því er snertir
stjórnmála-starf innan þjóðar og þjóða á milli. Jesú Kristi,
konungi heimsins, sem kom til þess að flytja heiminum líf,
honum hefir verið úthýst úr öllu slíku lífi. Fyrir einstak-
linginn á sunnudögum og hátíðum getur hann verið góður,
eins og fagur sálmur og ljúflings lag og snjöll ræða og dýr-
leg músik, sem veitir stundar unun, vaggar sálunni í ljúfum
draumum, vekur mjúkar, mildar hugarhræringar, snertir
strengi hjartans unaðs-tónum, lætur hugljúfar, ylríkar,
“elskulegar” tilfinnangar leggja um sálina og titra í hverri
taúg, óg breiðir glithjúp fegurðar yfir hið ljóta í lífinu, svo
að hægt er að gleyma því—um stund. Já, góður, enda nauð-
synlegur fyrir mótlætismanninn, olnbogabarnið, alla, sem
lífið hefir leikið illa og verða að búa við sult og seyru, alla
Lazarusana, sem örlögin hafa lagt við dyr hinna ríku og
lifa eiga af molunum, sem detta af borðum þeirra, eða, til
þess að tala á “jargon” (dónamáli) sumra íslenzku
“höfðingjanna” — “hann er nauðsynlegur fyrir dónana”.
En verði hann nærgöngull, eigi að láta hann fara að skifta
sér af hversdags-lífinu og viðskiftalífi og stjórnmálum og