Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.08.1919, Side 14

Sameiningin - 01.08.1919, Side 14
170 Jrjóðmálum og heimsmálum, og segja nokkuð fyrir í þeim sökum, þá — “krossfestist hann! Krossfestu hann!” Heimsstríðið hefir opnað augun á mörgum, sem áður ekki vildu sjá, fyrir nauðsyn þess, að Jesús Kristur fái að vera með í öllum málum, að andi hans fái þar að ráða. J?að sé lífsnauðsyn. Hann sé eina áreiðanlega tryggingin fyrir friði í heiminum, — fyrir heimsfriði. Hann einn sé friðar- höfðinginn í heiminum. Hann sé fyrir alla. Allir þurfi hans með, háir og lágir, einstaklingar og þjóðir. Mentunin megi ekki vera án hans. Hann þurfi að vera sálin í henni og öllu lífi og öllum framförum. Eg átti tal við merkan Kínverja fyrir skömmu. Eg spurði hann, hvernig hann liti á kristindóminn í sambandi við framtíð Kína. Hann svaraði: “Kristindómurinn er eina frelsisvon Kína”. Hann var brennheitur “patrióti”. Og sem blaðamaður, stjórnmálamaður, og fræðimaður, sem tek- ið hafði mikinn þátt í frelsisbaráttu Kína, var hann vel kunnur málum hennar öllum, sögu, högum og horfum. Hann þekti persónulega starf trúboðanna kristnu þar og þá sjálfa marga. Og engan hefi eg heyrt bera trúboðunum betri vitnisburð eða tala loflegar um verk þeirra. Mér kom til hugar, — en ef vér, íslendingar, ættum blaðamenn, stjórnmálamenn, lærdómsmenn, já, þótt ekki væri nema einn slíkan meðal leikmanna vorra, sem væri þetta alt og ætti þá sjón á þýðing kristindómsins fyrir þjóðina heima og brotið hennar hér í dreifingunni! En því er. svo sem ekki að heilsa. Mentamenn vorir á ættjörðinni meðal leikmanna virðast yfirleitt ekki að botna neitt í krist- indóminum eða að sjá, að hann hafi eiginlega nokkra þýð- ing, — að minsta kosti ekki neina stórvægilega þýðing, — ekki svo mikla, að framtíðar-kjör þjóðarinnar sé undir hon- um komið. J7eir álíta það nauðsynlegt að afla sér sem mestrar fræðslu í sem flestum greinum og verða fræða- grúskarar, en fræðsla 1 kristindómi er ekki mikið nauðsyn- leg. peir geta komist langt í goðafræðum og í allri speki Austurlanda og ritað bækur um “Austurlönd” án þess að vita eins mikið um kristindóm og fermingarbarn. peim finst þeir vera hafnir yfir hann. Líta á kristna trú eins og barnabrek sín. Og gangi þeir fram hjá kristindómi og kirkju með umburðarlyndi og jafnaðargeði heimspekings- ins, þá er það svo mikil náð, að prestar að minsta kosti ættu að vera þeim innilega þakklátir fyrir. Pólitísk blöð eiga að sjálfsögðu ekki að skifta sér neitt eða sem allra minst af kristindómsmálum. pau eru vitaskuld sérmál og heyra að-

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.