Sameiningin - 01.08.1919, Síða 15
171
eins sérblöðum til; en eiga alls ekki að koma við þjóðmál!
Og sem sérmál prestanna heyra þau þeim til, en alls ekki
leikmönnum, nema ef þeir hafa löngun til þess að höggva
í þau og þá!
Ætlaðist Jesús Kristur til þess að kristindómsmálin
væru aðeins sérmál nokkurs flokks? Væri það ekki sama
og að segja, að hann ætti að vera aðeins fyrir nokkra? Hann
býður að gera þjóðir að lærisveinum sínum. Vitaskuld kem-
ur hann þá þjóðum við. Og komi hann þjóðum við, þá kem-
ur hann þjóðmálum við. Og þá kemur hann blöðum við,
sem fjalla um þjóðmál. pað er ekkert annað en afneitun á
honum, þegar honum er eins og markaður bás við sérmál,
til þess að hann skuli ekki hafa nein afskifti af öðrum
málum.
Sýnishorn þessa anda kom í ljós hérna á dögunum hjá
ráðsmanni eins félags, sem notað hafði stríðsástæðurnar til
þess að græða. Hann var spurður að því, hvort hann teldi
það rétt af félaginu að nota sér þannig neyðina. Hann svar-
aði, að félagið hefði hvorki verið stofnað né heldur ræki það
iðn sína Guði til dýrðar.
petta var og er enn almennur hugsunarháttur: — Um
verzlunarviðskifti eða gróðafyrirtæki er aðeins að ræða, eða
um fjármál, stjórnmál, iðnaðarmál, landbúnaðarmál o. s. frv.
Guð hefir ekkert með slík mál að gera. pau koma honum
ekkert við. Hann á ekki að koma nærri þeim. Og það verð-
ur að láta þau vera alveg laus við hann og afskifti hans.
Sami andinn og kom fram í setningunni: “might is right”
eða: “rétturinn er máttarins megin”, og sem var grundvall-
arregla þeirra, sem málum réðu hjá pjóðverjum. — Ekki
ólíklegt, að þeir líti nú öðru vísi á, síðan þeir urðu undir. —
pennan anda í þjóðmálum sýndi stríðið, og ekki í myna
ljóssins engils, heldur í mynd djöfulsins sjálfs. Fyrir það
þektist hann eins og hann er. Og nú sést hann betur í öllum
málum, þar sem hann kemur, og er fundið betur til hans.
Og nú er því fundið betur til þess líka, að í stað hans þurfi
andi Drottins að komast að og fá að ríkja í öllum málum,
og samtök nokkur að verða í þá átt.
En heima á fósturjörðu vorri virðast ekki sjáanleg
nein samtök í þá átt, að andi Drottins fái að ráða í öllum
málum og sannur kristindómur fái að skipa öndvegið í
hjarta þjóðarinnar. Samtök að vísu hafa orðið með höfð-
ingjum í höfuðstað landsins, — samtök öflug um andatrú
og austræna dulspeki. par er í augum margra andans for-
kólfa helzta sáluhjálparvon íslands. Fréttir og fræðsla hjá