Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1919, Síða 17

Sameiningin - 01.08.1919, Síða 17
173 gera mönnum hafvillur trúarlega og seiða þá út á “Syrtuna”, sandrifin, sandbleytu-foraðið, ofan í botnlaust vítið. Og svo á nú þessi maður að taka höndum saman yfir hafið við mann þann hérna megin, sem náð hefir forystu í málum hinnar nýju þjóðernishreyfingar hér, “hinn gáfað- asta Vestur-íslending”, eins og einn hefir viljað láta kalla hann, mann, miklum hæfileikum gæddan, en sem allar klær hefir haft og hefir úti til þess að efla únítarískuna íslenzku. Og þeir eiga svo að koma sér saman um “missíónera”, sem hér ferðast um til þess að kenna oss að meta betur og varð- veita það bezta, sem vér eigum þjóðernislega. Og þeir eiga að hlúa að því, að hlynt verði sem bezt að Jóns Bjarnasonar skólanum, einu íslenzku mentastofnuninni hérna megin hafsins, sem helguð er því starfi að vera vermireitur alls þess, sem vér íslendingar eigum bezt, og líka varnargarður um það. — Eg fæ ekki betur séð en að það ÆTTI svo að vera. — Skyldi nú engin ástæða vera að óttast anda þann eða anda þá, er slíkir erindrekar flyttu með sér? Nei, alls ekki, ef—í kristindómsefnum um ekkert mál lífs eða dauða er að ræða. Ef—á sama stendur í hverja Keflavíkina vér þar róum. Eg býst nú samt við, að kirkjumenn sumir hjá oss muni segja, að ekkert sé í þessum efnum að óttast. Ef vér að eins getum fengið gáfaða og áhugamikla þjóðræknismenn að heiman, til þess að vekja oss hér og styrkja þjóðernis- lega, þá gerir ekkert til, hversu þeir kunna að vera litir trúarlega; því þjóðræknismálin hafi þeir út af fyrir sig á þeirra stað í sínu andlega búi, og trúmálin eða vantrúar- málin á þeirra stað, og engar samgöngur í milli. Við slíkan tón var kveðið á undan stríðinu, og ekki svo mjög til þess fundið, að því er virðist, að röddin væri hjá- róma. En nú virðist mönnum vera að verða ljóst, að sá hljóti að vera úti á þekju, sem talar þannig. Og er það gott; því slíkur aðskilnaður hefir aldrei átt sér stað nema sem hugarburður. Sá sem hefir þózt geta verið með kristin- dómsmál sín á einum stað og með önnur mál á öðrum stað, hefir aðeins sýnt með því að kristindómur hans hefir verið dauður. Og það sem dautt er, má leggja og geyma hvar, sem sýnist, vitaskuld, nema ef menn óttast ólyfjan eða draugagang. Að þjóðernismálunum hér vestra hefir kirkjufélag vort unnið meir og hlúð betur en nokkur annar félagsskap- ur, enda langöflugasti félagsskapurinn meðal fslendinga hér.

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.