Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.08.1919, Qupperneq 19

Sameiningin - 01.08.1919, Qupperneq 19
175 pað var á hvítasunnudag að Pétur postuli sneri með ræðu sinni 3000 til kristinnar trúar. En gerði hann það í sínum eigin mætti sjálfum sér til dýrðar? Vitaskuld ekki. Hann flutti ræðu sína í krafti heilags anda Guði til dýrðar. Stormur andans hafði hrifið hann, og hann talaði hrifinn af honum. Svo annað líka, sem ekki má gleymast. Sami stormur andans hafði hrifið alla hina postuluna líka. peir stóðu allir við hlið Péturs og með Pétri í einum anda og með einum huga þarna frammi fyrir fjöldanum, er safnast hafði saman. — Og enn þá annað, sem ekki má gleymast: Sami stormur andans hafði hrifið allan hvítasunnusöfnuðinn, er þennan morgun hafði verið á bænafundi með postulunum. Fyrir þá hrifning og í þeirri hrifning stóð hann allur bakvið postuluna, sem ein sál og einn andi, og eitt með þeim í anda og sálna einnig frammi fyrir lýðnum. pess vegna þessi miklu áhrif. pannig þarf nú einmitt hinn sami andans stormur, — ekki einhver anda-stormur, hvorki stormur óljósra, þoku- kendra trúartilfinninga og trúarfjálgleiks, né sundrunga- stormur trúvinglsins, jafnvel þótt hann telji sig “penta- costal” (tilh%yrandi hvítasunnu andanum), — heldur einmitt sami andans stormur að hrífa oss prestana, svo að vér allir stöndum saman í einum anda, og líka söfnuði vora, svo að þeir standi allir saman í einum anda, og svo vér allir eitt, prestar og söfnuðir, eitt í auda og eitt í trú, eitt í von og eitt í kærleika, og eitt í verki Guðs ríki til eflingar hjá oss og í heiminum Guði til dýrðar. pá mun sjást betúr, að í verki voru að kristindómsmálum er í augum vorum einmitt um líf eða dauöa að ræða. Og þá mun árangurinn verða meiri. Hugsjónir trúarinnar og lýðveldis- hugmyndin nýja, Eftir John A. W. Haas, D.D. Nýr heimur er í smíðum. Ekkert kemst aftur í sömu skorðurnar sem það var í fyrir árið 1914 — hvorki hugar- stefnur né ytri kjör. Mannkynið hefir með óumræðilegum harmkvælum alið nýja öld. Gamlar hugmyndir um almenn réttindi hafa fengið nýja merking, nýtt líf. Eigi vonirnar að rætast, sem þessi nýja lýðstjórnarstefna hefir vakið, þá þarfnast hún umfram alt stórfeldra og kröftugra trúarhug- sjóna.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.