Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.08.1919, Page 22

Sameiningin - 01.08.1919, Page 22
178 frelsi, en lætur svo líkamlegar þarfir og ástríður drotna yfir sálinni. pegar menn leggja trúnað á rödd andans og •lifa andans lífi, kemur bræðralagið af sjálfu sér. Og án bróður-lífsins er öll lýðstjórn látalæti tóm og yfirdrep- skapur. Brjótum ranginda-kerfið. Einhver hinn versti þrándur í götu sannarlegs og al- menns lýðfrelsis er það, sem kalla mætti ranginda-kerfið. Orðið er hér ekki haft um skipulega félagsstjórn, góð og réttmæt samtök, eða neitt þess háttar, heldur um það, þegar menn gjöra samtök eða samsæri um að draga taum félags síns með réttu eða röngu. Ranglætis-kerfið heimtar það af einstaklingnum, að samvizka hans lúti í lægra haldi, þegar um stórmál er að ræða. pað gjöri úr mönnum annað hvort bleyður eða píslarvotta. J7egar nokkrir verksmiðjueigendur koma sér saman um það, að í félagi geta þeir betur rekið verzlun sína, þá virðist samdrátturinn í alla staði réttmæt- ur. En þegar til reyndarinnar kemur, þá eru samtökin efld á kostnað réttlætisins. Hver einstakur verksmiðjueigandi verður þá annað hvort að selja samvizkuna eða bíða verzl- unartjón. Kerfið þekkir enga miskunn. pegar daglauna- maðurinn gengur í félag með vinnubræðrum sínum, þá geta þeir samið um launakjör sín allir í einu, eins og rétt er. En svo kemur það fyrir, að verkfall er hafið ranglega, eða að þarflausu. J?á verður einstaklingurinn að brjóta bág við eigin dómgreind sína, ella flæmast burt af verkstæðinu og svelta fjölskyldu sína. Hann má til að láta undan, nauð- ugur viljugur. Samskonar kerfi heldur oft vissum flokki pólitískum við völdin langan tíma. Miðlungsmaður í þeim hópi hirðir ekki um almenningsálitið að öðru leyti en því, er til atkvæða kemur. Hann er bundinn margvíslegum myrkravöldum, sem hafa stutt hann að einhverju leyti, og vilja hafa eitt- hvað fyrir snúð sinn. Jafnvel þótt hann þiggi engar beinar mútur, í fé eða öðru, þá fer svo oft fyrir honum, að hann þorir ekki að vera óháður og standa við það, sem rétt er; hann verður að vera leiðitamur við klikkur þær, sem segja fyrir um stefnur og raða embættum. pegar fólkið, sem ber hinar fegurstu hugsjónir fyrir brjósti, reynir svo að þoka sér áfram í réttlætis-áttina, þá eru þessi ranginda-kerfi bú- in að afgirða hvern stíg, svo að afar-ervitt er um framsókn- ina, og villugjarnt. Margir, sem vita um rangindin, þora ekki að segja til þeirra, af því að þeir óttast kerfið. Ófögn-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.