Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.08.1919, Page 26

Sameiningin - 01.08.1919, Page 26
182 Á fundi bannvina frá ýmsum löndum í borginni Washing- ton, var stofnað alþjóðafélag bannvina (World’s League Against Alcoholism). Allsherjar þing ætlar félag þetta að halda þriðja hvert ár. Er búist við því að fyrsta þing þess verði haldið í Washington í október næstkomandi. Búist er við erindrekum frá þessum þjóðum: Canada, Mexico, Japan, Skotlandi, írlandi, Englandi, Frakklandi, Belgíu, Danmörk, Svisslandi, Ástralíu, New Zealand, Svíþjóð, Czechoslovakiu, ítalíu og Bandaríkjunum. Vonandi verður líka erindreki frá íslandi. Augnamið félagsins er að útrýma áfengishættunni úr heiminum. Auðvitað er ekki einhlýtt að gera þetta með laga- banni. Samfara því þarf að skapa heilbrigt almenningsálit, og efla siðferðisþrek þjóða og einstaklinga. BALDUR. í goðafræðinni norrænu eru margar fallegar sögur, sem lýsa göfugum hugsunarhætti. Er hér sögð ein þeirra, ef vera mætti að hún vekti löngun hjá einhverjum af yngri lesendum Sameiningarinnar til að kynna sér þá grein íslenzkra bókmenta. Bæði er það skemtilegt, og líka mun óhætt að segja, að sum ís- lenzk orðatiltæki verði ekki fullkomlega skilin, nema menn hafi kynt sér goðafræðina gömlu. — Æsi kölluðu forfeður okkar guðina, sem þeir dýrkuðu. Einn þeirra hét Baldur. Hann var sonur Óðins og Friggjar. Konan hans hét Nánna og bústaður þeirra Breiðablik. Baldur var vitr- astur og beztur af Ásum, og öllum þótti vænt um hann; hann var líka bjártur yfirlits og fallegur, og er blómið Baldursbrá nefnt eftir honum. Einu sinni dreymdi Baldur mjög illa, og hann réð af þeim draumum, að lífi sínu væri hætta búin. Hann sagði Ásum drauma sína, og þeir settust nú á ráðstefnu og ráðguðust um hvað gjöra skyldi til þess að vernda líf Baldurs. Og þeim kom saman um það, að þeir skyldu láta alla hluti lofa því, að gjöra Baldri ekkert mein. Frigg, móðir hans, fór svo og lét alla hluti vinna eið að þessu: eldinn og vatnið, járnið og alla málma, steinana, jörðina, trén, sjúkdóma, dýrin, fuglana og eiturorma. Eftir þetta höfðu Æsir sér það til skemtunar, að skjóta á Bald- ur, höggva hann og henda á hann grjóti; þeir vissu að það var óhætt, enda meiddist hann ekkert af því, og það þótti mikill heiður fyrir hann. /

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.