Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1919, Blaðsíða 28

Sameiningin - 01.08.1919, Blaðsíða 28
184 móður reið fyrst níu sólarhringa eftir dimmum og djúpum dölum, og kom svo að á, sem hét Gjöll; yfir hana var brú, sem var öll lögð lýsigulli. Stúlka, sem gætti brúarinnar ávarpaði Hermóð og sagði: “Hvað heitir þú og hverra manna ert þú? I gær riðu yfir brúna fimm fylkingar af dauðum mönnum, en ekki skalf brúin meira undir þeim öllum en þér einum. pú ert ekki líkur dauðum manni; hvers vegna ert þú á ferðinni hér um Helveg?” “Eg er á leiðinni til Heljar að leita að Baldri”, svaraði Hermóður; “hefir þú séð hann fara hér um?” “Já”, svaraði stúlkan, “hann hefir farið um brúna og fór norður eftir veginum.” Hermóður hélt svo áfram eftir veginum, sem hún benti honum á, og kom loks að háum grindum, sem voru kring um bústað Heljar. Hann steig af baki og herti á gjörðunum, og lét svo hestinn stökkva með sig yfir grindurnar. Hann reið heim að höllinni, og þegar hann kom þar inn, sá hann Baldur, bróður sinn, sitja þar í öndvegi; og hann var þar hjá honum alla nóttina. Morguninn eftir fann hann Helju og bað hana um að leyfa Baldri að fara heim með sér aftur, af því að Æsir syrgðu hann svo sárt. Hel svaraði, að bezt væri að reyna hvort það væri satt, sem hann sagði, að Baldurs væri svo sárt saknað. Ef allir hlutir í heiminum, lifandi og dauðir, vildu gráta hann, þá skyldi hann fá að fara til Ásgarðs aftur; en ef einhver vildi ekki syrgja hann, þá skyldi hann vera kyr hjá sér. Hermóður bjóst svo til heimferðar, en Baldur fylgdi honum út úr höllinni og fékk honum hringinn Draupni til þess að færa Óðni, og Nanna sendi líka með honum gjafir. Hermóður hélt svo aftur til Ásgarðs og sagði Ásum frá öllu því, sem fyrir hann hafði komið á ferðinni. Æsir sendu nú sendimenn um allan heim til þess að biðja alla hluti, lifandi og dauða, um að gráta Baldur úr Helju. Og allir gjörðu það: menn og dýr, jurtir, steinarnir, trén og allir málmar. (pess vegna er oft sagt, þegar móða kemur á glugga, að þeir séu að “gráta Baldur úr Helju”). En þegar sendimenn- irnir voru á heimleið, komu þeir að helli einum, og í honum sat tröllkona, sem sagðist heita pökk. peir biðja hana um að gráta Baldur, svo að Hel sleppi honum; en hún segir að hann hafi aldrei gjört sér neitt gott, og sér detti ekki í hug að gráta, þó að hann sé dáinn; hann megi fyrir sér vera kyr hjá Helju. Tröllkonan var Loki, sem hafði brugðið sér í það gerfi. Og hann varð þannig valdur að því, að Baldur kom ekki aftur til Ásgarðs, eins og hann hafði áður verið valdur að dauða hans. Seinna náðu Æsir honum á sitt vald og hegndu honum harðlega fyrir alla vonzku hans.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.