Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.08.1919, Side 29

Sameiningin - 01.08.1919, Side 29
185 Simnudagsskóla-lexíur. XI. LEXÍA. — 14. SEPTEMBER. Annað líf.—Matt. 25, 31—46. Minnistexti: Öllum ber oss að birtast fyrir dómstóli Krists.—2. Kor. 5, 10. Umræðuefni: Kenning biblíunnar um annað líf. Til hlið- sjónar: Jóh. 14, 2. 3; 2. Kor. 5, 10; 1. Pét. 1, 3-5; Jóh. 6, 39-58; 11, 25-26; 1. Kor. 15; 2. Kor. 4, 14 — 5, 10; Opb. 9, 9-17. — Síð- asta lexían var um guðsríki. pað ríki birtist ekki í algjörleik sínum og dýrð í lífi þessu hinu hverfula, sem vér-*.iú lifum. purfum því í trú og von að bíða eftir æðra lífi hinu megin grafar. Dýrð guðsríkis sjáum vér þá fyrst, “þegar þetta hið dauðlega hefir íklæðst ódauðleikanum”. (1) Hvað kennir Jesús um líf eftir þetta líf? Hann kennir, að sálin muni ekki líða undir lok, þótt líkaminn deyi (Matt. 22, 31-33; Lúk. 23, 43), að líkamir manna muni á efsta degi yísa upp úr gröfinni (Matt. 25, 31. 32; 1. Kor. 15, 51; 2. Kor. 4, 14; 5, 10), og að allir, bæði vondir og góðir, verði til eftir dauðann og muni rísa upp (Matt. 25, 32 n; Lúk. 16, 22. 23; Jóh. 5, 28. 29). 2. Hver verða kjör sál- arinnar eftir dauðann? 111 eða góð, alt eftir því, hvernig vér höfum lifað hér í heiminum. (Sjá ritningargreinarnar. sem þegar hefir verið vísað til). pegar í þessu lífi sáum vér því frækornum eilífs lífs eða eilífrar glötunar, sem bera fullan ávöxt hinu megin grafar (Gal. 6, 7. 8). (3). Hvernig eigum vér þá að lifa, til þess að vér öðlumst eilífa sælu? Vér eigum að trúa á Jesúm Krist, treysta honum fyrir oss, því að hann er upprisan og lífið (Jóh. 11, 25. 26). Vér eigum að lifa í andlegu samneyti við hann hér á jörð, svo að vér getum dvalið hjá hon- um eilíflega (Jóh. 6, 41-58; 14, 2. 3; Róm. 8, 9-11. 17). Vér eigum að bera góðan ávöxt þessa andlega lífs í kærleika og góð- um verkum (Matt. 25. 31-46). (4). Er það nægilegt, að játa trú á Jesúm og forðast hinar verstu syndir og stórglæpi? Nei. Jesús mun spyrja að ávöxtum trúarinnar, og þeir ávextir eru eigi að eins fólgnir í því að forðast það sem ilt er, heldur miklu fremur í hinu, að leggja sýknt og heilagt stund á það, sem gott er (Matt. 25, 31-46). Tak eftir því að góðverkin ein eru höfð hér að prófsteini — hvort þau hafi verið unnin eða ekki. (5). Hver er tryggingin fyrir því, að kristnir menn muni rísa upp í dýrð og öðlast eilíft líf? Líf og kenning Jesú Krists, og upprisa hans frá dauðum, sem er óyggjandi staðfesting þessa trúarat- riðis (1. Kor. 15, 14. 20. 57; 1. pess. 4, 14). (6). Með hvaða Iíkama birtumst vér í upprisunni? Upp af dauðlegu holdi þeirra, sem í Drotni eru dánir, mun rísa andlegur líkami, veg- samlegur, óforgsngilegur, eins og blóm eða tré upp af frækorni

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.