Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.08.1919, Qupperneq 30

Sameiningin - 01.08.1919, Qupperneq 30
186 (1. Kor. 15, 35-49). (7). Hvernig verða kjör útvaldra í eilífð- inni? peir munu þjóna Guði í eilífri dýrð og sælu, frelsaðir frá þrengingum og öllu illu, fyrir trúna á Jesúm Krist (Opb. 9, 9-17). (8). Að hvaða gagni kemur það oss að vita þetta? Vonin um eilíft líf er dýrmætasta gjöfin, sem vér getum eignast í þessu lífi. Hún huggar oss í andstreyminu og gefur oss styrk til að berjast hinni góðu baráttu (2. Kor. 4, 14 — 5, 10; 1. Pét. 1, 3-5; Gal. 6, 9). Verkefni. 1. Ódauðleika-vonin í gamla testamentinu. 2. Kenning Krists um annað líf. 3. Kenning Páls um upprisuna. 4. Myndir af öðru lífi, í Opinberunarbókinni. XII. LEXIA. — 21. SEPTEMBER. Heilög ritning.—Sálm. 19, 8-15, 2. Tim. 3, 14-17. Minnistexti: pitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegi mínum.—Sálm. 119, 105. Umræðuefni: Heilög ritning, innblásin af Guði. Til hlið^ sjónar: Sálm. 119, 9-16. 97. 165; Post. 17, 10-12; Heb. 1, 1. 2; Matt. 4, 1-11; Lúk. 4, 16-22; Jóh. 5, 39-47. — Nú höfum vér í tvo ársfjórðunga haft yfirlit yfir meginatriði kristinnar trúar. Síðasta lexían í þeim flokki liggur nú fyrir oss, og er um þá uppsprettuna, sem allur sannleikur kristindómsins er ausinn úr — heilaga ritningu. Og við þá lindina eigum vér að halda áfram að svala andlegum þorsta vorum, svo lengi sem vér lif- um. (1). Úr hvaða bók höfum vér textann í hverri sd.skóla- lexíu? Úr heilagri ritning. (2). Hvað er heilög ritning? Bók- in, sem kölluð er biblían, það er að segja, helgibækur gamla og nýja testamentisins. (3). Hví hefir sú bók svo stórt gildi fyrir kristna menn? Af því hún er innblásið orð Drottins (Sálm. 19, 8-15; Sálm. 119; 2. Tim. 3, 16). (4). Hvað þýðir það, að ritning- in sé innblásin? Guð lét anda sinn koma yfir þjóna sína á tíð gamla og nýja testamentisins, og birti þeim sáluhjálplegan sannleik, sem boðast átti öllum mönnum. Öll ritningin flytur þann sannleika, frá ýmsu sjónarmiði og í ýmsum myndum, en dýrlegastur er hann í kenningum, persónu og lífi Jesú Krists, sem er geisli Guðs dýrðar og ímynd hans veru (Heb. 1, 1. 2; Gal. 1, 11. 12; 1. pess. 2, 13; 1. Pét. 1, 10-12). (5). Hver er til- gangur þessarar opinberunar? Að sýna oss, hvernig vér eigum að frelsast fyrir náð Drottins (Jak. 1, 18) ; tilbiðja hann í anda og sannleika (Sálm. 119, 62-64); leita hjá honum huggunar (Sálm. 19, 8; Lúk. 4, 18); og lifa eftir vilja hans (Sálm. 119, 12-15). (6). Hvert er efni hennar? Tvent: lögmál og fagnað- arerindi. Lögmálið er opinberaður vilji Drottins um það, hyern- ig vér eigum að breyta. pað er strangt og heilagt, og boðar vanþóknun og þunga refsing öllum, sem þverskallast. Fagnað- arerindið er opinberuð náð Drottins í Jesú Kristi. pað er blítt

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.