Sameiningin - 01.11.1922, Side 11
331
hefir þó ýmisleg einkenni snildar hans. Hefir hann látiö í
veSri vaka, aö aSalatriSin sé sannsögulegir viöburöir úr æfisögu
sjálfs sín. ,
Þaö er ekki einleikiö, hversu söguskáldskap yngri rithöf-
unda íslenzkra, svipar til klassisku höfundanna rússnesku frá
næstliöinni öld — sbr. Gunnar Gunnarsson.
Bókin um Veginn, eftir Lao-tse, — Jak. Jóh. Smári og
Yngvi Jóhannesson íslenzkuöu. Þýöingin er þýðing á þýöingu,
og fár veit, hvort stillir við frummáliö. Ólík er þessi þýðing
ensku þýðingunni, eftir Legge prest. — Spekingurinn Lao-tse
var uppi meö Kínverjum á sjöttu öld f. Kr. og vita menn fátt
um æfi hans. Bók þessi geymir spakmæli hans um margskon-
ar sundurlaust efni, og eru flest næsta dularfull. Undur fögur
eru mörg þau spakmæli, sem við Lao-tse eru kend, en þó jafn-
ast þau ekki við spakmælin í gamla testamentinu, sem kend eru
viö Salomó.
Barnasögur og smákvœði, eftir Hallgr. Jónsson. — Sög-
urnar eru flestar fallegar og viö hæfi barna. íslenzkar bók-
mentir hafa verið fremur fátækar aö því efni. sem börnum hæf-
ir. Þakka skal því hverja tilraun til að bæta úr þvi. En
kvæðin eru því miður, ekki við barna hæfi, og satt að segja, flest
þeirra, alls óhæfileg til allra hluta. Mlerkileg er sú ástriða
manna, að óprýða nærri alla góða hluti með ljóða-leirburöi.
MóðurmáliS, leiðsögn í lestri, eftir Steingr. Arason. — Hér
eru skýrðar nýrri aöferðir við lestrarkenslu, sem nú tíðkast í
skólum víða um lönd. En ekkert kemur þetta íslenzku fremur
við en öðrum tungumálum.
MunkafjarSarklaustur, sagnir frá Lapplandi. eftir: J. E.
Friis. Höfundurinn er nafnkunnur norskur háskólaken'nari,
allra manna fróöastur um tungu og sögu Finna og Lappa.
Hefir hann meö mikilli fyrirhöfn og ferðalagi, safnaö þessum
sögum um einsetumenn og munka á 16. öld, þar langt út í ís-
höfum; eru það einkar skemtileg æfintýri.
Sextíu Lcikir, fyrir heimili, skóla og leikvöll. Safnaö og
samið hefir Steingrímur Arason. Þægilegt kver og notliæft.
Mættu hœði yngri og eldri gjarnan leggja meiri rækt við leiki