Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1922, Síða 15

Sameiningin - 01.11.1922, Síða 15
335 Hvaðanæfa. Nýtt tímarit hóf göngu sína í septembermánuöi síSastliön- um, er nefnist “T'he Mjinister’s Monthly”. Skrifstofa timarits- ins er í Chicago, en þaö er gefið út í Grand Rapids, Michigan. Tímaritið er sent ókeypis 50,000 prestum hér í landi, og til þess er þvi ætlast, að útgáfan beri sig aðallega á auglýsingum og styrk frá einstaklingum, er af áhuga fyrir fyrirtækinu leggja því lið. Hvernig þetta ber sig, verður fróðlegt að vita. Tíma- ritiö er óháð öllum deildum kirkjunnar, en það er tekiö fram, að það byggi á trúargrundvellij hinnar postullegu trúarjátning- ar. Stefnan er því íhaldssöm, og að dæma eftir því, sem út er komið, virðist það vaka fyrir, að uppbyggja sögulegan kristin- dóm. Ritið er prentað á lélegan pappír, og skemmir það rnjög útlit þess. Verið er að stofna í Chicago lífsábyrgðarfélag, er nefnist: National Temperance Life Insurance Company. Ætlar félag- ið að selja þeim einum lífsábyrgð, sem algerðir bindindismenn eru, og ætlar með því móti, að lækka iðgjöld frá því, sem al- ment tíðkast. Enginn efi er á þvi, að félag- sem framfylgir þessari stefnuskrá, getur staðist við, að selja lífsábyrgð ódýrara en önnur félög, sem ekki eru eins .vandlát í þessu tilliti. Á þessu síðastliðna ári hefir magnast hér í landi deilan milli hinna íhaldsömu guðfræðinga og þeirra, sem meir eða minna vikja frá sögulegum kristindómi. En deilan virðist yf- irleitt vera auðkend af þeirri viðleitni að ræða það, sem á milli ber af alvöru, en forðast annmarkana, sem svo oft eru á slíkum deilum. Það er engan vegin æskilegast að sneiða hjá því, að ræða ágreiningsmál í trúarefnum, en þess þarf að gæta, að um- ræðurnar verði ekki að ómerkilegum stælum, sem einungis verða til þess, að ræna menn lotningu fyrir því sem heilagt er. Oft hefir verið á það minst, hve óheppielgt það er, að eng- in alþjóðarlöggjöf skuli vera í Bandaríkjunum um hjónaband og hjónaskilnað. ITvert ríki fyrir sig fer sína leið, svo ekk- ert samræmi er í löggjöfinni. Samband kvenfélaga í landinu éGeneral Federation of Women’s Clubs of Americaj, hefir nú farið að beita sér fyrir málinu, og er vonandi, að þeim verði eitt- hvað ágengt í því, að koma málinu í rétt horf. Það grunar

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.