Sameiningin - 01.11.1922, Blaðsíða 16
336
víst fáa, sem ekki hafa kynt sér máliö, i hvílíkri óreiðu hjóna-
bandslöggjöfin er. 1 16 ríkjum er ekkert takmark sett um ald-
ur þeirra, er megi giftast. Af því leiðir, aö nú eru í landinu
1,600 fimtán ára drengir, sem þegar eru giftir; en 12,384 fim-
tán ára stúlkur. HjónaskilnaSur er mjög tíður, þegar svo
stendur á, sem von er til. Löglegar :ástæður fyrir hjónaskiln-
aði eru mjög ólíkar í ríkjunum. En það er góðs viti hve mikið
athygli málið er farið að vekja, og vonandi að eitthvað ávinnist
i rétt horf. En það þarf meira en löggjöf. til að koma réttu
lagi á. Það þarf að uppvekja heilbrigt kristilegt almenningsá-
-------0-----—
A þingi bræðra vorra í United
Lutheran Church.
*
(sameinuðu lútersku kirkjunnar),
eftir séra Riinólf Marteinsson.
Samkvæmt boði frá því kirkjufélagi, og í umboði forseta
kirkjufélags vors, var eg staddur á þessu þingi, en það var hald-
ið í Buffalo-borg í New York-ríki dagana 17.—25. okt. Eg
náði samt ekki byrjun þingsins, og fór áður en þvi var lokið,
en var þar 19.—24. mánaðarins.
Þingið var haldið í Holy Trinity kirkju, og er hún hið
innra dýrðlega fagurt guðshús, en rammbyggileg eins og klettur
hið ytra.
Þetta er öflugt kirkjufélag og þetta var stórt þing. Stórt
— ekki vegna neinna sérstakra nýmæla, heldur vegna hins víö-
ferma starfa, sem það hefir með höndum. Félagið er aðeins
fárra ára görnul samsteypa þriggja kirkjufélaga, sem um langt
skeið héldu, að þau gætu ekki átt félagslega samleið. Nú
hafa þau sameinað krafta sína, og sameinaða félagið er sterkara
og með stærri anda en hin öll höfðu áður. Sundrungin á því
sviði virðist algjörlega horfin, og nú hafa sameiginlegu starfs-
málin gripið hugann, enda var ósleitilega að þeim unnið á þing-
inu. Hver jhngdagur var byrjaður með guðsþjónustu, og bænæ
gjörð ávalt i fundarlok, en að öðru leyti gekk allur tíminn
fyrir og eftir hádegi, að undanteknum kvöldfundunum, í starfs-
mál. Allar aðalskýrslur frá embættismönnum og starfsnefnd-
um lágu fyrir prentaðar í einu lagi í bókarformi og var það stór