Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.10.1913, Qupperneq 16

Sameiningin - 01.10.1913, Qupperneq 16
240 vissi þetta, sem mér var hulið. Og eg vissi það, að ef eg' gjörði minn hluta vel og nágranni minn að sama skapi, fœri allt vel á endanum; hver bútr félli inn-á sinn rétta stað og ekkert yrði til ónýtis. Lífið er ekki tilgangslaust eða af handahófi. Guð þekkir það allt. Eg verð því að sinna hans verki meðan eg er hér; og ef eg dett, verð eg að reyna að standa á fœtr og halda á- fram að nýju. Hér útá Long Island, þarsem eg hý, voru gangstéttir mjög slæmar á vetrum áðr; en þorpið varð einn hluti af ðíew York-borg. Yér nábýlismenn nokkrir í þorpinu fengum oss nokkra planka, til þess að vér þyrft- um ekki að vaða forina; en liús vor voru talsvert á víð og dreif, og ef vel skyldi vera, þurfti allmikið af því timbri. Urðum vér því að láta oss nœgja að leggja frá einu húsi til annars tvo planka samsíða. Það var ekki hreið stétt, og oft í myrkri fór eg út-af plönkunum og ofan-í forina, því mönnum veitir ervitt á gangi að fara eftir þráðbeinu stryki, og er svo í öðru fleira. Næsti strætislampi var langt burtu, en eg komst samt að því, að birtuna lagði þaðan á plankastéttina alla leið; og ef eg aðeins leit beint framundan mér og hætti að hugsa um fœtrna á mér, tókst mér furðu-vel að lialda beinni stefnu og þræða stéttina. Eg hefi aldrei gleymt þessu. Ef vér aðeins munum eftir því, að guð er við hinn enda skeiðsins, hversu langt sem það kann að vera eða myrkrið mikið, getum vér ótrauðir gengið hvar sem vera skal. 1 þessu er ekki það fólgið, að vér eigum að ganga ó- varlega. Guð gaf oss augu og heila til notkunar. Og traustið á guði gjörir ekki alla liluti auðvelda. Eg get ekki látið bróður minn deyja í óþverrahœlinu, en enginn liœgðarleikr er það þó að upprœta óþverrabœlin. Undir- rœtr þeirra eru vanþekking, eigingirni og fjárgrœðgi, og má segja, að þar sé þrír auðsveipustu púkar djöfulsins. Högg þeirra eru þung, og högg koma stundum þaðan, er vér töldum oss lijálp vísa. En í stríði má við þessu búast, og víst er um það, að á síðasta aldarf jórðungi hefir New Yoi'k sýnt, að ekki er barizt til ónýtis. 0g þótt til ónýtis væri, getr nokkur sá, sem í fullri alvöru kallar sig kristinn mann, og hefir í dymbilviku eða endra-nær hlustað á písl- arsögu frelsarans, gjörzt liðhlaupi úr orrustunni, þótt

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.