Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.10.1913, Qupperneq 22

Sameiningin - 01.10.1913, Qupperneq 22
246 fyrstu blaðsíðu til hinnar síðustu finn eg hátign og óenclanlegan heilag- leik sameinaðan hinum dýrðlegasta kærleika. Eg er þess fullviss, að' engin vísindi geta nokkru sinni skert það eða hrakið það. Orð skjalara og skrumara líða undir lok og missa stundaráhrif sín, en ritningarorðið stendr stöðugt og ljómar æ meir og meir. Ótal flokkar og einstakir menn hafa risið upp í heiminum, sem reynt hafa að vefengja það og draga úr þvx, en orð þeirra vekja aðeins öldur á yfirborðinu, sem hjaðna bráðlega aftr.-----------Vitnisburðr hins einfaldasta trúaðs manns, sá, sem er í samrœmi við ritninguna, hefir meira gildi en hundrað bœkr hins hálærðasta vísindamanns, sem af- neitar krafti Krists, guðdómi hans og friðþæging. Við þetta getum vér, smælingjarnir, huggað oss og gengið öruggir fram í trúnni í fullri vissu. En eitt mætti ekki með sanni vera hœgt að segja um oss, sem trúum á guðs orð í heilagri ritning, það, að vér látum það liggja ó- notað og lesum það sjaldan eða aldrei. Því hvernig ættum vér að geta vitnað um það, sem vér ekki þekkjum? og hvernig ætti guðs orðið að bera sjálfu sér vitni í lífi voru, ef það fær aldrei fœri á að hafa áhrif á oss? Kæru vinir! látum því guðs orð búa ríkulegar hjá oss en hingað. til og stöndum svo fast við játning vora, hvar sem vera skal og frammi fyrir hverjum, sem vera skal. Og umfram allt, látum oss ekki æðrast, en veljurn guð fyrir kennara vorn, því hver er slíkr kennari sem hann ? Og er vér lesum orðið og heyrum það með réttu hugarfari og auðmýkt, þá mun hann verða kennari vor, hinn góði heilagi andi, og leiðbeina oss í allan sannleika í öllu því, sem oss er nauðsynlegt að vita oss til sáluhjálpar, því hver er slíkr kennari sem hann ? Hann ber vitni í hjörtum vorum, að vér séum guðs börn, en fyrst og fremst ber hann vitni um Jesúm Krist og Ijóma dýrðar hans. Heilagr andi ber vitni um líf Jesú og dauða; sýnir oss dauða hans sem algjöra fórnargjörð á hinu mikla altari hins eilífa helgidóms. Þar dó hann fyrir syndir allrar veraldarinnar, sjálfr gjörðr að synd fyrir oss. Um þetta vitnar hátt og greinilega öll saga kristinnar kirkju. Öll hin sanna kristni hefir frá fyrstu byrjan vegsamað mest af öllu það dásemdarverk guðs, að hann gjörðist maðr og að hinn eingetni föðursins dó á krossinum af fúsum og frjálsum kærleika, til þess að afmá hina réttlátu reiði guðs og frelsa oss undan valdi syndar- innar.--------- Um ekkert verk guðs' hefir eins mikið verið sungið af mönnum á jörð. Þeir söngvar, sem sungnir hafa verið um hina undrsamlegu fœðing Krists, um pínu hans og fórnardauða, um upprisu hans og himnaför, um sending hans heilaga anda, og konungstign hans og starf hans til hjálpræðis á öllum öldum og enn í dag, um dýrðlega von kristninnar, um endrkomu hans, — það söngvasafn er svo stórt og óviðjafnanlegt, að vel má segja, að ekkert hafi verið kveðið eins undan hjartarótum mannkynsins einsog þetta.--------

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.