Sameiningin - 01.06.1916, Síða 15
111
til velmegunar”, “Er páfinn Anti-Kristur, eða verður
]>að einliver keisari?”, “Kvenfrelsis-hreyfingin”, “Er
hlutleysi vort skrípaleikur ? ”, “Yiðbúnaður þjóðarinn-
ar“, “Auður og vinna”, “Hálfa miljónin hans Charlie
Chaflins”, “Takmörkun á innflutningi”. Skrá þessa
mætti lengja í það óendanlega, og cul nauseam, með því
að tína saman stólræðuefni, sem auglýst hafa verið í
blöðunum hér í Canada nú á síðari árum. Er annars
nokkur furða, þótt kennilýðurinn hérlendi sé að tapa á-
hrifum sínum og áJitif ”
Merkur vantrúarmaður átti eitt sinn tal við merkis-
prestinn og ræðuskörunginn franska, FeneJon. Maður
þessi varð svo Irrifinn af orðum Fenelons og framliomu
allri, að hann tóli von bráðar hatt sinn og fór, og sagði
um leið: “Eg má til að fara; ef eg liinkra við hjá yður
mikið lengur, þá verð eg kristinn maður. ”
G. G.
Um safnaða-starf.
Eftir sér Harald Sigmar.
Oft liefir sá slálningur ríkt lijá mörgum, að aðal-
starf kirkjunnar, nærri því það eina, sem lmn þyrfti að
leggja verulega mikla áherzlu á, væri, að safna nýjum
meðlimum í söfnuðina, — gera menn að meðlimum í
hinu sýnilega ríki Guðs á jörðinni. En þegar vel er að
gáð, þá er þetta engan veginn liið eina verkefni kirkj-
unnar, og jafnvel ekld aðalatriðið í safnaðarstarfi, svo
þýðingarmildð sem það þó er. Víst er um það, að það
þarf að gróðursetja, — en það þarf líka að lilúa að fræ-
korninu, vökva það, uppræta illgresið, sem umliverfis
það grær, og róta við moldinni, svo að jarðvegurinn sé
elcki of harður. Á þenna liátt er verk kirkjunnar
undur-líkt verld garðyrkjumanns. Eins og garðyrkju-
maðurinn þarf að vera ástundunarsamur og sístarfandi,
eins þarf kirkjan stöðugt að starfa svo að ávöxturinn af
verki liennar geti orðið mikill og góður.
Ekki er því að neita, að eitt stórt atriði í safnaðar-