Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1916, Blaðsíða 27

Sameiningin - 01.06.1916, Blaðsíða 27
123 Höfundurnn drepur hér á mikilvæg sannleiksatriöi; þó skiftir ekkert meira máli en tilgangur friðþægingarinnar. Hvort þeir menn finnast innan kirkjunnar eða utan, sem hafa vilja þá heilögu fórn að skálkaskjóli, þá er sá hlutur viss, aS slíkir menn eru alls ekki kristnir. Eins og engum manni veröur bjargaö frá druknun, nema hann sé dreginn upp úr vatninu, eins bjargar frelsarinn eng- um manni frá glötun, nema hann dragi mann þann upp úr synda- feninu. Gleymum því aldrei, sem Lúter segir í barnalærdómnum um þetta efni. “K'ristur hefir frelsaö mig með heilögu blóði sínu,” segir í skýring hans hinni óviðjafnanlegu á annari grein trúarjátn- ingarinnara—, “til þess að eg sé hans eigin eign, lifi í hans ríki, und- ir hans valdi, þjóni honum í eilífu réttlæti, sakleysi og sælu, eins og hann er frá dauðum upp risinn, lifir og ríkir að eilífu.” Þá er ekki síður nytsamlegt, að geyma í hjarta sér mörg orö Páls postula um tilgang endurlausnarinnar. “Vér vitum þetta,” segir hann, “að vor gamli maður er með honum krossfestur, til þess að líkami syndar- innar skuli að engu Verða, og vér ekki framar þjóna syndinni.” Og á öðrum stað þetta: “Þá sem hann ýGuðý þekti fyrirfram, hefir hann fyrirhugað til þess að líkjast mynd sonar síns, svo að hann sé frumburður meðal margra bræðra.” ------o------- KIRK.JULEGAR FRÉTTIR. Deild þessa annast séra Kristinn K. ólafsson. Á nýafstöðnu þingi Norsku sýnódunnar í Minneapolis var sam- þykt með rniklum meiri hluta frumvarp það til grundv'allarlaga fyrir hina fyrirhuguðu nýju norsku kirkju í Ameríku, sem á að verða sam- steypa úr Norsku sýnódunni. Sameinuðu kirkjunni og Hauge sýnód- unni. Sameinaða kirkjan samþykti í fyrra þessi grundvallarlög, og frá hennar hálfu var þannig sameiningarmálið útkljáð. No.rska sýnódan hefir nú gert því sömu skil. Einnig var samþykt af Norsku sýnódunni, að sameinast við Sameinuðu kirkjuna eins fyrir því, þó Hauge sýnódan, sem nú á ein eftir að útkljá sameiningarmálið, gengi úr leik. Mun samskonar samþykt hafa verið gerð af Samein- uðu kirkjunni í fyrra. —- Prof. H. G. Stub, formaður Norsku sýn- ódunnar, sem er oss Islendingum að góðu kunnur, síðan hann heim- áókti oss á kirkjuiþingi 1910, varð veikur meðan þingið stóð yfir. Hafði verið heilsuveill á undan og þokli ekki það sem hann. lagði á sig á þinginu. Á hann stærsta þáttinn í þv’í, að þessi sameining er komin á svo góðan rekspöl. Á örfáum dögum safnaði Sáluhjálparherinn. nýlega þvínæ-r fimrn hundruð þúsundum dollara í New York borg, og er það að sögn sú mesta fjárheimta á stuttum tíma í sögu hersins hér í landi.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.