Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.06.1916, Page 7

Sameiningin - 01.06.1916, Page 7
103 ekki er það ætlun vor, að postulinn hafi hugsað sér að það myndi verða sérstök meðmæli með lionum, eða með kristnum mönnum yfirleitt, að hann einn eða þeir einir myndu hafa til brunns að bera yfirburða þekkingu í öll- um greinum. Hann myndi eflaust hafa verið fús til að játa vanþekkingu sína í mörgum efnum, og ekki gert til- raun til þess að hroka sér upp yfir alla aðra, sem nokk- urskonar lifandi alfræðabók—hann, sem kaus sér að vita ekkert annað en Krist og hann krossfestan. Því þó öil þekking sé nytsöm og uppbvggileg í réttu augnamiði, og það sé siðferðilega skylda kristins rnanns að afla sér sem mestrar haldgóðrar þekkingar í öllum greinum—og að því hefir kristin kirkja stuðlað — er þó auð- sætt, að hér á postulinn við alveg sérstaka þekk- ingu. Það er þekkingu, sem opinberun (íuðs veitir og staðfestist og lýsist í reynslu mannsins sjálfs. Að eign- ast þá þekkingu, er ekki einungis komið undir skilningi eða hæfileikum, heldur undir hjartalagi og innræti. Það er í þessum efnum, að spekingum getur verið hulið það, sem hinum fávísu er opinberað. Þannig er GyÖingum hneyksli og .Grikkjum heimska, það, sem er kraftur Guðs til sáluhjálpar sérhverjum sem trúir. Þekkingarhroki er allra sízt meðmæli með kristnum einstaklingum eða kristinni kirkju. En að vera auðugur af þeirri þekk- ingu í kristilegu tilliti, sem einungis fæst gegn um lífs- reynslu og fúsa þjónustu í samfélaginu við Jesúm Krist, en aldrei fyrir heilabrot einskær—það á og getur bæði sá fróðasti og ófróðasti lagt kapp á, sér til sannra með- mæla. Sií þekking þarf að lýsa í öllu lífi kristinnar kirkju. Hún þarf að lýsa hjá oss og vera vort meðmæli. “Með langlyndi.”—Það er eitt einkenni kærleikans, sem umber alt. Rótin til þess er, að sjá ekki einungis lífið á yfirborðinu, heldur læra að setja sig í spor ann- ara. Ekki einungis að fella dóm yfir syndinni, heldur líka að finna til með syndaranum. Þetta er afar-nauð- svnlegt skilyrði fyrir ])ví, að kristin kirkja geti unnið starf sitt réttilega. Frelsarinn setti sig í spor syndarans, fann til með syndurunum—l)ar alls heimsins svnd. Þess vegna umbar liann svo mikið, sýndi svo mikið lang-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.