Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1916, Blaðsíða 1

Sameiningin - 01.08.1916, Blaðsíða 1
^lánaðarrit til stuð'nings kirkju og kristindómi íslendinga. gejiff út af Ihinu ev. lút. kirkjufélagi ísl. í Vestrheimi RITSTJÓRI: BJÖRN B. JÓNSSON. XXXI. árg. WINNIPEG, ÁGÚST 1916. Nr. 6. Sigurafl trúarinnar. Kirkjuþings-erindi eftir séra Björn B. Jónsson. pegar Konstantínus keisari, sem kallaður var “hinn mikli”, barðist árið 312 við Maxentius um yfirráð alls Rómaveldis, lét hann bera k r o s s fyrir liði sínu, og sagði síðar svo frá sjálfur, að hann hefði nokkru áður en hann háði bardagann og sigraði keppinaut sinn, séð á himninum yfir sólinni, áður en hún gekk undir, mikinn og bjartan kross, og þar hjá með ljómandi letri orð þessi: “ín hoc signo vinces” (Sigra þú með merki þessu). ókunnugt er mér um sannsögulegt gildi þessa undurs, en það veit maður af sögunni, að krossinn var í förinni með Konstantínusi, og liðið, sem krosinn hafði að hermerki, vann sigur. Og sigur sá var spádómur um sigurvinningar krossins, eða það, sem krossinn táknar, á öllum sviðum mannlegs lífs. Krossinn er merki trúarinnar og trúin er a f 1, sterkasta aflið, sem mönnunum er gefið, og því sannnefnt s i g u r a f 1„ enda er svo komist að orði í helg- um fræðum: “Trú vor, hún er s i g u r a f 1 i ð, sem hefir sigrað heiminn” 1. Jóh. 5, 4. Um þetta sigurafl trúarinnar vildi eg hugsa og tala. Mér finst það þarft verk. Miklu þarfara heldur en ádeilur á menn eða málefni. Eg finn enga löngun hjá mér til þess, að standa í deilum við þá menn, sem bera óvildarhug í vorn garð, né svara þeim illmælum, sem um oss eru höfð. pau illmæli fá oss alls ekki sakað. Ekki heldur finst mér það neitt nauðsynjaverk n ú að halda uppi misklið út af ágrein- ingi manna um skilning á ýmsum atriðum í lærdóma-kerfi kirkjunnar. peir tímar hafa einatt gengið yfir kirkjuna, að trúfræða-deilur hafa verið óhjákvæmilegar og nauðsyn- legar. peir tímar hafa og gengið yfir oss. En eg fæ ekki

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.