Sameiningin - 01.08.1916, Qupperneq 4
161
pegar vér þá tökum sjálfa trúna til íhugunar ,verður
oss fyrst að spyrja: Hvaðertrú? Og svarið verður
næsta ólíkt, eftir því úr hvaða átt það kemur. Guðfræðing-
urinn svarar því, að trúin sé sannfæring um sannleiksgildi
vissra eilífðar hugmynda, sem samkvæmt eðli sínu séu ofar
mannlegum skilningi og því órannsakanlegar. Og verða
því margir til þess að ætla, að trúin sé einungis samsinni við
tilteknar trúar-setningar. Dulspekingurinn segir, að trúin
sé meðvitund sálarinnar um Guð í sjálfri sér, sjón og heyrn
í heimi andans, samneyti mannssálarinnar við hina eilífu
sál. Hagfræðingurinn (pragmatist) svarar, að trúin sé
athöfn, sem vilji mannsins framkvæmir af ómótstæðilegri
þörf sjálfs sín, og um þá athöfn verði að dæma eftir nytsemi
hennar. Svo margskonar eru kenningarnar um það, hvað
trúin sjálf í rauninni sé, að margur leiðir hest sinn hjá
henni, og lifir sem bezt hann getur, stundum ósjálfrátt und-
ir áhrifum hennar, en stundum án alls trúarlegs aðhalds.
Og leiðir þessi óvissa svo til þess, að alt í kring eru manns-
líf, sem eru ófullkomin, ófríð og ónýt.
Fyrst af öllu ættum vér að viðurkenna það, að trúin
er ekki neitt auka-atriði í lífi mannsins. Miklu fremur er
trúin blómstrið á öllum sálar-eiginleikum mannsíns. Trú
í víðtækastri merkingu, er meðfætt sérkenni mannsins og
án hennar er hann naumast maður. Um eðli trúarinnar
verður maður að viðurkenna, að hún er alt í senn: skyn-
semis-athöfn, vilja-aðstaða og tilfinninga-ástand. Og samt
er trúin enn þá meira grundvallar-atriði í eðli mannsins,
heldur en jafnvel þessir þrír eðlisþættir mannssálarinnar
sjálfir. pað mætti jafnvel segja, að hún væri einskonar
eðlishvöt, að sínu leyti eins og sjálfsverndar-hvöt manns-
ins, og samt er hún ekki eðlishvöt eingöngu, því hún lætur
stjórnast einnig af viti og vilja.
Barnið hefir trú á foreldrum sínum, lærisveinninn á
kennara sínum, sjúklingurinn á lækni sínum, ættjarðarvin-
urinn á ættjörð sinni, heimspekingurinn á orsaka-sambandi
alheimsins. Og þó er á öllum þessum sviðum margt, sem
trúin rekur sig á, mörg mótsögn og þversögn. Samt verð-
ur trúin ekki frá manni tekin, því hún á rætur sínar í
dýpsta duldjúpi sálar vorrar. Henni er viðhaldið af dular-
fullum náttúruöflum, sem enginn fær sigrað.
pað er oss einnig óhætt að fastbinda, að trúin er annað
og meira en ályktan skynseminnar ein, annað og meira en
skoðun m a n n s á þessu eða hinu viðfangsefni skynsem-
innar. “Skoðun” er afleiðing þeirrar athafnar skynsem-
innar, að hún sannfærir manninn um að eitthvað sé satt,
annað hvort vegna trúverðugra heimilda eða eigin rann-
sóknar, ellegar af því að engin gild ástæða virðist til þess