Sameiningin - 01.08.1916, Qupperneq 11
171
að “hjá honum sé hvorki umbreyting né umbreytingar
skuggi”; og um náttúruna, um alheims-heildina—sem hver
maður getur óhindraður kallað vél, ef honum svo sýnist—,
að hún gangi eftir hinum allra föstustu reglum. Og nú
set eg aftur fyrir yður gömlu spurninguna: Hverjar helzt
eru þær svo, þessar fast-skorðuðu reglur, sem fylla lögbók
náttúrunnar?
pær standa svartar á hvítu í vísindabókum vorum,
segið þér; í heimilda-safni mannlegrar reynslu. — Var þá
maðurinn með sína reynslu á vettvangi, þegar veröldin var
sköpuð, að hann sæi, hvernig alt gekk þar til? Hafa
nokkrir hinir djúphygnustu vísindaþulir enn þá kafað
niður að afgrunni alheimsins, og tekið þar mál á öllu?
Gerði skaparinn þá að ráðunautum sínum, að þeir hafi séð
hjá honum smíðisuppdrátt hins óskiljanlega alheims og
geti sagt: petta stendur þar markað og ekki meira ? Eng-
anveginn, því miður. pessir vísindaþulir hafa hvergi ver-
ið, nema þar sem vér erum líka, þeir hafa séð fáeinum þver-
höndum lengra en vér ofan í fimbuldjúpið, sem engan hefir
botn og engar strendur. —
Já, lagakerfi náttúrunnar! Djúp hennar er og verður
alveg ómælanlegt, og víðáttan eins, jafnvel fyrir
augum hins mesta vitrings með öllu hans víðsýni og alt,
sem mannleg reynsla hefir um hana lært, nær yfir fáeinar
útreiknaðar aldir og útmældar fermílur. Vér vitum lítið
um straumaskifti náttúrunnar á þessu litla reikistjörnu-
broti voru, en hver veit, hverskonar undirstraumar valda
þeim tilbreytingum; eða hve geysi-víð er sú hringrás or-
saka, sem vor litla náttúru-hringrás er undir komin?
Brandan er ef til vill nákunnug hverri gjótu, hverjum smá-
steini í heimalæknum sínum, og þekkir allar einkunnir
hans og svipbrigði; en mun lækjarbrandan bera skyn á
sjávarföll og hafstrauma, á stöðuvindana í suðurhöfum,
eða á myrkva tunglsins? Alt þetta stillir þó til um lífs-
kjörin þar í læknum hennar—og hefir líka til að gjörbreyta
þeim á stundum og umhverfa, þótt ekkert sé þar krafta-
verkið á ferðum. Slík branda er maðurinn; lækurinn hans
er þessi reikistjarna, sem vér köllum jörð; úthafið er al-
heimurinn ómælanlegi; staðvindar og hafstraumar eru
huldir vegir forsjónarinnar, sem öllu ræður um eilífar tíðir.
Vér tölum um bók náttúrunnar, og bók er hún í sann-
leika—samin og rituð af sjálfum Guði. En að lesa hana!
pekkir þú, þekkir nokkur maður, svo mikið sem stafrófið
þar? Að vér ekki spyrjum þig út úr orðum hennar og
málsgreinum, og heilum opnum stórfelds lýsingamáls,
skáldskapar og speki, sem breiða sig út yfir sólkerfa-raðir
og áraþúsundir. Bók sú er rituð himneskum helgirúnum,