Sameiningin - 01.08.1916, Síða 13
173
ur undrun vora eins og til annars, eru þeir tveir geigvæn-
legu, sjónvillandi frumhjúpir tilverunnar, tími og r ú m.
Til þeirra var spunnið og þeir ofnir fyrir oss áður en vér
fæddumst, til þess að klæða vort himinborna “e g” í dvöl-
inni hér og þó til að blinda það—og þeir breiða sig yfir alt,
þessir hjúpir, eins og málaradúkur eða myndavefur, sem
allar hinar smærri tálmyndir þessa draumsjóna-lífs eru
ofnar í eða málaðar á. ófyrirsynju, meðan þú dvelur hér
á jörð, reynir þú að svifta þeim af. pú getur að eins, þeg-
ar bezt lætur, rofið þar glufu á einu augnabliki til að gægj-
ast í gegn um.
Að hugsunarmótin þessi tvö, rúm og tími, sem vér
höfum nú einu sinni verið sendir til jarðar niður að lifa í—
að þau bindi skilyrðum sínum alt vort verkvit, öll þar að
lútandi hugtök vor, hugmyndir og ímyndanir og ráði þar
mestu um, virðist í alla staði vel til fallið, réttlátt og óhjá-
kvæmilegt. En að þau skyldi einnig taka sér samskonar
vald yfir andlegri hugsun ómengaðri, og blinda oss fyrir
þeim dásemdum, sem á allar hliðar umkringja oss—það
virðist annað mál. Skipaðu rúmi og tíma í sinn réttmæta
sess, sem hugsunarmótum, eða jafnvel, ef þú vilt, í órétt-
mætt öndvegi raunar og veru, og hugsaðu þér svo, hvernig
hin þunnu dulargervi þeirra hylja fyrir oss margan dýrðar-
geisla guðdómsins. Til dæmis, væri það ekki dásamlegt
tákn, gæti eg rétt út hönd mína og gripið sólina ? pó sérðu
mig dag hvern rétta út þessa sömu hönd og grípa með
henni margan hlut og sveifla fram og aftur. Ertu þá full-
orðinn hvítvoðungur, sem heldur að kraftaverkið liggi í
mílufjöldanum eða pundatölunni; sem ekki sérð að hið
sanna, óskiljanlega, guð-birtandi kraftaverk liggur frem-
ur í hinu, að eg skuli nokkuð geta rétt út höndina, að eg
skuli eiga sjálfrátt afl til að grípa með henni nokkurn hlut?
Óteljandi aðrar þessu líkar eru blekkingarnar, sem rúmið
deyfir með undrun vora.
En ver er þó tímanum farið í þessu. Hann er sá mikli
töfrafjandi og undra-hyljandinn allsherjar, þessi lyga-
Mörður, tíminn. Ættum vér tíma-eyðingar-hjálm, og gæt-
um í eitt skifti brugðið honum upp, þá sæum vér sjálfa oss
í undra-heimi, sem yfir öllum táknum og undrum og töfra-
afrekum bæri hærra hlut, sönnum eða lognum. En því
miður höfum vér ekki slíkan hjálm; og maðurinn, aumur
einfeldningur, bjargar sér án hans bæði seint og illa í þeim
sökum.
Væri það ekki dásamlegt, til dæmis, hefði Orfeus eða
Amfíón reist pebuborgarveggi með einberu hljóði hörpu
sinnar? En seg mér, hver reisti þessa veggi hér í heima-
þorpinu mínu, hver kvaddi út sandsteins-hnullungana, svo